Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 57

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 57
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 33 Unnsteinn: „Ég myndi velja Árna Vill, söngvarann í FM Belfast. Hann myndi vera fínn flugdólgur, myndi grilla í farþegunum án þess að vera eitthvað erfiður. En ann- ars tók ég ekki eftir þessari frétt, enda fylgist ég minna með fréttum núna en ég gerði áður. Það var bara orðið allt of mikið af vondum frétt- um í sjónvarpinu. Svo hvarf bróð- ir minn að heiman einn daginn og þá var alltaf slökkt á sjónvarpinu. Okkur pabba fannst það svo fínt að við hentum því bara. Ég er mjög ánægður með það.“ Jóhanna: „Það er nú enginn sem ég gæti ímyndað mér sem væri skárri en aðrir til að vera með ein- hver læti í flugi. Það er það sama með mig, ég horfi mjög lítið á sjón- varp, ég hef eiginlega engan tíma fyrir það. Ef ég hlusta á fréttir er það frekar í útvarpinu í bílnum. Ég eyði mjög miklum tíma í bílnum.“ Unnsteinn: „Ég hlusta hins vegar aldrei á útvarp í bílnum, því ég er aldrei í bíl. Ég er ekki einu sinni með ökuskírteini.“ Menntun, matur og bensín Skattahækkanir og niðurskurður í ríkisútgjöldum hefur verið mikið í umræðunni. Hvar finnst ykkur að skera megi niður? Og hvar alls ekki? Finnið þið mikið fyrir kreppunni? Jóhanna: „Ekki hækka bensín meira! Mér er alveg sama þótt það verði lagður aukinn skattur á kók, nammi, sígarettur og áfengi. Það eru munaðarvörur sem enginn þarf og eru hvort sem er óhollar. En þetta er Ísland, ekki Danmörk. Við getum ekki bara hjólað út um allt. Ég keyri mjög mikið, eins og flest venjulegt fólk á Íslandi, og bensínkostnaðurinn er ótrúleg- ur. Svo má alls ekki skera niður í menntun.“ Unnsteinn: „Ég veit ekkert um bensínverð, því ég er ekki einu sinni með bílpróf. En ég er sam- mála með menntunina. Annars hef ég helst fundið fyrir verð- hækkunum í útlöndum. Ég fer oft til útlanda, til dæmis í kórferðir, og venjulega eru allir mikið að versla. Nú síðast fór ég til Noregs og það var frekar skrýtið að geta alls ekki leyft sér neitt, allt var svo dýrt. Við þurftum meira að segja bara að labba framhjá hljóðfæra- verslunum og gátum ekkert keypt fyrir hljómsveitina.“ Jóhanna: „Já, ég fann fyrir þessu þegar ég fór út að keppa í Eurov- ision. Það var sparað eins og hægt var hjá okkur, sem var auðvitað eðlilegt því það er fáránlegt að eyða miklum peningum í eitthvað svona núna. En það var ótrúlegt að sjá hvað margar þjóðir voru að spreða í þetta. Fimm stjörnu hótel, tveir stílistar, sérfólk í hári, förð- un og öllu og alls konar óþarfi í gangi.“ Drekka hvorki né reykja Þið eruð bæði á kafi í tónlistinni. Hefur hún alltaf verið aðalmál- ið í ykkar lífi? Hvernig gengur að tvinna saman námið og tónlist- ina? Jóhanna: „Alveg frá því ég var lítil var ég ákveðin í að láta tónlistina ganga fyrir. Ég fór í Flensborg og var þar í tvö ár en hætti þegar var orðið of mikið að gera í tónlistinni. En þegar það hefur verið rólegt hjá mér inni á milli hef ég farið að læra. Ég hef til dæmis verið í Söngskólanum í Reykjavík og svo fór ég líka í söngskóla í Noregi þar sem ég lærði klassíska tækni.“ Unnsteinn: „Ég hef líka alltaf haft mestan áhuga á tónlist. Það er mömmu að þakka. Ég flutti til Íslands frá Portúgal þegar ég var fimm ára gamall. Mamma mín er frá Angóla og pabbi er frá Íslandi. Mamma ákvað að láta okkur bræð- urna í tónlistarskóla til öryggis, svona til að hafa annað nám ef hitt gengi ekki nógu vel. Við í hljóm- sveitinni erum öll í MH. Það getur stundum verið skrýtið að vera í námi og vinnu saman. Til dæmis þegar við vorum að spila á Airwa- ves síðast gátum við aldrei farið í eftirpartíin, því maður var kannski að halda fyrirlestur um Njálu dag- inn eftir. En þetta heldur manni svolítið niðri á jörðinni.