Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 58

Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 58
34 13. júní 2009 LAUGARDAGUR E vrópumótið hefur verið gulrótin mín alveg síðan ég meiddist,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, leik- maður Breiðabliks. Greta hefur unnið sleitulaust að því að ná sér góðri af meiðslum síðan hún sleit krossbönd í júlí á síðasta ári, og er reyndar í miðjum klíðum í sjúkraþjálfun þegar blaðamaður hefur samband. „Ég hef verið mjög dugleg og gert allt eftir bókinni, en samt stífnaði hnéð upp eftir æfingu í gær. En von- andi er þetta allt að koma, því ég ætla svo sannarlega að gera allt sem ég get til að komast í leikmannahópinn sem fer til Finnlands.“ Greta var á fótboltastyrk í Háskóla í Bandaríkjunum en dvaldi á Íslandi í vetur vegna meiðslanna. Hún snýr aftur til Boston á fullum styrk, fær greidd skólagjöld, húsnæði og uppi- hald, fyrir að leika með skólaliðinu. „Ég er að nema fjölmiðlun, eða blaða- og fréttamennsku, í Bandaríkjunum og finnst það virkilega skemmtilegt,“ segir Greta. Hún hlær þegar blaðamað- ur hefur orð á að hún hafi ekki langt að sækja þann fjölmiðlaáhugann, enda er faðir hennar Samúel Örn Erlingsson, landskunnur íþróttafréttamaður til margra ára. „Ég fékk bakteríuna þegar ég lýsti Skólahreysti í sjónvarpinu í vetur, en þó hef ég ekki hug á því að verða íþróttafréttamaður þegar fram í sækir. Eins og staðan er núna hef ég meiri áhuga á dagskrárgerð ýmiss konar. Til að mynda gæti verið gaman að sjá um matreiðsluþætti, enda er það eitt skemmtilegasta sem ég veit að búa til góðan mat. Ég býð sko aldrei upp á pitsu,“ segir hún og skellir upp úr. Spurð um eftirlætis knattspyrnu- menn og -konur í gegnum tíðina seg- ist Greta ávallt verða hálf vandræða- leg þegar hún fær slíkar spurningar. „Staðreyndin er sú að ég fylgist lítið sem ekkert með knattspyrnu fyrir utan það sem snertir mig beint. Ég hef spilað fótbolta síðan ég var þriggja og hálfs árs gömul, en hjá mér er þetta meira verklegt en bóklegt. Reyndar finnst mér Messi, leikmaður Barce- lona, hrikalega góður og hef heillast af honum. Að sama skapi þoli ég ekki Ronaldo. Hann er glataður og plokk- ar á sér augabrúnirnar. Það liggur við að hann sé meiri kona en ég! Af knatt- spyrnukonum finnst mér hin þýska Birgit Prinz standa upp úr. Ég lék gegn henni í Evrópukeppninni og það var mikil upplifun að fara öxl í öxl við slíka stjörnu. Reyndar var það frek- ar eins og öxl í mjöðm, því hún er svo hávaxin.“ Greta nefnir einnig móður sína, Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem mikla fyrirmynd. „Mamma lék fyrsta lands- leik kvennalandsliðsins árið 1981 og skoraði. Minn fyrsti landsleikur árið 2005 var hundraðasti leikur liðsins, og í honum skoraði ég. Við erum sem sagt fyrstu mæðgurnar sem spilum lands- leiki fyrir Íslands hönd og ég er nokk- uð stolt af því,“ segir Greta Mjöll Sam- úelsdóttir. Flutti sextán ára á mölina „Það er nóg um að vera þessa dagana,“ segir Embla Grétarsdóttir, leikmað- ur Vals, enda á kafi við undirbúning fyrir próf í tölfræði. Embla stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands, en í sumar starfar hún sem féhirðir í Landsbankanum. Áður en hún settist á skólabekk í Háskólanum hafði Embla lokið þremur önnum í sálfræði í Memphis í Banda- ríkjunum, þar sem hún dvaldi á fót- boltastyrk. „Mig hefur alltaf langað til að verða sálfræðingur, nánast frá því ég man eftir mér. Þetta er spenn- andi fag og ég hef gaman af því að vinna með fólki,“ segir Embla. „Svo er ég auðvitað svo rosalega góð í kjaftin- um,“ bætir hún við og hlær. Embla ólst upp á Höfn í Hornafirði, þar sem vinkona hennar dró hana á fyrstu fótboltaæfinguna átta ára gamla. „Ég hafði strax mjög gaman af þessu og lék mér í fótbolta daginn út og inn, bæði með stelpum og strákum. Það tekur sumar langan tíma að finna íþrótt sem hentar þeim, en ég fann mig strax í knattspyrnunni.