Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 86

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 86
62 13. júní 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Björn Bergsson. 2 Ómar Stefánsson. 3 80 milljónir punda. Hið fornfræga hús Hljómskálinn fær nýtt hlut- verk á þjóðhátíðardag íslenska lýðveldisins eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Marentza Poul- sen, veitingakona með meiru, ætlar þá að opna kaffihús sem verður opið í allt sumar. Kaffihúsið hefur hlotið nafnið Kaffi Hljómskálinn. „Mér þykir gaman að geta nýtt krafta mína í verkefni eins og þetta. Það þarf að sinna miðbænum svolítið betur og glæða hann lífi,“ segir Marentza, en hún mun meðal annars bjóða gestum sínum upp á ljúffengar samlokur, ýmiss konar bökur og sérútbúnar nestis- körfur til að hafa með sér í lautarferðina. Marentza segir að maturinn verði einfaldur en góður. „Í Hljómskálanum er að sjálfsögðu ekkert eldhús, þannig að við getum ekki verið með flókna rétti á boðstólum,“ segir hún og hlær. Hægt verður að sitja inni í skálanum sjálfum og úti verða borð og stólar fyrir þá sem vilja njóta veðurblíðunnar. Svo eru það auðvitað „pikknikk“-körfur og teppi fyrir þá sem vilja heldur setjast út á grasið. - sm Lautarferðir og ljúffengar kökur MARENTZA Veitingakonan ætlar að leggja sitt af mörkum til að glæða miðbæinn lífi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mikill áhugi er hjá norrænum sjónvarps- stöðvum á sýningu á Næturvaktinni. Þetta kom í ljós eftir kynningu á þáttun- um í Hollywood á dögunum. Tökum á þriðju þáttaröðinni, Fangavaktinni, lauk í gær og þar kom sjálfur Bubbi Morthens töluvert við sögu. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, segir að kynningin á þátt- unum hafi gengið vel. Þættirnir voru á undan bandarísku þáttunum, sem sýnir glöggt hversu forvitnir Norðurlandabúarnir voru. „Fulltrúar frá norskri stöð voru nán- ast búnir að ákveða að þeir ætluðu að kaupa þáttinn og það var líka mikill áhugi frá sænska ríkissjónvarpinu. Finnar voru mjög heitir og ætla að endurgera þáttinn.“ Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær hefur framleiðslufyrirtækið Reveille Prod- uction tryggt sér réttinn á að búa til banda- ríska útgáfu af Næturvaktinni. Samningur- inn er til fimm ára, sem þýðir að fyrirtækið hefur þann tíma til að ljúka við verkið. Á meðal annarra þátta sem Reveille hefur framleitt eru hinir vinsælu The Office. Skarphéðinn segir að Norðurlandabúarn- ir hafi hrifist mjög af Næturvaktinni, það hafi verið merkilega mikið hlegið. „Maður hafði áhyggjur af því að þessi íslenski húmor myndi ekki skila sér í enska text- anum,“ segir hann. Ekki skildu þeir samt allan húmorinn og hnutu meðal annars um brandara tengdan Ólafi Ragnari um dag- skrárgerðarmanninn Ásgeir Kolbeinsson. „Ég sagði þeim að þessi týpa [Ólafur] byði upp á lókal skírskotanir í smástjörnudýrk- un. Hann léti sig dreyma um skjótfengið fé og að vera „inn“ og þess vegna væri hann mikið að kasta fram þekktum nöfnum.“ - fb Næturvaktarmenn hinir nýju útrásarvíkingar ÓLAFUR OG GEORG Sjónvarpsþættirnir um Næturvakt- ina virðast ætla að slá í gegn bæði í Hollywood og á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ása Hauksdóttir Aldur: Fædd 10.10.1959 og fólk reikni svo. Starf: Deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu. Stjörnumerki: Vog. Búseta: 101 Reykjavík. Fjölskylda: Sambýlismaður, tvær blómarósir og heimilistíkin Ljóska. LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. ryk, 8. skrá, 9. pfn., 11. komast, 12. hlutdeild, 14. uppskafn- ingsháttur, 16. snæddi, 17. þrí, 18. grús, 20. innan, 21. tigna. LÓÐRÉTT 1. gufuhreinsa, 3. pot, 4. jarðbrú, 5. skáhalli, 7. kynding, 10. kjaftur, 13. hvíld, 15. kroppa, 16. kerald, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. im, 8. tal, 9. mig, 11. ná, 12. aðild, 14. snobb, 16. át, 17. trí, 18. möl, 20. út, 21. aðla. LÓÐRÉTT: 1. eima, 3. ot, 4. landbrú, 5. flá, 7. miðstöð, 10. gin, 13. lot, 15. bíta, 16. áma, 19. ll. „Jájá, það er einhver djöfullinn danskur í gangi,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Sem