Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 4
4 13. júní 2009 LAUGARDAGUR KONUR ERTU BÚIN AÐ HLAUPA Í 20 ÁR? Hefur þú tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ frá upphafi? Ef svo er þá langar okkur að kynnast þér. Vinsamlegast hafðu samband við Jónu Hildi Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Kvennahlaupsins, í síma 514 4000 eða á jona@isi.is. SJOVA.IS GENGIÐ 12.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,8064 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,71 128,31 210,15 211,17 179,1 180,1 24,05 24,19 20,11 20,228 16,673 16,771 1,3 1,3076 196,96 198,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Fernt hefur verið ákært fyrir að ræna eldri hjón á Arnarnesi í lok apríl. Tveir menn, 22 og 31 árs, voru ákærðir fyrir að ryðjast inn í húsið, ráðast á hjónin, halda þeim í gíslingu og ræna þau, og tvær stúlk- ur fyrir að leggja á ráðin um ránið og bíða mannanna úti í bíl. Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á heimilið við Máva- nes á Arnarnesi. Þar mun annar þeirra hafa tekið fyrir vit konunn- ar, sem er á áttræðisaldri, og snúið hana niður í gólfið, skipað henni að taka af sér tvo hringa og síðan slegið hana þrisvar af alefli í höf- uðið þegar hún reyndi að komast á fætur. Hinum er gefið að sök að hafa farið niður í kjallara og lagt hníf að hálsi mannsins, sem er á nír- æðisaldri, krafið hann um peninga og hótað að stinga hann. Hann hafi síðan hótað hjónunum báðum líf- láti stöðugt á meðan félagi hans fór ránshendi um húsið. Áður en mennirnir fóru skáru þeir á símalínur og hótuðu að skjóta hjónin á færi ef þau hreyfðu sig næstu tíu til fimmtán mínút- ur. Mennirnir höfðu á brott með sér seðlaveski með fimmtíu þúsund krónum, fartölvu, farsíma, vegg- síma og skartgripi að andvirði rúm milljón. Barnabarn mannsins er ákært fyrir að leggja til að farið yrði inn á heimilið og benda á hvar verð- mæti væri að finna. - sh Fernt ákært fyrir hrottafengið rán á heimili eldri hjóna á Arnarnesi: Hótuðu að skjóta hjónin á færi Sigurður Ólason, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkni- efnamisferli og peninga- þvætti, átti ekki gúmmí- bátinn sem not- aður var til að sækja rúm 100 kíló af fíkni- efnum í skútu austur af land- inu í apríl, eins og staðhæft var ranglega í blað- inu í gær. Sigurður Ólason er beðinn vel- virðingar á þessari rangfærslu. Fólkið er allt ákært fyrir húsbrot, rán og brot gegn frjálsræði manna, jafnvel þótt það hafi átt mjög mismikinn þátt í brotinu. Þau eru öll sökuð um að hafa tekið ákvörðun um ránið í félagi hvert við annað, og teljast því meðsek í málinu, að mati ákæruvaldsins. ÖLL ÁKÆRÐ FYRIR BROTIÐ Ranghermi um bátseiganda: Sigurður átti ekki gúmbátinn EFNAHAGSMÁL Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) sendi öllum þingmönnum bréf í fyrradag þar sem þeir eru hvatt- ir til að fjalla um Evrópumálin á efnislegum forsendum. Eins að þeir geri það með áherslu á hröð og öguð vinnubrögð svo hægt verði að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið sem fyrst. „Íslensk þjóð má ekki við því að enn eina ferðina fari vikur og mánuðir í þras um skipan nefnda eða tæknilegar útfærslur sem er til þess eins fallið að tefja grund- vallarmál með tilheyrandi tjóni fyrir almenning,“ segir í bréfinu. - jse Bréf frá FÍS til þingmanna: Hvattir til að láta af þrasi SIGURÐUR ÓLASON STJÓRNMÁL „Við munum efla emb- ættið og væntanlega fjölga sak- sóknurum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi forystumanna ríkisstjórnar- innar með blaðamönnum í gær. Steingrímur sagði að ákveðið hefði verið að auka fjárframlag til embættis sérstaks saksókn- ara. Óljóst er hversu mikið fram- lagið muni hækka. Aukningunni er ætlað að tryggja viðunandi aðstöðu rannsakenda og kemur í kjölfarið á gagnrýni Evu Joly á umgjörð rannsóknarinnar. Greint var frá fyrirhuguðu frumvarpi til laga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Frum- varpið felur í sér að Alþingi getur með einföldum meirihluta boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er gert ráð fyrir að byggt verði á núverandi kosningakerfi og engin skilyrði um lágmarksþátttöku. Einnig kom fram að gert er ráð fyrir því að boðað verði til kosn- inga með að minnsta kosti þriggja mánaða fyrirvara. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra greindi frá því að Hag- fræðistofnun og Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands hafi verið falið að vinna stöðumatsskýrslu sem nær allt aftur til ársins 1990 og fram til dagsins í dag. Skýrsl- unni er ætlað að meta árangur efnahagsaðgerða á því tímabili. Skýrslan á að vera tilbúin í sept- ember á þessu ári. Steingrímur greindi einnig frá því að tillögur um eigenda- og eignarhaldsstefnu á fyrirtækjum í eigu ríkisins hafi verið kynntar á ríkisstjórnarfundi. Tillögurn- ar fela í sér að eignarhald ríkis- ins á bönkum og fjármálastofn- unum verði fært til sjálfstæðra aðila sem fara með eignarhaldið og eftir eigendastefnu ríkisins. Frumvarp er væntanlegt í næstu viku. Áætlað er að aðgerðir í ríkis- fjármálum verði kynntar í næstu viku. Steingrímur telur ekki nauð- synlegt að grípa til uppsagna hjá hinu opinbera. Hugsanlegt er þó að starfsfólki muni fækka þar sem ekki verður ráðið í stöður sem losna. Greint var frá fyrirhuguðu frumvarpi um kjararáð á vegum ríkisins. Kjararáðinu er ætlað að ákvarða laun æðstu stjórnenda opinberra fyrirtækja. Engin laun í opinbera kerfinu munu verða hærri en laun forsætisráðherra. Ákveðið hefur verið að fresta þjóðlendukröfulýsingu ríkisins. Stóð til að ljúka þeirri vinnu fyrir 2011. bjornthor@frettabladid.is Fjárframlög aukin í rannsókn á hruninu Fjármagn til sérstaks saksóknara verður aukið og saksóknurum fjölgað. Frum- varp til laga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram í næstu viku. Fjármálaráðherra segir engar uppsagnir hjá ríkinu en ekki ráðið í lausar stöður. AÐGERÐIR KYNNTAR Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon greindu frá fyrirhuguðu lagafrumvarpi um kjararáð sem mun ákvarða laun æðstu stjórnenda opinberra fyrirtækja. Einnig var greint frá fyrirhuguðu frumvarpi um ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL „Það hafa engar konkret tillögur komið fram, ekk- ert á pappír, ekkert konkret,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann var inntur frétta af samráðsfundum ríkisstjórnar og aðila vinnumark- aðarins í Karphúsinu. Hannes segir að úr ráðuneyt- unum hafi einungis borist niður- skurðarhugmyndir frá félags- málaráðherra, og svo hafi verið farið almennt yfir stöðuna í heil- brigðisráðuneyti. „Þetta er bara mjög erfitt ástand. Það hafa ekki komið nein- ar pólitískar áherslur um hvort eigi að lækka eitt eða annað. Enda þarf að lækka allt.“ - kóþ Samráðsfundir í Karphúsinu: Engar tillögur, ekkert á pappír VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 26° 20° 16° 23° 23° 26° 18° 18° 24° 22° 28° 27° 34° 14° 25° 18° 14° Á MORGUN Hæg breytileg átt. MÁNUDAGUR Vaxandi SA-átt S- og V-til síðdegis. 11 11 10 11 9 6 8 8 10 5 12 3 2 3 2 1 4 2 2 3 6 3 12 9 10 10 11 12 11 11 12 10 SÍÐDEGISSKÚRIR Helgin lítur þokkalega út fyrir fl esta landshluta en mesta vætan verður austanlands í dag en annars verður yfi rleitt skýjað með köfl um og úrkomulítið. Seint á mánudag kemur lægð upp að landinu með tilheyrandi vætu og vind fyrst um sunnan og vestan- vert landið. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður ÍRAN, AP Metkjörsókn var í for- setakosningum í Íran sem fóru fram í gær. Biðraðir voru svo langar að ákveðið var að halda kjörstöð- um opnum til miðnættis, sex klukkustund- um lengur en til stóð. Kosningarn- ar eru tald- ar verða þær mest spenn- andi í langan tíma, en val kjósenda stendur aðallega á milli harðlínuforset- ans Mahmoud Ahmadinejad og Mir Hossein Mousavi, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og aðhyllist aukið frelsi og nán- ari samskipti við Vesturlönd. Kosningabaráttan hefur verið hörð og líkst að mörgu leyti frekar kosningum í vestrænum ríkjum en öðrum Mið-Austur- löndum. - þeb Kosningar í Íran í gær: Metkjörsókn í kosningum MAHMOUD AHMADINEJAD STJÓRNMÁL Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, verður næsti framkvæmda- stjóri Sjálf- stæðisflokks- ins. Hann tekur við af Grétu Ingþórsdóttur á næstunni, en hún hefur gegnt starfinu síðan Andri Óttars- son sagði af sér í apríl vegna umræðunnar um styrki til flokksins. Jónmundur mun hætta sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi þegar hann tekur við starfinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki ákveðið hver tekur við af honum. Þar kemur tvennt til greina; annaðhvort verður utanaðkomandi maður ráðinn eða annar bæjarfulltrúi flokksins tekur við starfinu. - sh Nýr framkvæmdastjóri: Jónmundur stýrir Valhöll JÓNMUNDUR GUÐMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.