“ Embla sýndi snemma ótvíræða hæfi- leika og var fengin yfir á mölina ein- ungis sextán ára gömul af Helenu Ólafsdóttur, þáverandi landsliðskonu og þjálfara 2. flokks KR. „Það var bæði spennandi og erfitt að flytja burt frá fjölskyldunni strax eftir 10. bekk. En ég fékk að búa hjá góðu fólki, fyrst hjá frænku minni og svo hjá vinkonu hennar mömmu. Eftir tvö ár í Reykja- vík fór ég svo að leigja með vinkonu minni. Ég vildi taka skref fram á við og til þess var nauðsynlegt að komast í betri aðstöðu og spila með betri leik- mönnum, án þess að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr þeim sem ég ólst upp með í Sindra á Hornafirði.“ Að sögn Emblu ríkir mikil spenna Við leggjum allt í sölurnar Kvennalandsliðið í knattspyrnu vann eitt stærsta afrek íslenskrar íþróttasögu með því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í september. Kjartan Guðmundsson ræddi við þær Gretu Mjöll Samúelsdóttur, Emblu Grétarsdóttur, Katrínu Jónsdóttur og Söndru Sigurðardóttur og komst að því að mikil samkeppni ríkir um að komast í endanlegan leikhóp. UMKRINGD BÖRNUM Greta Mjöll vinnu í hálfu starfi sem leiðbeinandi á leikjanámskeiði fyrir börn á vegum Breiðabliks í sumar. Í haust heldur hún áfram námi sínu við fjölmiðlun í Boston. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÆRT AF KAPPI Mikið er lagt upp úr tölfræði ýmis konar í tengslum við knattspyrnuumfjöllun. Embla glímir þó einnig við tölfræðina í Háskóla Íslands, þar sem hún stundar nám í sálfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIÐ STÖRF Á LANDSPÍTALANUM Í FOSSVOGI Fyrir- liðinn Katrín nam bæði knattspyrnu og læknisfræði í Noregi. Hún hlakkar til æfingaleikjanna gegn Englandi og Danmörku í júlí, sem og lokakeppni EM í Finnlandi í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR Landsliðskonurnar fagna sigrinum mikilvæga gegn Írum á Laugardalsvellinum, sem tryggði sætið í lokakeppninni í Finnlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL og samkeppni meðal þeirra sem eiga möguleika á að komast í leikmanna- hópinn sem fer til Finnlands, en end- anlegur hópur verður tilkynntur í byrj- un ágúst. „Þetta er ekkert grín. Allar leggjum við allt í sölurnar til að kom- ast með. Það þarf að hafa mikið fyrir þessu og það er gott. Ég tel sjálfa mig eiga jafn mikla möguleika og aðra til að komast í hópinn, ef ég spila af eðli- legri getu í sumar,“ segir Embla Grét- arsdóttir. Erfitt að toppa sigurinn á Írum „Þessa dagana einbeiti ég mér fyrst og fremst að deildinni hér heima. Spenn- an eykst væntanlega þegar við spil- um æfingaleiki við England og Dan- mörku í júlí. Þetta eru sterkar þjóðir sem eru báðar með á EM og eru ofar en við á styrkleikalista FIFA. Þá gefst gott tækifæri til að sjá hvar við stönd- um, uppgötva veikleika sem við getum bætt, og annað slíkt,“ segir Katrín Jónsdóttir, leikmaður Vals og fyrirliði kvennalandsliðsins. Katrín menntaði sig sem læknir í Noregi og starfar sem slíkur á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalalans í Fossvogi. Spurð hvort ekki fylgi því mikið álag að vera í fullri vinnu auk þess að leika í Pepsi-deild kvenna, með tilheyrandi æfingum, og gegna hlut- verki fyrirliða landsliðsins segist Katr- ín ekki kvarta. „Það var enn þá meira álag á mér þegar ég vann sem heim- ilislæknir hjá heilsugæslunni í Graf- arvogi og Efra-Breiðholti. Ég komst aldrei heim á réttum tíma úr því starfi, en það breyttist til batnaðar þegar ég hóf að vinna hér. Auðvitað fylgir þessu starfi mikil ábyrgð, en hér eru margir sérfræðingar sem hjálpa mér mikið.