Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 18
18 13. júní 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í hinni áköfu Evrópuumræðu síð-ustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusam- bandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og lík- ist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostn- aðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu sam- hengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað. Evrópusambandið hefur á und- anförnum árum lagt æ ríkari áherslu á mikilvægi þess að auka vígbúnað og hernaðarskuldbind- ingar aðildarríkjanna. Saga þess máls verður ekki rakin hér í smá- atriðum, en stórt skref var stigið með samningu Lissabonsáttmál- ans sem lagður var fram í árslok 2007 og samþykktur hefur verið af nærri öllum aðildarríkjum sam- bandsins. Lissabonsáttmálann má líta á sem stjórnarskrárígildi. Hann er líklega besta heimildin um vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sambandsins og ólíkt betri heim- ild en íslenskir Evróputrúboðar sem sumir hverjir hika ekki við að segja ósatt um hermál Evrópu- sambandsins, hvort sem það er af þekkingarleysi eða öðrum ástæð- um. Lissabonsáttmálinn er líka heimild um fyrirhugaða framtíðar- stöðu íbúa sambandsins. Í inngangi sáttmálans er nefnilega tekið fram að aðildarríki sambandsins séu ákveðin í að gera þjóðir sínar að þegnum í Evrópusambandinu. Í Lissabonsáttmálanum er farið mörgum orðum um sameiginlega utanríkisstefnu og hnykkt er á að hernaður (sem í enskri útgáfu er jafnan nefnt defence en hefð er fyrir að nefna hernað á íslensku) sé þar innifalinn. Í 42. grein sátt- málans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna skuli vera framsækin. Stefnt sé að sam- eiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykk- ir slíkt samhljóða. Í sömu grein er fjallað skýrt um skuldbinding- ar aðildarríkja. Þar segir: „Aðild- arríki skulu með með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) fram- fylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lút- andi.“ Lesendur ættu að staldra við þessa málsgrein, því í henni felst mjög ákveðin skuldbinding sem er algerlega á skjön við íslenskt samfélag. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum „Aðildarríki skulu vígbúast af kappi“ (e. Member sta- tes shall undertake progressively to improve their military capa- bilities) og fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjaf- ar við vígvæðingu og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði. Víða annars staðar í Lissabon- sáttmálanum er fjallað um vígbún- að og hernað. Settir eru fyrirvar- ar, m.a. um skörun við þátttöku í öðru hernaðarsamstarfi. Eins og ávallt þegar langur texti með ýmiss konar tilvísunum á í hlut geta vaknað spurningar um túlk- un, en heildarsýnin er þó deginum ljósari: Evrópusambandið stefnir að því að sinna meintum hagsmun- um sínum í skjóli þess að vera vel vígvætt hernaðarbandalag. Á því er hnykkt með ályktun Evrópu- þingsins þann 19. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að sambandið fái 60.000 manna her. Mjór er mik- ils vísir. Einhverjum kann að þykja aukin vígvæðing heimsins svo brýnt framfaramál að rétt sé að Íslendingar létti undir við það verkefni. Þeim hinum sömu má benda á að hervæddar þjóðir sem Íslendingar bera sig gjarnan við í öðrum málum leggja flestar um 2% af þjóðarframleiðslu í falls- tykki, púður og það sem með fylg- ir. Sumar þjóðir eru örlátari þegar kemur að þessum útgjaldalið. Þar má nefna Tyrki sem knýja fast á dyr Evrópusambandsins og sjá ekki eftir rúmum 5% af andvirði þjóðarframleiðslunnar í vígbún- að. Fyrir Íslendinga mundi lægra hlutfallið sem hér er nefnt sam- svara nærri þremur tugum millj- arða á ári. Rétt væri að Evróput- rúboðar segðu hvar þeir hyggist sækja það fé. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmála- menn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar, þar á meðal þær ágætu konur sem hófu feril sinn í framboði sem var eindreg- ið andvígt hernaðarbandalögum, skipi sér í fararbrodd fyrir inn- limun Íslands í verðandi herveldi. Eðlilegt er að gera þá kröfu að öll samtök sem mótað hafa stefnu sína gagnvart innlimun Íslands í Evrópusambandið áður en Lissab- onsáttmálinn kom til skjalanna endurskoði þá stefnu. Sér í lagi hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að hafna því að félagar hennar og afkomendur þeirra verði gerðir að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Höfundur er prófessor við HÍ og hefur haft forgöngu um stofnun sprotafyrirtækja. Hernaðarstefna ESB HARALDUR ÓLAFSSON Í DAG | Evrópumál UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um heil- brigðisþjónustu Hópur frumkvöðla vinnur að undirbún-ingi og stofnun heilbrigðisfyrirtækis á Suðurnesjum. Viðskiptahugmynd fyrirtæk- isins byggir á því að nýta fullkomnar, en vannýttar skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og nýta húsnæði á gamla vall- arsvæðinu til framhaldsmeðferða og end- urhæfingar. Kaupendur þjónustunnar yrðu erlend- ir opinberir aðilar fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Áætlanir gera ráð fyrir að skapa 300 störf enda nýtur verkefnið mikils stuðnings sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Það er mikilvægt að blanda ekki viðskiptahug- mynd þessa fyrirtækis við einkavæðingu í heil- brigðisþjónustu, því markmiðið er að nýta betur þá fjárfestingu sem ríkið hefur nú þegar lagt úti, þ.e. í menntun starfsfólks og uppbyggingu hágæða hús- næðis. Fyrirtækið vill leigja aðgerðaaðstöðu af ríkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kaupa þjónustu af fagfólkinu sem starfar á stofnuninni. Stjórnvöld fengju greitt fyrir alla þjónustu sem þau veittu. Hér er semsagt ekki verið að forgangs- raða innan heilbrigðiskerfisins og taka þá fram fyrir röðina sem greiða fyrir þjónust- una, heldur fá útlendingar að koma til Íslands í aðgerðir, þegar ekki er verið að nýta húsnæði eða starfsfólk. Ekki má gleyma mikilvægasta hluta þjónustunnar, endurhæfingu að lokinni aðgerð. Endurhæfing varir í 2-3 vikur og verð- ur að vera í nágrenni við sjúkrahúsið. Í því fel- ast mikil tækifæri fyrir Suðurnes. Valkostur frumkvöðlanna er að byggja eigin skurðstofur, og legudeild, en slíkt yrði ákaf- lega óhagkvæmt fyrir alla aðila. Óþörf fjárfesting, þegar núverandi aðstaða er ekki nýtt að fullu. Það er mikilvægt fyrir ráðuneyti heilbrigðismála að bregðast vel við þessari málaleitan frumkvöðl- anna á Suðurnesjunum. Betri nýting á opinberri aðstöðu til verðmætasköpunar í nærumhverfi hlýt- ur að vera áhugaverð nú á tímum. Ráðherra hefur einnig einstakt tækifæri til að styðja við bakið á helsta vaxtarbroddi íslenskrar ferðaþjónustu, sem er uppbygging heilsuferðaþjónustu. Ísland getur náð frumkvæði í þeirri gerð ferðaþjónustu – með okkar náttúru, hreinu og góðu ímynd matvæla, og svo heil- brigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Höfundur er alþingismaður. Vannýttir möguleikar MAGNÚS ORRI SCHRAM Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Hver leysir Jónmund af? Tilkynnt var í gær að Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, tæki við af Andra Óttarssyni sem framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, en Gréta Ingþórsdóttir hefur gegnt starfinu í millitíðinni. Þessi ráðstöfun kom mörgum á óvart, ekki síst Seltirningum sem sjá á eftir bæjarstjóra sem notið hefur mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Ljóst er að skarð Jónmundar verður vandfyllt. Reyndar vill svo heppilega til að í Kópavogi er vanur maður að losna. Spurning hvort hann bjóði Seltirningum krafta sína? Nú er það blátt Með ráðningu Jónmundar má segja að