“ Jóhanna: „Þetta er ekkert vanda- mál fyrir mig. Ég drekk ekki, reyki ekki og ég fer ekki einu sinni á djammið því mér finnst það bara leiðinlegt.“ Unnsteinn: „Ég reyndar drekk ekki heldur og reyki ekki heldur. En ég vinn á djamminu og mér finnst það ótrúlega gaman. Ég hef alveg drukkið en mér finnst skemmti- legra að vera edrú. Ég ákvað bara að drekka ekki af því ég vildi sjá lífið hreint.“ Ávextir frekar en grænmeti Nú eru allar fjölskyldur með sinn eigin martjurtagarð. Ræktið þið eitthvað? Ef þið gætuð fengið hvað sem er úr ykkar matjurtagarði, hvað mynduð þið rækta? Unnsteinn: „Mamma er einmitt komin með massífa framleiðslu í garðinum núna. Hún hefur reynd- ar alltaf verið að rækta kryddjurt- ir og svona því hún er kokkur. En núna er eitthvað miklu meira í gangi, verið að rækta kartöflur og alls konar grænmeti. Mamma bjó sko í miðbænum en flutti í Laugar- dalinn til þess að hún gæti fengið stærri garð.“ Jóhanna: „Það langar mig líka að hafa þegar ég kaupi mér eitthvað fyrir mig sjálfa. Ég bý í Hafnar- firði núna en seinna ætla ég að kaupa mér eitthvað í sveitinni, kannski 40 mínútur frá bænum. Ég er ekkert borgarbarn.“ Unnsteinn: „Þetta er öfugt við mig. Ég hef alltaf búið í miðbænum. Ég bjó á Barónsstíg þegar ég var lítill. Við götuna var leikskóli, grunnskóli, fæðingardeild og líkhús. Maður þurfti ekkert annað. Ég ætla að ala mín börn upp í miðbænum, þótt það geti verið að maður leiti einhvern tímann í friðinn í Þingholtunum.“ Jóhanna: „En ef ég ætti svona töframatjurtagarð myndi ég vilja rækta þar alla ávextina í heimin- um, mangó, jarðarber, appelsínur, epli …“ Unnsteinn: „Á ég að segjast vilja rækta andann? Nei, það er of klisju- kennt. En ég er sammála Jóhönnu. Það er örugglega frekar svekkjandi að bíða í heilt sumar eftir því að eitthvað komi upp úr garðinum og svo koma kannski bara gulrætur.“ Destiny‘s Child Cover Band Gætuð þið hugsað ykkur að vinna saman? Hvað mynduð þið kalla samstarfið? Jóhanna: „Ja, það mætti alveg skoða það.“ Unnsteinn: „Ég er til í það. Getur verið að þú hlustir á Destiny‘s Child? Ég er mikill aðdáandi þeirra og spila þær alltaf þegar ég er að dj-a. Ég væri til í að búa til Dest- iny‘s Child Cover Band.“ Jóhanna: „Það kemur alveg til greina. Ég yrði þá Beyoncé, þú yrðir Kelly, en hver ætti að vera sú þriðja?“ Unnsteinn: „Ég held að Rósa í Sometime gæti verið flott í þetta, hvað segirðu um það?“ Jóhanna: „Já … eða kannski Reg- ína? Hún hefur ótrúlega flotta rödd …“ e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Nú tæplega 100 árum eftir að fyrstu Andersen & Lauth jakkafötin voru sniðin á verkstæðinu á Vesturgötunni þá fylgjum við enn gömlu klæðskeragildunum þegar við framleiðum okkar jakkaföt. Jakkafatadagar í herraverzlun okkar að Laugavegi 7 Fram að 17.júní þá bjóðum við 25 % afslátt af jakkafötum Andersen & Lauth 1965 Andersen & Lauth 2009 Unnsteinn kennir krökkum að spila á gítar en Jóhanna kennir krökkum að syngja. Jóhanna hefur leikið Madonnu á sviði og Unnstein langar að leika Michael Jackson. Unnsteinn er fæddur árið 1990 og Jóhanna líka. Jóhanna á tvo hunda en Unn- steinn á einn og hálfan. Unnsteinn dáir hljómsveitina Dest- iny‘s Child. Það gerir Jóhanna líka en finnst Beyoncé standa upp úr. Jóhanna fer í ræktina sex sinnum í viku en Unnsteinn er í lyftinga- klúbbi. Vissir þú að …

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.