Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 30

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 30
 1. tölublað maí 200906 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ÁFENGISNEYSLA EYKST Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Meðal annars með auknu aðgengi að áfengi og bættari fjárhag fjölskyldnanna í landinu. Áfengisneysla á mann Áfengisneysla á 15 ára og eldri AUKIN DAGNEYSLA Á ÁFENGI Eins og sést á þessari mynd hefur hlutfall dagdrykkjufólks á Vogi aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að 35% sjúklinga er dagdrykkjufólk. Þetta hlutfall var nærri 15% fyrir fimmtán árum. 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Eldra fólki fjölgar á Vogi Drykkja er langt frá því að vera bara unglingavandamál. Hún snertir alla aldurshópa. Á síðustu misserum hefur nýr hópur aukið komur sínar á Vog. Það er MIÐALDRA OG ELDRA FÓLK. Nú er svo komið að það horfir til vandræða. Drykkja eldra fólks hefur almennt slæm áhrif á heilsuna og æ algengara er að hún valdi alvarlegum heilasjúkdómi sem kallast Wernickes. Meðan augu almennings hafa beinst að ungum vímuefnaneytendum og vandamálum þeirra hafa eldri borgarar á Íslandi laumast til að auka drykkju sína svo að til vandræða horfir. Á sjúkrahúsið Vog kemur nú stöðugt fleira fullorðið fólk með alvarleg einkenni vegna daglegrar notkunar áfengis. Drykkjan gerir alla langvinna sjúkdóma sem þetta fólk er með verri. Eins og til dæmis hjarta- og lungnasjúkdóma. Verst eru þó áhrif drykkjunnar á heilastarfsemina. Æ algengara er að miðaldra og eldra fólk, sem leitar sér hjálpar á Vogi, hafi alvarleg einkenni frá heilanum. Jafnvel byrjandi einkenni um Wernickes-heilasjúkdóm. Áfengi skaðar heilann Dagleg áfengisneysla getur valdið verulegum skemmdum á tauga- kerfinu, einkum heilanum. Hættan er mest hjá fólki sem komið er á miðjan aldur eða eldra. Þessi áhrif geta komið fram sem breytingar á tilfinningaviðbrögðum einstaklingsins og persónuleika hans og einnig sem breytingar á viðhorfum hans, hæfileikum til að læra nýja hluti og minni. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. Hann veit sem er að áfengi hefur margvísleg og flókin áhrif á heilafrumurnar. Þannig breytir áfengið til dæmis boð- efnabúskap heilans. „Vannæring og alvarlegir lifrarsjúkdómar sem fylgja drykkjunni geta einnig framkallað einkenni frá heilanum,“ útskýrir Þórarinn en bendir á að reynslan hafi sýnt að fólk getur jafnað sig oft merkilega vel ef það fer í bindindi og þeir einstaklingar sem voru komnir með alvarleg viðvörunareinkenni frá heilanum geta fengið góða starfsgetu að nýju leiti þeir sér hjálpar. Truflun á heilastarfsemi yngra fólks Lengi vel eða allt fram til 1980 var sú venja ríkjandi þegar fjallað var um áhrif áfengis á heilann að haldið var á lofti varanlegum heilaskemmdum sem koma venjulega ekki fram hjá ungum áfengissjúklingum fyrr en eftir áratuga drykkju samfara vannæringu og vosbúð. Lítið var fjallað um aðrar vægari truflanir á heilastarfseminni hjá ungu drykkjusjúklingunum. Í dag vita menn að heilaskemmdir eru mjög algengar og valda verulegum vandræðum. Þær geta jafnvel stuðlað að því að fólk sem hafi ákveðið að hætta að drekka byrji áfengisneyslu að nýju án þess að vilja það. Hér á árum áður var lítið talað um hversu miðaldra fólk og eldra þolir illa daglega áfengisneyslu. Óhófleg áfengisneysla veldur mismiklum skemmdum á heilanum sem geta verið allt frá vægum breytingum sem geta gengið til baka í verulega rýrnun og skemmdir á taugavefnum. Einkennin geta að sama skapi verið allt frá vægum starfrænum truflunum í elliglöp á