Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 33
1. tölublað maí 2009 09
mtilegt fólk
Á MORGUNFUND,
„Á þessum tíu dögum sem sjúklingar dvelja hérna á Vogi sjáum við mikla
breytingu,“ segir hjúkrunarforstjórinn á Vogi, Þóra Björnsdóttir.
BLÓÐÞRÝSTINGURINN MÆLDUR
Ein lífshættulegustu fráhvörfinu eru fráhvörf vegna ofdrykkju.
ALLIR Í SLOPP Á VOGI
Á Vogi eru sjúklingar og á sjúkrahúsum eru þeir á slopp og í náttfötum.
Það myndar að auki þá stemmningu, á meðal sjúklinga, að þeir séu allir
jafnir.
Á VAKTINNI
Á Vogi er öllum sýnd mikil virðing og svara sjúklingarni
AÐ SINNA ÚSJ KLINGUNUM
„Það er ofboðslega skemmtilgt að vinna hérna,“ segir K
hjúkrunarfræðingur. Hún er búin að vinna í eitt ár á Vogi.
sé eins með þennan sjúkdóm og
aðra „því fyrr sem fólk kemur og
leitar sér hjálpar því betra. Og það er
í fínu lagi að koma aftur. Alkóhólismi
er krónískur sjúkdómur og við
reynum alltaf að skilja vel við fólk
svo það komi aftur.“
Allri fjölskyldunni bjargað
Alkóhólismi snertir nær alla
Íslendinga. Starfsfólkið á Vogi er
engin undantekning. Fyrir þeim er
þetta ekki bara vinna. Þau eru ekki
öll alkóhólistar en þau vita um hvað
sjúkdómurinn snýst. Vita að hann er
fjölskyldusjúkdómur.
„Það eru nær allir sem vinna
hérna aðstandendur með einum eða
öðrum hætti,“ segir Erla.
„Við erum mjög meðvirkur hópur,“
bætir Klara við og þau hlæja.
„Í raun er það mjög algengt að
hjúkrunarfræðingar yfir höfuð, hvar
sem þeir vinna, séu uppkomin börn
alkóhólista,“ útskýrir Erla en á þessu
hafa verið gerðar rannsóknir.
„Meðvirkt fólk endar oft í umönnunar-
störfum.“ Þau benda samt á að fólk
brenni mjög fljótt upp í þessu starfi
ef það vinnur ekki í meðvirkninni.
Og Gunnar segir að það sé auðvitað
til fullt af fólki sem geti ekki hugsað
sér að vinna svona vinnu en þau sem
vinna á Vogi elska starfið.
EF ÁFENGI
VÆRI AÐ
KOMA Á
MARKAÐINN
NÚNA YRÐI ÞAÐ
BANNAÐ.“
En launin, eru þau talin í krónum
eða þakklæti?
Þau brosa góðlátlega. Erla verður
fyrir svörum:
„Maður áttar sig á því þegar maður
rekst á fólk, sem hefur verið á Vogi,
með börnunum sínum niðri í bæ eða
í Kringlunni, að maður er ekkert að
hjálpa bara einum alka heldur heilli
fjölskyldu.“ Látum það vera lokaorð.
HJÚKKURNAR Á VOGI
Frá Vinstri: Margrét Huld Einarsdóttir hjúkrunarfræðinemi,
Þórhildur Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðinemi, Þóra Björnsdóttir
hjúkrunarforstjóri, Sigríður Óladóttir sjúkraliði, Sesselja Arthúrsdóttir
sjúkraliði, Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Erla Svava
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, María Loftsdóttir sjúkraliði,
Klara Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur.
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég kaupi
álfinn til að
styrkja ein
mikilvægustu
grasrótar-
samtök
landsins,
SÁÁ.
Samtökin
hafa síðan
1977 hjálpað
mörgum að losna úr viðjum
áfengis og vímuefna og leikið
mikilvægt hlutverk í að eyða
fordómum í samfélaginu gagn-
vart þeim sem leita sér aðstoðar.
Öll þekkjum við einhvern sem
notið hefur aðstoðar SÁÁ við
að yfirvinna fíknina. SÁÁ þarf
fjármagn til að viðhalda og bæta
þjónustuna. Stuðningur okkar við
samtökin getur gert útslagið um
það hvort veikur einstaklingur
fái þá meðferð og stuðning sem
hann/hún þarf til að geta orðið
aftur fullgildur þátttakandi í sam-
félaginu. Kaupum því öll álfinn!
LILJA MÓSESDÓTTIR
ALÞINGISKONA
Ég kaupi álfinn vegna þess að
ég veit að því fé sem ég læt
af hendi til SÁÁ og annarra
meðferðarstofnanna er vel varið.
Þær fáu krónur sem ég læt frá
mér fæ ég margfalt til baka. Því
fleiri sem fá hjálp og hætta alveg
eða tímabundið neyslu áfengis
og annara vímugjafa, því betra.
Glæpum fækkar, skemmdaverk-
um og slysum. Kaupum álfinn.
VALDIMAR BIRGISSON
MARKAÐSSTJÓRI
SÁÁ hefur
sinnt ótrúlega
mikilvægu
starfi. Starfi
sem skilar
sér í sa-
meinuðum
fjölskyldum,
foreldrum
sem geta
sofið að nýju
í þeirri vissu
að börnin þeirra séu hólpin, ungu
fólki sem eignast framtíð að nýju,
hjá mæðrum sem geta sinnt
börnum sínum og feðrum sem
færir eru um að eiga fjölskyldu.
Og oftar en ekki bjargar starf
SÁÁ mannslífum. SÁÁ stuðla að
því að vonin vakni aftur í brjósti
þeirra sem áður sáu enga leið en
til þess að gera það þurfa þau
á stuðningi okkar að halda. Ég
kaupi álfinn því að ég vil styðja
við þetta ómetanlega starf.
ÞORLEIFUR ARNARSSON
LEIKSTJÓRI
Ég kaupi
SÁÁ-álfinn
þótt ég trúi
ekki á álfa –
ég trúi á SÁÁ
og það starf
sem þar er
unnið.
Fjölskyldu-
meðferðin
er mér
sérstaklega
hugleikin, enda ekki langt síðan
ég kynntist henni á eigin skinni.
ELÍN G. RAGNARSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI