Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
UPPSTIGNINGARGANGA verður farin á fimmtudag-
inn í fólkvanginum Einkunnum rétt við Borgarnes. Þá verður
gengið milli Álatjarnar og Háfsvatns. Lagt verður af stað
klukkan 10 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og tekur
gangan um tvo tíma. Fólkvangurinn í Einkunnum er ein af
perlum Borgarbyggðar. Hann var stofnaður vorið 2006.
„Þetta er búið að vera draumur
minn lengi og ég lét hann rætast,“
segir Dagmar Heiðdal, sem fékk
sér vespu fyrir nokkrum dögum.
Hún kveðst alltaf hafa verið heilluð
af slíkum farartækjum og þótt þau
spennandi. „Ég byrjaði á að æfa
mig í hverfinu á fáförnum götum
og þetta er alveg æðislegt,“ segir
hún.
Dagmar kveðst aldrei hafa verið
á mótorhjóli og engan áhuga hafa
á þeim. „Það er allt annað dæmi.
Þetta er lífsstíll sem hentar mér,“
segir hún og bætir við: „Það kost-
ar bara þúsundkall að fylla tankinn
og hann endist lon og don.“ Hún
kveðst bara fimm mínútur á ves-
punni í vinnuna og svo skýst hún
á henni að kaupa í matinn. „Ég er
með körfu framan á og hanka við
sætið til að hengja poka á,“ segir
hún ánægð.
Vespan er af gerðinni Piaggio.
„Ítölsk framleiðsla af bestu gerð,“
segir Dagmar ánægð og kveðst
hafa keypt hana splunkunýja hjá
Gunnari Hanssyni leikara. Hún
upplýsir að með hjálmi og kass-
anum aftan á hafi hún kostað um
650.000 krónur.
Dagmar kveðst hafa tekið nokkra
aksturstíma hjá kennara áður en
hún fór í prófið. „Mér fannst það
ágætt því þótt ég sé vön að keyra
bíl er þetta talsvert öðruvísi. Maður
verður að halda jafnvæginu og
passa sig í umferðinni,“ segir hún.
„Ekki það að ég sé að sækjast eftir
að spana um Miklubrautina.“
Slagrými vélar vespunnar er 125
kúbik og Dagmar þurfti að gang-
ast undir próf til að keyra hana.
Nú hefur hún leyfi til að taka far-
þega. „Á litlu vespurnar þarf ekk-
ert próf,“ útskýrir hún og bætir
við: „En þá getur maður eins verið
á reiðhjóli.“ gun@frettabladid.is
Tankurinn á þúsundkall
og endist lon og don
Það er stíll yfir Dagmar Heiðdal þar sem hún líður um göturnar á glænýrri, eldrauðri vespu og lætur
sumarblæinn leika um vanga. Á henni getur hún sótt vinnu og svo skotist í búðina eftir nauðsynjum.
„Þetta er lífsstíll sem hentar mér,“ segir Dagmar Heiðdal og hallar sér inn í beygjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON