Fréttablaðið - 20.05.2009, Síða 39

Fréttablaðið - 20.05.2009, Síða 39
 1. tölublað maí 2009 15 Margir búast við því að allt fari til fjandans í kreppunni. Svo er ekki endilega. Blankheit eiga að þýða skert aðgengi að áfengi og fíkniefnum. Fólk á minni peninga og hefur því síður efni á því að djamma og djúsa. ÞÓRARINN TYRFINGSSON er allavega bjartsýnn og á frekar von á því að heldur dragi úr drykkju í samfélaginu. Hræðist ekki kreppuna „Það sem einkenndi góðærið var að áfengisneysla þjóðfélagsins var í nokkuð réttu hlutfalli við efnahaginn,“ útskýrir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, en öll gögn benda til þess að því meiri peninga sem fólk hefur á milli handanna, þeim mun meira drekkur það. Áfengisneysla jókst jafnt og þétt á síðustu árum. Fólk hafði meiri frítíma og drykkja var hluti af því að hafa það gott. Íslendingar drukku meiri bjór og vín. En nú gæti orðið breyting þar á að mati Þórarins: „Í kreppunni ætti aðgengi fólks að vímuefnum að minnka. Fólk hefur minni peninga á milli handanna, er ekki eins mikið á ferðinni, fer ekki í utanlandsferðirnar og er vonandi bara meira heima við,“ segir Þórarinn og bendir á að rannsóknir sýni að það sé samasemmerki á milli minna aðgengis og minni neyslu. „Samanber að við erum á móti því að áfengi fari inn í verslanir og á móti auglýsingum. Af því að það myndi auka neysluna,“ bætir Þórarinn við. Kókaíngóðærið Því hefur stundum verið fleygt að góðæri síðustu ára hafi einkennst af hraða og stórkallalátum. Að síðustu ár hafi verið ár kampavíns og kókaíns. Þórarinn vill nú ekkert kenna góðærið í sjálfu sér við kókaín en bendir á að þau hjá SÁÁ hafi beðið komu kókaínsins síðan 1981. Þá sóttu þau ráðstefnur til Bandaríkjanna, meðal annars til New York, og þar var kókaínið faraldur. En kókaínið kom svo ekkert til Íslands. Ekki fyrr en árið 2000. „Kókaín náði toppnum á síðasta ári,“ segir Þórarinn. „Það kom til Reykjavíkur um aldamótin og hefur verið hér síðan.“ Á örfáum árum fjórtánfölduðust komur kókaínfíkla á Vog. Á Íslandi er hópurinn mjög blandaður en í Bandaríkjunum var þetta í fyrstu mest fólk í fastri vinnu. Þórarinn segir að það sé að vissu leyti mýta að þetta sé fyrst og síðast mjög ríkt fólk sem sé í þessu. Það fólk sem komi á Vog vegna kókaínfíknar sé oft mjög illa statt fjárhagslega og búið að fara mjög illa með sig. Í Bandaríkjunum varð kókaínið fljótt að faraldri meðal fátækra, sbr. krakkreykingar. „Við höfum fengið einstaka menn sem hafa haft eitthvað á milli handanna og bara dottið í þetta upp úr þrítugu kannski. Og þeir koma hingað inn alveg í öngum sínum. Alveg stjórnlausir í svona neyslu,“ segir Þórarinn en svona menn eru ekki endilega mjög áberandi og erfitt að átta sig á hversu djúpt sokknir þeir eru. En neyslunni fylgja gífurleg fjárútlát og leiðin á botninn er hröð. En þeir sem mest eru í kókaíni eru ungir fíkniefnasalar. Þeir hafa efni á neyslunni með því að vinna fyrir sér í vímuefnaheiminum. Hvort heldur sem þeir eru að selja eða flytja inn fíkniefni. Unglingar og atvinnulausir En þótt Þórarinn Tyrfingsson sé bjartsýnn á að heildarneysla Íslendinga minnki í kreppu eru ákveðnir áhættuhópar sem fylgjast þarf vel með. Þetta geta verið nýir hópar eða eldri. Nýr hópur gæti til dæmis verið fólk