“ Katrín bjó um hríð í Noregi sem barn og það var þar sem fyrstu skref- in á knattspyrnuvellinum voru tekin. „Þegar ég bjó á Íslandi vissi ég ekki einu sinni að konur spiluðu fótbolta. Í Noregi var ég dregin á æfingu af vin- konu minni og fannst fljótlega mjög gaman. Ég uppgötvaði að minnsta kosti strax að hæfileikarnir voru meiri í boltanum en fimleikunum, sem ég hafði stundað fram að því.“ Aðspurð segir Katrín eftirminnileg- ast á ferlinum vera sigurinn á Írum á gaddfreðnum Laugardalsvellinum, sem varð þess valdandi að landsliðið komst á Evrópumótið. „Innan hópsins höfum við sett okkur ákveðið markmið sem við viljum ná í mótinu. Ætlunin er auðvitað alltaf að vinna næsta leik, og þannig hugarfar verður að vera ríkj- andi, sérstaklega í þessum erfiða riðli sem við munum spila í,“ segir Katrín Jónsdóttir. Markvörður sem skorar „Síðustu tvö ár eða svo hef ég orðið vör við mun meiri áhuga á kvennaknatt- spyrnunni en verið hefur. Aðsóknin að leikjum landsliðsins hefur stóraukist, umfjöllun fjölmiðla hefur stóraukist og svo er fullt af ungum og efnilegum stelpum að koma upp úr yngri flokkun- um úti um allt land. Þannig að framtíð- in er björt,“ segir Sandra Sigurðardótt- ir, markvörður Stjörnunnar. Sandra segir hina miklu samkeppni um sæti í landsliðshópnum eiga eins við markverði og útileikmenn. „Við erum mjög heppin með það hér á Íslandi að eiga mikinn og stóran hóp af góðum markvörðum. Samkeppnin skilar sér væntanlega í betri frammistöðu í deild- inni, sem er bara hið besta mál.“ Sandra þreytti inntökupróf í sjúkra- þjálfunardeild Háskóla Íslands í síð- ustu viku. „Inntökuprófið tekur í raun tvo heila daga og felur það í sér að ég þurfti að rifja upp það sem ég lærði í menntaskóla fyrir þremur árum. Ég get ekki neitað því að ég var orðin pínulítið ryðguð í fræðunum,“ segir Sandra og hlær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á þessum málum. „For- eldrar mínir starfa báðir í heilbrigð- isgeiranum og því liggur þetta dálítið beint við. Ef ég kem til með að starfa við sjúkraþjálfun í framtíðinni hef ég hug á að tengja hana knattspyrnu á ein- hvern hátt. Eins og þú heyrir er fótbolt- inn númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.“ Sandra bjó í Garðabæ fyrstu fjögur ár ævinnar. Þá fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar og þar ól Sandra manninn þar til hún sneri aftur í Garðabæinn átján ára gömul, vegna fótboltans eins og gefur að skilja. „Siglufjörður er lítið samfélag og ekki um margar íþrótta- greinar að velja. Mér er minnisstætt þegar ég var í fjórða flokki og liðið mitt var að vinna einhvern leik 17-0 eða svo. Þá fannst mér tilvalið að yfir- gefa markið og taka þátt í sóknarleikn- um, sem endaði með því að ég skoraði. Það fannst mér geðveikt. Reyndar end- urtók ég svo leikinn í bikarleik í fyrra þegar Stjarnan fékk víti í leik sem við vorum að vinna 4-0. Máni þjálfari kall- aði á mig og sagði mér að taka vítið, og auðvitað skoraði ég,“ segir Sandra að lokum og skellir upp úr. Aðsóknin að leikjum landsliðsins hefur stór- aukist, um- fjöllun fjöl- miðla hefur stóraukist og svo er fullt af ungum og efnilegum stelpum að koma upp úr yngri flokk- unum úti um allt land. ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Sandra skellti sér á æfingu á Stjörnusvæðinu eftir inntökupróf í Háskóla Íslands sem tók heilan dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.