forysta Sjálfstæðisflokksins sé orðin hreinræktuð; formaðurinn kemur úr Garðabæ en framkvæmda- stjórinn af Seltjarnarnesi – tveimur höfuðbólum flokksins á landsvísu. Mikið blárra verður það varla. Ólíkur árangur Vaskleg framganga íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíu- leik- unum í Peking í fyrra er efniviður heimildarmyndarinnar Gott silfur gulli betra. Titillinn er vafalítið góðlátlegt grín, enda engum blöðum um það að fletta að Íslendingar hefðu eflaust fagnað gullinu meira en silfrinu hefði það fallið okkur í skaut. Enn hefur ekki verið gerð sambærileg mynd um íslenska karlalands- liðið í fótbolta, enda ólíkum árangri saman að jafna. En ef slík mynd væri gerð gæti hún til dæmis heitið „Betur heima setið en af stað farið“, með hliðsjón af frammistöðu liðsins í síðustu tveimur leikjum. bergsteinn@ frettabladid.isM iklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins. Því fyrr sem niðurstaða fæst í þessi mál, því fyrr kemst á jafn- vægi í samfélaginu. Engu þessara mála er mögulegt að ljúka í fullri sátt. Það er ein- faldlega útilokað. En á meðan þau eru óútkljáð munu þau þvælast endalaust fyrir og soga til sín allan kraft með þeim afleiðingum að annað kemst ekki á dagskrá. Fyrsta málið á þessum lista má væntanlega setja til hliðar strax í næstu viku. Flest bendir til þess að kafla verði lokað í langri hörm- ungarsögu Icesave-reikninga Landsbankans þegar kosið verður á Alþingi um samning fjármálaráðherra við Hollendinga og Breta. Ekki er ástæða til annars en að reikna með samþykki samningsins. Ef ekki, er ríkisstjórnin fallin á prófinu og Samfylking og Vinstri- græn hafa sýnt að þau eiga ekkert erindi að stjórn landsins. Það hefur legið fyrir svo mánuðum skiptir að Íslendingar áttu ekki annars úrkosti en að taka ábyrgð á þessum ógæfureikningum Landsbankans. Allt tala um annað er rangt. Við höfum fengið innsýn í hvað mun gerast ef ákveðið yrði að hlaupast frá þessu máli. Í 40 daga eftir setningu neyðarlaganna síð- astliðið haust lyfti ekki ein einasta þjóð litla fingri Íslandi til hjálpar. Það aðgerðaleysi má alfarið rekja til hugmynda þáverandi ráðamanna um að við gætum látið Icesave-reikningana falla á útlendinga. Eng- inn, ekki nokkur einasti, hljómgrunnur fékkst fyrir þeirri skoðun. Hvorki nær né fjær. Jafnvel Norðmenn högguðustu ekki. Skilaboð frá Ósló voru skýr: Lýsið yfir vilja til að standa við skuldbindingar ykkar um Icesave og gangið frá samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá munum við gera okkar. Því hefur verið haldið fram að Icesave-samningur fjármálaráð- herra sé aðgöngumiði að Evrópusambandinu. Þeir sem þetta segja eiga að vita betur. Þeir eiga að vita að samningurinn er miklu frekar trygging fyrir því að Íslandi verði ekki hent út af Evrópska efna- hagssvæðinu eða jafnvel út úr Norðurlandaráði, eins og einn góður maður hefur bent á. Það verður léttir fyrir þjóðina þegar botn fæst í þennan hluta Icesave-sögunnar. Endalokin geta vissulega breyst en þau munu ekki koma í ljós fyrr en eftir allmörg ár. Málið er að minnsta kosti frá í bili. Og þá er komið að því næsta sem Alþingi þarf að klára af krafti. Að senda inn umsókn til Brussel. Þar með væri frá sú skelfing staglsama umræða hvort eigi að sækja um aðild eða ekki. Á endan- um mun þjóðin ákveða sjálf hvort henni líst á aðildarsamninginn eða ekki. Um það munu örugglega skapast frjórri umræður en nú standa yfir. Síðast en ekki síst er það áreiðanlega einhver besta fjárfesting sem hægt er að ráðast í, þjóðarsálinni til heilla, að snarauka fé til að ljúka sem allra fyrst rannsóknum á bankahruninu og mögulega tengdum efnahagsbrotum. Það verður ekki hægt að halda áfram veginn fyrr en sá farartálmi er að baki. Icesave, rannsókn bankahrunsins og ESB: Djúp þörf fyrir kaflaskil JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.