sem verður skyndilega atvinnulaust. „Þetta er fólk sem hafði áður peninga á milli handanna. Gat gert sér dagamun, farið utan, út að skemmta sér og svo framvegis. Hvernig mun það taka þessu? Er það í hættu að fara að nota meira áfengi? Kannski fer það að drekka eitt heima hjá sér og skapa þannig vandamál,“ segir Þórarinn en bendir á að þetta sé ekki vitað. Það er til lítið af gögnum um reynslu heils samfélags af því að fara svona á hliðina. Þegar heilt þjóðfélag verður fyrir svona gríðarlega mikilli breytingu hvað efnahagsstöðu varðar, í einu hendingskasti. En það er samt hópur, sem vitað er að sé í ákveðinni hættu í svona ástandi. Það eru unglingarnir. Þórarinn bendir á að þau á Vogi hafi séð það í sinni meðferð að unglingar eru mjög viðkvæmir fyrir breytingum. Til dæmis búferlaflutningum og flutningi á milli grunnskóla. Á vissu aldursskeiði geta svona sviptingar valdið róti í þjóðfélaginu og auknu álagi á unglinga. Einnig geta skilnaðir skipt unglinga á viðkvæmum aldri mjög miklu máli. „Við svona aðstæður getur maður séð fyrir marga þætti sem gætu reynt á unglinga,“ segir Þórarinn og bendir á að hann sé ekki beint áhyggjufullur akkúrat núna þegar ástandið er verst. „En þegar hagur fólks vænkast aftur, peningarnir fara að koma, gætum við lent í því, þegar til lengri tíma er litið, að við verðum með mikinn hóp af ungu fólki sem verður í áhættu.“ Þannig að eftir 3-4 ár jafnvel væri hægt að sjá fyrir sér að við fengjum skorpu af ungu fólki í meðferð. Einnig hefur það sýnt sig að börn fólks sem hefur farið í meðferð eru í sérstökum áhættuhópi. Lægð um mitt sumar Þórarinn bendir einnig á að fólk sem hafi verið áður á Vogi sé í áhættuhópi. Það er mikil streita í samfélaginu og því sé hætta á að fólk sem hafi verið edrú lengi falli. „Okkar fólk gæti þurft meiri þjónustu,“ útskýrir Þórarinn. Einnig má búast við því að í kreppunni verði meiri ásókn í ódýrari fíkniefni. Þar eru lyfin toppurinn. Þau eru ódýrust. Morfín og Rítalín svo dæmi séu tekin. Nú þegar eru þess merki að verulega hafi þrengt að kókaíni og amfetamíni á markaðinum. Kókaín er mjög dýrt og amfetamín hefur hækkað í verði. „Annars var ég nú að vona að það dytti botninn úr þessari neyslu núna. Að maður fyndi bara góða og verulega lægð upp úr miðju sumri,“ segir Þórarinn og sýnist sem fólk sé rólegra. „Fólk er meira heima hjá sér og nýtur samvista við fjölskylduna.“ Enda er það svo, að mati Þórarins, að þótt ástandið sé slæmt hafi undirstöðurnar í samfélaginu ekki brugðist. Heilbrigðiskerfið hefur ekki hikstað í þessum efnahagslegu hamförum sem dunið hafa á þjóðinni. Skólar og leikskólar hiksta ekki heldur. Grundvallarstrúkturinn í þjóðfélaginu er ekkert að bila. „Það kreppir að en strúktúr samfélagsins heldur ennþá. En Guð hjálpi okkur ef hann fer að klikka. Þá erum við í vondum málum. En nú er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi og þá er ég bjartsýnn á framhaldið,“ segir Þórarinn. Fólk þjappar sér um SÁÁ Þórarinn hefur ástæðu til að vera bjartsýnn. Að hans mati eru Íslendingar fólk stundarinnar. Við erum stemningsfólk. Tókum góðærið með trompi en nú er kreppa og Þórarinn vonar að við fílum hana vel. Þjöppum okkur saman. „Maður finnur að fólk er að þjappa sér saman um þessi samtök,“ segir Þórarinn. „Um leið og maður heyrir fólk tala um að það eigi minni peninga er auðveldara að fá fólk í sjálfboðaliðastörf. Maður finnur að fólk er að þjappa sér saman um samtökin og talar um að það þurfi að styðja við þau.“ SÁÁ hefur líka sett sér skýr mark- mið um að láta bága fjárhagsstöðu sjúklinga ekki koma í veg fyrir að þeir fari í meðferð. Það er búið að koma upp sérstökum styrktarsjóði til að mæta aukinni gjaldtöku. „Svo erum við í samstarfi við Reykjavíkurborg um að koma til móts við það fólk sem býr á götunni. Það mun verða eitt af okkar meginverk- efnum,“ segir Þórarinn og ítrekar einnig að í tengslum við unga fólkið sé SÁÁ í samstarfi við Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið. Þórarinn er ekki hræddur við upplausn í samfélaginu þótt hér ríki kreppa. Hann hefur meiri áhyggjur af því hvað gerist þegar peningarnir koma aftur. Allar slíkar breytingar þýða aukið aðgengi. Þá er voðinn vís. En í kreppunni vonar Þórarinn að fólk sé ekki eins mikið á rambi. „Og þótt einhver detti í það heima hjá sér þarf það ekki að vera eins mikið stjórnleysi og á tjaldstæði eða í útlöndum. Ég er á því að það hægist um núna. Ég vona það innilega,“ segir Þórarinn að lokum. -MT ÞÓRARINN TYRFINGSSON, YFIRLÆKNIR Á VOGI „Í Kreppunni ætti aðgengi fólks að vímuefnum að minnka. Fólk hefur minni peninga á milli handanna, er ekki eins mikið á ferðinni, fer ekki í utanlandsferðirnar og er vonandi bara meira heima við,” segir Þórarinn bjartsýnn á minnkandi neyslu vímuefna í samfélaginu. Göngudeildin á Akureyri Í fyrra var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir göngudeild SÁÁ á Akureyri. SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í meira en tíu ár en starfsemin hafði verið á hrakhólum með húsnæði. Deidlin er í dag rekin að Hofsbót 4. Starfsmaður göngudeildarinnar á Akureyri sinnir einnig fólki á Húsavík og Sauðárkróki. Mikil aðsókn er í þjónustu göngudeildarinnar á Akureyri. Forvarnir mikilvægar Forvarnastarf göngudeilda beinist í sífellt meira mæli að börnum sjúklinga, börnum þeirra sem hafa farið í meðferð, en rannsókir sýna að þau eru í mestri hættu að ánetjast áfengi og öðrum vímuefnum. Nauðsynlegt er að þjónusta þetta unga fólk sérstaklega. Vonandi fær SÁÁ tækifæri til þess halda því starfi áfram. FYRIRLESTUR Á AKUREYRI Um 200 manns komu á opnun á nýju húsnæði að Hofsbót 4 á Akureyri. AF HVERJU KAUPIR ÞÚ ÁLFINN? Ég kaupi álfinn til þess að sty- rkja það góða starf sem SÁA hefur byggt upp í gegnum árin. Sérstaklega finnst mér mikilvægt forvarnarstarfið og hvernig samtökin þrýsta á stjórnvöld til að taka þann þátt alvarlega. Einnig er athyglisvert að áfengis- meðferð er ókeypis á Íslandi auk þeirrar aðstoðar sem aðstand- endur geta nýtt sér. RUT HERMANNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Maður kaupir álfinn að sjálfsögðu á hverju ári. Þetta er mjög gott málefni og ekki nema sjálfsagt að styrkja SÁÁ og strarf- semina. Maður hug- sar alltaf hlýtt til þessara samtaka. Þau vinna vel að þessum málum allt árið um kring. Og ekki veitir af stuðningi landsmanna til að efla starfið enn frekar. Maður tekur að sjálfsögðu þátt í því og lætur ekki sitt eftir liggja. BJARNI ARASON SÖNGVARI MYND: GUNNAR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.