lokastigi. Heilaskemmdir verða oftast í réttu hlutfalli við hversu lengi og mikið er drukkið. Þær eru þó mjög persónubundnar og hjá tveimur sjúklingum með álíka drykkjusögu og bakgrunn getur annar verið með miklar heilaskemmdir meðan hinn sýnir engin merki um slíkt. Wernickes heilasjúkdómur (Wernick´s encephalopathy) Wernickes er alvarlegur heilasjúkdómur sem herjar með vaxandi þunga á miðaldra Íslendinga sem drekka áfengi daglega. Þessum sjúkdómi var fyrst lýst í lok nítjándu aldar (um 1881). Þegar fólk veikist af þessum sjúkdómi fyrst eru veikindin bráð, alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Batinn lætur oft á sér standa og fylgikvilli bráðu veikindanna getur orðið viðvarandi heilabilun sem einkennist fyrst og fremst af minnistruflunum. Ástæða fyrir sjúkdómnum er thiamínskortur sem verður vegna daglegrar áfengisdrykkju. Maður þarf um 1 mg af thiamíni á dag. Í lifrinni er geymdur varaforði sem dugar í 3-4 vikur. Það sem setur dagdrykkjufólk í sérstaka hættu að fá þennan heilasjúkdóm er lélegt næringarástand og slæm nýting á þeim vítamínum sem í boði eru. Það dugar lítið að taka B-vítamíntöflur þegar drukkið er daglega því thiamín kemst illa inn í blóðið á meðan drukkið er og í 6-8 vikur eftir að drykkju er hætt. Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur eru í sérstaklega mikilli hættu. Það sem oftast hrindir síðan af stað bráða Wernickes-heilsjúkdómi hjá dagdrykkjumönnum sem þjást af thiaminskorti er aukið álag eða aukin efnaskipti líkamans. Aukið álag eða efnaskipti verða þegar áfengissjúklingar fara í alvarleg fráhvörf, fá sýkingar eða slasast. Sjúklingur með Wernickes-heilasjúkdóm verður ruglaður og man lítið, augun fara að tina eða riða og sjúklingurinn getur jafnvel orðið rangeygur og óstöðugur á fótunum. Aðeins í 30% tilvika sjúkdómsins eru öll þessi einkenni til staðar. Vera þarf á varðbergi ef til staðar eru eitt eða tvö af þessum einkennum. Ef sjúklingur fær ekki thiamín í sprautum verður bati lítill og jafnvel hætta á dauða. Batinn sem kemur verður á fyrstu 3 mánuðunum. Um 20% sjúklinga fá góðan bata en um 25% fá lítinn sem engan bata. Wernickes-heilasjúkdómurinn Wernickes-heilasjúkdómurinn er al- varlegur heilasjúkdómur sem herjar með sífellt vaxandi þunga á miðaldra Íslendinga sem neita áfengis daglega. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veikindin eru bráð og alvarleg. Bati af Wernickes-heilasjúkdóminum lætur oft á sér standa og fylgikvilli bráðra veikinda getur verið viðvarandi heilabilun (sjá nánar kassa hér á síðunni). Sífellt fleiri eldri borgarar sækja meðferð á Vogi. Aukningin er jöfn og stöðug. Eins og sjá má á línuritinu hér á síðunni eru komur eldra fólks á Vog orðnar fleiri en unglinganna. „Dagdrykkja Íslendinga sem eru eldri en 40 ára er hratt vaxandi vanda- mál og á eftir að skapa ómæld útgjöld í félags- og heilbrigðisþjónustunni á komandi árum ef ekki verður gripið til viðeigandi forvarnaraðgerða og meðferðar,“ segir Þórarinn Tyrfings- son. -MT Á SJÚKRAHÚSIÐ VOG KEMUR NÚ VAXANDI FJÖLDI FULLORÐINS FÓLK MEÐ ALVARLEG EINKENNI VEGNA DAGLEGRAR NOTKUNAR ÁFENGIS.“ NÝR ÁHÆTTUHÓPUR Miðaldra fólk og eldra eykur komur sínar á Vog. Og æ algengara er að að þessir sjúklingar hafi alvarleg einkenni frá heilanum. FRUMGREININGAR 2008 HJÁ 60 ÁRA OG ELDRI 79% 13% FLEIRI EN UNGLINGARNIR Á síðustu árum hefur komum eldra fólks fjölgað svo á Vog að í nokkur ár hefur elsti hópurinn verið stærri en sá yngsti. 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 350 300 250 200 150 50 100 0 lítrar <20 ára >55 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.