ekki getur kvartað undan viðtökum þeim sem bók hans Skipið er að fá um þessar mundir úti í Danmörku. Í dag birtist opnuumfjöllun um Stefán Mána og viðtal í stórblað- inu Politiken. Og í glænýjum dómi í Jyllands-Posten fær Skipið fimm stjörnur af sex mögulegum. „Den syvende krimi fra Stefán Máni er sublim,“ skrifar Lars Ole Sauer- berg. Enda kvartar Stefán Máni ekki í samtali við blaðamann Frétta- blaðsins því þótt Skipið hafi feng- ið góða dóma á Íslandi þá er hún kom út virðast Danirnir ekki síður kunna að meta ritið: „Jájá, þetta er rosa flottur dómur. Bókin virðist vera að falla í kramið. Ekki slæmt að fá svona flott start í Dan- mörku. Bókin kemur út í Svíþjóð í haust og þetta hjálpar öllu öðru. Þetta er fínn skandinavískur með- byr.“ Og svo enn sé vitnað í Sau- erberg: „Stefán Máni har skrevet en fandenivoldsk sømandsskrøne, der kombinerer den moderne act- ion-genre med gamle tekster.“ Stórblaðið Politiken gerir svo Stefáni hátt undir höfði með opnu- grein sem birtist nú í dag. Þar er mynd af Stefáni vígalegum við skurðarborðið en fyrirsögn við- talsins er „Fra fiskefileterer“. Tine Maria Winther skrifar og greinir frá því í undirfyrirsögn að þegar Skipið kom út á Íslandi hafi þau rætt við hann um það hvernig það væri að skrifa blóð- ugar glæpasögur í landi þar sem glæpatíðnin væri lág. Hvað var það sem danski blaðamaðurinn vildi vita er spurt og Stefán segir pollrólegur að það hafi bara verið „same old“. Hann vill ekki meina að spurningar Danans hafi verið frábrugðnar því sem hann á að venjast á Íslandi. „Ég man þetta varla. Það er örugglega ár síðan hún kom og tók þetta viðtal. Þetta er mér ekki í fersku minni. Það hefur verið á ís. Svo hef ég verið í netsambandi við hana meðan hún var að ganga frá þessu núna. Hvaðan ég kem og hvað ég er að pæla.“ Stefán Máni skilaði nýverið inn til útgefanda næstu bók sinni sem væntanleg er í haust. Titill þeirr- ar bókar er Týndir dagar. Hvað sem verður því Stefán segir að það kunni að breytast. Sú bók er nú í hakkavél forleggjarans. Stef- án segist eiga eftir að fá hana aftur í hausinn með athugasemd- um. jakob@frettabladid.is STEFÁN MÁNI: OPNUUMFJÖLLUN Í POLITIKEN Í DAG SKIPIÐ SLÆR Í GEGN Í DK Eggert Skúlason, sérlegur talsmaður knattspyrnukappans Eiðs Smára á Íslandi, mun hafa sést á hlaupum í Nettó á fimmtu- dag. Hann mun þó ekki hafa vantað neitt í búrið sem var svo knýjandi heldur rauk hann beint að blaðarekkanum og keypti sér eintak af nýjasta Séð og heyrt en þar mun vera að finna myndir af Eiði og félögum úr landsliði Íslands úti á galeiðunni. Enda fyrirsögn Séð og heyrt- manna af dýru tegundinni að þessu sinni: „Djúsaðir á djamminu!“ Spaugarar í auglýsingageiranum segja: Simbabve fór á hausinn og þeir fengu Angelinu Jolie en Ísland fer á hausinn og við fáum Evu Joly – hvað er það? En áhöfn Icelandair, þeirri sem flaug með Evu Joly áleið- is til síns heima á Saga Class, mun ekki hafa verið slíkt spaug ofarlega í huga þegar hún tók sig til og afhenti Evu á bakka áritað kort. Þar var henni, fyrir hönd þjóðarinnar, þakk- að framlag sitt til endur reisnar fjármála- kerfisins. Magnús Geir Þórðarson hefur fengið nýja hægri hönd í Borgar- leikhúsinu. Sú gamla, Sváfnir Sig- urðsson, hefur ákveðið að yfirgefa stól markaðsstjóra leikhússins eftir gott starf og hyggst víst setjast á skólabekk. Sú sem tekur við starfinu heitir Lára Aðalsteinsdóttir og hefur unnið að markaðsmálum fyrir Eymundsson. Hennar fyrsta verk var að senda út fréttatilkynningu um væntanlega útrás Vesturports til Danmerkur með Woyzeck. - jbg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI DANIR HRIFNIR Stefáni Mána er hrósað í hástert í Jyllands Posten fyrir bókina Skipið. Danska stórblað- ið Politiken er ekkert síður hrifið en Stefán hefur skilað inn handriti að nýrri bók sem heitir Týndir dagar. www.17juni.is DAGSKRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐAR Í REYKJVÍK 30% AFSLÁTTUR ALLA DAGA AF ÖLLUM PIZZUM Á MATSEÐLI HJÁ DOMINO’S EF ÞÚ SÆKIR OG GREIÐIR MEÐ KORTINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.