Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 66

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 66
42 13. júní 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Grease er sérkennileg afurð: verk- ið er samið sem leikrit upphaflega um 1970 – líklega sprottið úr sömu jörð og Hárið. Við það bætast síðan sönglög sem voru einhvers konar kópíur af kunnum rokklögum frá sjötta áratugnum. Það var þannig frumsýnt 1972, um líkt leyti og George Lucas er að taka upp Ameri- can Graffiti. Gangur sýningarinnar verður síðan verulegur í New York á þeim misserum þegar sjónvarps- serían Happy Days verður til. Allt er þetta endurlit, flótti samfélags sem vildi endurlifa hina góðu gömlu daga því stjórnmálalíf var að snúast til hægri, uppreisnin og umbreyt- ingarnar sem einkenndu sjöunda áratuginn urðu undir. Nixon var sestur í Hvíta húsið og bjartsýni fór dvínandi um bandarískt samfé- lag. Grease var í frumgerð sinni eitt margra dæma um áhuga á kúltúr hvítra lágstétta: sýningin var gróf, þar var tæpt á mörgum efnum sem voru ekki í hámæli, unglingakyn- lífi, drykkju í dyngjum dætra, ungl- ingagengið kom aftur inn á sviðið, hafði reyndar gert sig heimakomið þar 1958 í West Side Story. Það er raunar harla lítill munur á Þotunum þar og T-Birds í Grease. Þessi þriðja sviðsetning á réttum áratug í íslensku atvinnuleikhúsi passar vel inn í umhverfi sitt. Stóra svið Borgarleikhússins hentaði ekki undir þennan litla söngleik, til þess hefði þurft þar meiri skara á svið, stærri dansatriði. Það eru reyndar dansatriðin, sá þáttur sviðsetningar þeirra Björns- dætra, sem heppnast best í þetta sinn. Sviðið er svo grunnt að atrið- in eru bara á sviðsbrúninni, kraft- urinn smitar beint í salinn þó að dansarnir teljist ekki frumlegir en rýmið er vel nýtt og framlínan skipuð ágætum kröftum: Þorleifi Einarssyni, Aðalsteini Kjartans- syni, Hjördísi Lilju, Ástu Bærings og Álfrúnu Örnólfsdóttur, sem gerir reyndar gott betur í leik. Leikararn- ir bjargast í dansinum þótt Unnur Ösp taki það á snerpu og sterkri taktkennd. Ég er ekki frá því að þetta sé besta sviðsetning á Grease til þessa, sem er skrýtið því það er heildin sem kemur vel út. Sóló partarnir eru missterkir þó, Bjartur Guðmunds- son og Ólöf eru til að mynda veikari hér en Walter Geir og María Þórðar. Sigurður Þór og Ævar Þór debútera hér í fínum samleik. Allur leikurinn er ýktur og í endurliti var sýning- in öll dálítið trekkt, það var sjaldan slegið af. Mönnum tókst misvel upp í söng: Ólöf bar þar af og Unnur Ösp náði að sýna fleiri hliðar en töffara- skapinn í sínu litla lagi. Samsöng- ur var kröftugur en undirleikurinn eins einfaldur og hægt var. Maggi Jóns var öruggur og slísí, Friðrik Ómar mun deila hlutverki tánings- stjörnu með Jónsa og Jógvan, en hann var flottur þetta kvöld. Selma hefur unnið afskaplega vel með þau efni sem gáfust, það er pepp í sýningunni allri og birta, leikrýminu er skynsamlega fyrir- komið og útgangar á réttum stöðum þótt nýting hennar á brú verði nær alltaf til málamynda. Hana gæti hún ekki klætt að gagni nema hafa 32 en ekki 16 í hóp. Og áhorfendur skemmtu sér vel, kannski vilhallur hópur, en ég held að þessi sýning verði vinsæl og flestum líki hún sem þægileg afþreying. Hún gefur ekki kost á tilfinningalegu róti en byggir á ein- lægni sem virkar. Efnið og erindið er tekið af fullri alvöru – sem skil- ar sér þótt það sé raunar soldið feik – en heimur söngleikja byggist á því samkomulagi milli flytjenda og áhorfenda. Feikið virkar. Páll Baldvin Baldvinsson Roknarafmagnsstraumur LEIKLIST Ólöf Jara Skagfjörð syngur frábærlega, er einlæg og geðfelld, en Sandy hennar er óttalega lítið sjarmer- andi. MYND/LOFTKASTALINN-JORRI LEIKLIST Grease eftir Jim Jacobs og War- ren Casey. Þýðing: Veturliði Guðnason. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir. Leikmynd: Brian Pilkington. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Jón Þorgeir Kristjánsson. Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni. Hreyfing: Selma, Guðfinna og Birna Björnsdætur. ★★★★ Velheppnuð og kraftmikil sviðsetning á einfaldri sögu. Danshöfundarnir Steinunn Ket- ilsdóttir og Brian Gerke héldu af stað hinn 8. júní í sýningarferða- lag til Tékklands. Á ferðalaginu munu þau sýna verðlaunaverkið „Love Always, Debbie and Susan“, en Steinunn og Brian hlutu fyrstu verðlaun fyrir verkið í danshöf- undakeppninni Danssolutions sem fram fór í Kaupmannahöfn í sept- ember á síðasta ári. Steinunn og Brian kynntust í New York árið 2004 og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. „Love Always, Debbie and Susan“ er annar dúettinn í trílógíu þeirra sem fjallar um ástina, kynlíf og sambönd. Fyrsta verkið þeirra, „Crazy in Love with Mr. Perfect“, var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007 og voru þau til- nefnd til Grímunnar fyrir verk- ið. Lokaverkið í trílógíunni, „The Butterface“, var frumsýnt í Danse- scenen í Kaupmannahöfn í febrúar 2009 við góðar undirtektir. Verkið „Love Always, Debbie and Susan“ verður sýnt á Tanec Praha sem er stór og virt danshá- tíð í Tékklandi. Steinunn og Brian munu sýna verkið í fjórum borgum: sýndu í Olomouc á miðvikudag, en í Divadlo Barka-leikhúsinu í Brno í gærkvöld. 14. og 15. júní sýna þau í Ponec-leikhúsinu í Prag og síðasta sýningin verður svo í Moving Stat- ion í Plzen hinn 17. júní. Í maímánuði voru þau einnig á sýningarferðalagi um Evrópu: sýndu í Vilnius, Lúxemborg, Zag- reb og Osijek. Hafa þau Steinunn og Brian ferð- ast víða með verkin sín síðastliðin tvö ár, meðal annars til New York, London, Kaupmannahafnar, Ítalíu, Edinborgar og Dublin. Fram undan eru sýningar í Rússlandi, á Ítalíu og á Íslandi, en dansparið mun setja upp sýningu með verkunum þremur hér á landi á haustmán- uðum. Þess má geta að einungis fyrsta verkið, „Crazy in Love with Mr. Perfect“, hefur verið sýnt hér á landi. Steinunn og Brian vinna nú að nýju verki fyrir íslenska dansara og starfa bæði hjá Listdansskóla Íslands. - pbb Dansarar í Tékklandi LEIKLIST Úr verki Steinunnar og Brians. kl. 15 Sumarjazz á Jómfrúnni hefur nú göngu sína fjórtánda árið í röð. Þaulreynt tríó Björns Thoroddsen hækkar í mögnurum og tekst á við fjölbreytt úrval óvæntrar innlendrar og erlendrar tónlistar frá Shadows til Sextetts Óla Gauks. Björn Thoroddsen: gítar, Jón Rafnsson: kontrabassi, Jóhann Hjörleifsson: trommur. Brynjólfsmessa Gunnars Þórðar- sonar var flutt hinn 6. júní í Geth- semane-kirkjunni í Prenzlauer Berg-hverfinu í Berlín. Gunnar var viðstaddur flutninginn og var ánægður með að heyra verk sitt á ný á erlendri grund. „Þetta var frábær konsert,“ sagði hann, „full kirkja og viðtökur voru fínar. Það voru tvö hundruð manns á svið- inu, hundrað manna þýskur kór, Skálholtskórinn, fjörutíu barna þýskur kór og fjörutíu manna hljómsveit.“ Í sólóhlutverkum voru þýsk- ir og finnskir kraftar, Maria Schröder sópran og tenórinn Olli Rantaseppä. Næst bíður Gunnars að heyra stóran flutning á sönglögum úr sinni stóru söngvabók, en Sin- fóníuhljómsveit Íslands helg- ar honum tónleika sem verða í Háskólabíói hinn 26. júní. Dís- ella Lárusdóttir, KK, Margrét Eir, Páll Óskar, Páll Rósinkranz, Ragnar Bjarnason og Svavar Knútur syngja en hljómsveitar- stjóri er Benjamin Pope. Miðasala er hafin. Gunnar á ferðinni TÓNLIST Flytjendur Brynjólfsmessu í Berlín. IsNord er tónlistarhátíð sem er haldin í Borgarfirði og verður hún haldin nú um helgina í fimmta sinn. Listrænn stjórnandi og ábyrgðar- maður IsNord er Jónína Erna Arn- ardóttir píanóleikari, en dagskrá- in hefst í dag í Borgarneskirkju. Þar flytja þær Guðrún Ingimars sópran og Jónína Erna íslensk og norræn sönglög. Guðrún er búsett í Þýskalandi og hefur komið fram víða um Evrópu við ýmis verk- efni en 2008 kom út geisladiskur með söng hennar hjá Íslenskri tón- verkamiðstöð. Jónína og Guðrún eru báðar Borgfirðingar. Á morgun, sunnudag, verða kl. 16 sérstakir tónleikar í hinni róm- uðu Paradísarlaut í Norðurárdal. Þar syngur Kársneskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur íslensk lög undir berum himni. Á þriðjudag kl. 21 verður dag- skrá til heiðurs Böðvari Guð- mundssyni sjötugum. Böðvar hefur samið ógrynni af textum og lögum en verk hans spanna allt frá eldheitum baráttusöngvum upp í óperutexta og trúarlega texta við tónlist J.S. Bach og verða flestum hliðum hans sem höfundar gerð skil á tónleikunum. Á tónleikunum koma meðal ann- ars fram Kristín Ólafsdóttir, Diddi fiðla, Kammerkór Vesturlands, Barnakór Hvítsíðinga, Gunnar Ringsted og Jónína Erna Arnar- dóttir. - pbb Tónlist í Borgarfirði 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is 161 / SAUÐÁRKRÓKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.