Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 18
MARKAÐURINN 20. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca 17,2% -19,0% Bakkavör -40,4% -46,2% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank -0,4% -1,7% Icelandair 0,00% -66,2% Marel 1,7% -22,9% Össur 0,5% 2,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 254 Úrvalsvísitalan OMXI6 700 *Miðað við gengi í Kaup höll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum,“ segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatns- markaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtæk- in einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neyt- endur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Ís- land er – í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna – þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita,“ bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkj- arvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem fram- leiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekkt- ur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatn- ið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samn- ingar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. SENDIHERRA ÍSLENSKA VATNSINS John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. MARKAÐURINN/ANTON Semja um flutninga vatns til fleiri landa Ímynd skiptir öllu máli fyrir átappað vatn á flöskum. Nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings segir stefnt að sölu íslenska vatnsins um heim allan. Greinendur spá því almennt að vísitala neysluverðs hækki um 0,3 til 0,5 prósent og muni verðbólga því mælast á bilinu 10,7 til 10,9 prósent í mánuðinum. Til saman- burðar stóð verðbólgan í 11,9 pró- sentum í síðasta mánuði. Hagfræðideild Landsbankans og greining Íslandsbanka segja báðar að breyting á matvöruverði og kostnaðarliðum tengdum öku- tækjum og eldsneyti muni hífa vísitölu neysluverðs upp á sama tíma og húsnæðisliðir muni vega á móti. IFS Greiningu reiknast til að væntar verðbreytingar á inn- fluttum vörum séu ekki að fullu komnar fram þrátt fyrir fall krónu síðustu vikur. Sem dæmi er tekið fram að verð á kaffi, te og kakói hafi hækkað um tuttugu prósent síðastliðna þrjá mánuði og mjólkurvörum um níu prósent. Meðalbreyting matarkörfu IFS á tímabilinu sýnir þó að verðið hafi lækkað um eitt prósent. Greining Íslandsbanka og Hag- fræðideild Landsbankans gera ráð fyrir að draga muni hratt úr verðbólgu á næstu mánuði. Lands- bankinn tekur fram að hún verði komin undir tíu prósent í sumar og bætir Íslandsbanki því við að hún geti verið komin í námunda við 2,5 prósenta verðbólgumark- mið Seðlabankans í lok árs. - jab Spá verðbólgu undir ellefu prósentum Greining Spá* Landsbankinn 10,9% Íslandsbanki 10,8% IFS Greining 10,7% *Tólf mánaða verðbólga V E R Ð B Ó L G U S P Á R Norrænu fjárfestingarsjóðirnir Altor og Bure Equity fengu í gær afhent öll hlutabréf í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Lánastofnun sænska ríkisins samdi um sölu á bankanum til sjóðanna snemma í febrúar síð- astliðnum. Kaupverð nam tveim- ur milljörðum sænskra króna, jafnvirði rúmra þrjátíu millj- arða íslenskra króna á núvirði. Fjármálayfirvöld í þeim löndum þar sem Carnegie er með útibú áttu þó eftir að gefa græna ljósið á viðskiptin. Íslenska fjárfestingarfélag- ið Milestone átti í kringum tíu prósenta hlut í Carnegie í gegn- um sænska fjármálafyrirtækið Moderna og var Anders Fällman, forstjóri fyrirtækisins, jafn- framt stjórnarformaður Carn- egie. Sænska ríkið tók Carnegie- hlutinn yfir í nóvember í kjölfar þess að gömlu íslensku bankarn- ir fóru á hliðina í október í fyrra. - jab Carnegie með nýja eigendur Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á mark- aði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem við- mið,“ segir Hermann Guðmunds- son, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingar- félagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtöku- verðið og segir það of lágt. „Frek- ar þarf að horfa á verðmæti félag- anna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bank- ann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Ice- landair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klá- súlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðli- legt að bankinn geri það langt undir mati á sann- anlegu virði. Hjá einhverj- um getur þetta skipt sköp- um um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafn- framt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfa- markaður líka. Og þá nota bank- arnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir at- vinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku at- vinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers stað- ar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefna- bunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi ann- arra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyr- irtækja og telji það ekki endur- spegla rétt verð sé lagalegur rétt- ur þeirra að fara í mál og krefj- ast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferð- ir við matið ef menn eru ósátt- ir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „rétt- asta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaður- inn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil við- skipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“ - óká Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs Atvinnulífinu betur borgið ef beðið hefði verið með veðköll, segir framkvæmdastjóri BNT. HERMANN GUÐMUNDSSON TrackWell og Landflutningar – Samskip hafa undirritað samn- ing um innleiðingu á TrackWell Flota fyrir bílaflota Landflutn- inga og undirverktaka. Ingi Þór Hermannsson, for- stöðumaður Landflutninga – Sam- skipa, segir markmiðið að auka öryggi ásamt því að auka þjón- ustu með minni tilkostnaði. Að sama skapi er í tilkynningu TrackWell haft eftir Þórði Inga- syni sölustjóra að bæði sé um að ræða stóran bílaflota og „bland- aða og áhugaverða“ notkun. Meðal þess sem kerfið gerir er að miðla veðurupplýsingum þannig að flotastjóri geti fylgst með þróun veðurs á öllum akst- ursleiðum og varað við, verði veður válynd. - óká Fá hugbúnað í flotastjórn Staða breska fjárfestingarfélags- ins Candover er afar þröng og hafa óformleg yfirtökutilboð verið gerð í það. Þetta segir í maíhefti fagblaðsins Unquote“ sem sér- hæfir sig í umfjöllun um áhættu- fjárfestingarsjóði í Evrópu. Snemma í mars greindu stjórn- endur Candover frá því að fé- lagið hefði fært niður verðmæti eigna sinna um helming og af- skrifað þriðjung eignasafnsins í samræmi við breskar reglur. Þá var frekari uppstokkun í spil- unum auk yfirvofandi uppsagna. Félagið gat þess sömuleiðis þá að einn sjóða þess væri uppur- inn. Candover hefur nú takmark- að fjárfestingar úr öðrum sjóði og leitar kaupanda að eignarhlut félagsins í ráðgjafarfyrirtæki. Candover lauk við kaup á hol- lensku iðnsamsteypunni Stork í félagi við Eyri Invest, Marel Food Systems og Landsbankann í fyrra. - jab Staða Candover sögð þröngKauphöllin áminnti bæði Bakka- vör og Straum opinberlega í gær og beitti félögin févíti upp á sam- tals þrjár milljónir króna, 1,5 milljónir hvort, vegna brota á kauphallarreglum. Í tilfelli Bakkavarar er meðal annars ávítt þar sem ekki hafi verið gerð opinberlega grein fyrir þeim skorðum sem settar eru á greiðslur frá rekstrarfélögum til móðurfélagsins umfram greiðsl- ur til að standa straum af rekstr- arkostnaði, samkvæmt lánasamn- ingum til þeirra næstu þrjú árin. Straumur er á móti ávíttur þar sem stjórnendur fjárfestingar- bankans birtu ekki upplýsing- ar um fimmtíu milljóna evra lán Seðlabankans til hans í desember og nánari upplýsingar um fjár- mögnun upp á 133 milljónir evra, sem nýta átti til að endurgreiða sambankalán upp á 200 milljón- ir evra á gjalddaga í sama mán- uði. Þá er bankinn meðal annars ávíttur fyrir að halda því fram að fjármögnunin væri „jákvætt skref fyrir íslenskan fjármála- markað“. - jab Kauphöllin skammar Bakkavör og Straum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.