Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 62
 13. júní 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Guðir og goðsagnir eru í brennidepli sýningar Baltas- ars Samper sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Um árabil hefur listamaðurinn velt fyrir sér líkindunum með goð- sögum og helgisögnum ólíkra menningarheima. „Þegar ég kom fyrst hingað til Íslands varð ég hrifinn af ytra borð- inu og fór því að mála landslag og hesta. Svo þegar ég kynntist sálinni í fólkinu fór ég að lesa þjóðsögur, því þær voru einfaldar og léttar. Þegar ég gat lesið Eddukvæðin fannst mér ég fyrst vera kominn að kjarnanum. Í fram- haldi af því fór ég að hugsa um hvaðan þetta kemur allt saman. Það leiddi mig út í að vinna með allt það sem er líkt með íslensku goðafræðinni og öðrum og mun eldri goðsögum og helgisögnum.“ Á neðri hæð safnsins er að finna sýninguna Sjö orð Krists á krossinum, sem upphaflega var sett upp í Hall- grímskirkju. „Ég hafði lengi hugsað mér að gera verk út frá Jesú á krossinum. En ekki út frá kristinfræði heldur goðafræði. Ég vildi sýna Jesú þegar hann er eins og við hin. Á krossinum brutust fram í honum margar mannleg- ar tilfinningar, eins og að efast,“ segir Baltasar. Sýning- in samanstendur af sjö stórum og áhrifamiklum andlits- myndum af Jesú. Hver þeirra er unnin út frá einu versi úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Verkin voru sett upp sem kross í Hallgrímskirkju en á sýningunni nú er hægt að skoða þau í návígi. Greinilegt er að trúmál hreyfa við listamanninum. „Ég er alinn upp í trú eins og allir Spánverjar. Ég gekk í jesúítaskóla þegar ég var lítill og trúin hjálpaði mér tölu- vert í mínu eigin drama. Ég ætlaði að verða munkur en prestur sem þekkti mig betur en ég þekkti mig sjálfur sannfærði mig um að ég ætti að verða listamaður. Ég hef mínar efasemdir, eins og Hann, en fyrir mér er trúin ekki annað en leið til að skilja sjálfan sig og heiminn og gera eitthvað póetískt úr tilverunni. En trúna er best að búa sér til sjálfur. Það hefur oft farið í taugarnar á mér sem hér er svo oft sagt: „Ég hef mína barnatrú.“ Í því felst engin leit. Það er mikið betra að lesa sér sjálfur til, helst um alla guðina, og finna sína leið.“ Öll verkin á sýningunni, um fjörutíu talsins, málaði Baltasar á undanförnum tveimur árum. Sjálfur býr hann til blindrammann, strekkir, grunnar og býr sjálfur til litina. „Ég vil nota allan líkamann þegar ég mála, það nægir mér ekki að nota úlnliðinn,“ segir Baltasar. Hann er skriðinn yfir miðjan aldur en lætur það þó ekki stoppa sig við listsköpun sína. Þvert á móti segir hann listina halda honum gangandi, en hann vinnur frá sex upp í tíu tíma á dag. „Ég verð miklu þreyttari af því að liggja í sófa,“ segir hann. Merkilegt er að ganga með Baltasar um sýninguna og heyra hann lýsa verkum sínum. Greinilegt er að hann gjörþekkir hverja sögu að baki myndunum. Á sýningunni er þeim stillt upp eftir þema. Í sýningarskránni eru nöfn sögupersónanna sem prýða verkið en ekki frekari upplýs- ingar. Það er með vilja gert, því listamaðurinn vill vekja áhuga fólks á sögunum. „Ég vil að gestirnir fari heim og gúggli þetta.“ Á morgun, sunnudag, klukkan þrjú mun Baltasar ganga um sýninguna ásamt Árna Bergmann og gefst öllum sem vilja kostur á að fylgja þeim og heyra þá lýsa verkum sýn- ingarinnar. holmfridur@frettabladid.is BALTASAR SAMPER: SÝNIR Í GERÐARSAFNI Málar með líkamanum BALTASAR SAMPER Mýtur og táknmyndir heitir sýning listmálarans Baltasar Samper sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1928. „Mergurinn málsins er sá, að íslenzka þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir öllum hennar at- vinnurekstri.“ Eyjólfur Konráð var lögfræð- ingur og ritstjóri Morgun- blaðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1995. Okkar ástkæri Kristján Guðmundsson ökukennari er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristíönu Hólmgeirsdóttur Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til þeirra sem léttu henni lífið síðustu æviárin. Valgerður E. Valdemarsdóttir Baldur Guðvinsson Þórhildur S. Valdemarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Hólmgeir Valdemarsson Birna S. Björnsdóttir Baldvin Valdemarsson Vilborg E. Sveinbjörnsdóttir Sigrún B. Valdemarsdóttir Ingólfur Ingólfsson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður og afa, Steins Hlöðvers Gunnarssonar Andarhvarfi 11b, Kópavogi. Þökkum sérstaklega öllu því starfsfólki Landspítalans sem annaðist hann. Björk Níelsdóttir Bergþóra Skarphéðinsdóttir Gunnar Hlöðver Steinsson Sissel Espedal Ragnar Níels Steinsson Margrét Silja Þorkelsdóttir Guðmundur Steinn Steinsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er veittu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts Lárusar Ellerts Kristmundssonar bónda, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd. Guð blessi ykkur öll. Gísli Scheving Eggert Kristmundsson Elín Kristmundsdóttir Anna Scheving Hallgrímur Kristmundsson Skarphéðinn Scheving Einarsson og aðrir aðstandendur. Kær sonur minn, Hilmar Harðarson Móabarði 34, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þann 12. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki sjúkrahúsa LSH, félagsþjón- ustu Hafnarfjarðar, vinum og vandamönnum færum við alúðarþakkir fyrir stuðning og hlýhug í hans garð og okkar. Fyrir hönd aðstandenda, Ásrún Ingadóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Erlendsdóttir Vatnsholti 12, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 26. maí. Útförin fór fram í kyrrþey 3. júní frá Keflavíkurkirkju að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar. Guðbrandur Þorsteinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Lára Ingadóttir frá Neskaupstað, síðast til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þann 28. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hugheilar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. Ingi T. Björnsson Brynhildur Friðriksdóttir Rúnar Björnsson Ásta Björk Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Geirþrúður Guðrún Kjartansdóttir Hraunhólum 9, Garðabæ, lést á Líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudag- inn 4. júní. Útför hennar mun fara fram mánudaginn 15. júní kl. 13.00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Starfsfólki L5 á Landakoti eru færðar hjartans þakkir fyrir einstaka umönnun og einlæg samskipti síðustu vikur. Hreinn Jóhannsson Kjartan Hreinsson Sigríður Árný Sævaldsdóttir Guðrún Hreinsdóttir Steinþór D. Kristjánsson Sturla Jóhann Hreinsson Guðrún Helga Hamar og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkkar, tengdaföður og afa, Jóns J. Haraldssonar Barrholti 11, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar E11 Landspítala við Hringbraut fyrir alla umhyggjuna. Edda Dagbjartsdóttir Hrannar Jónsson Kristín Þórðardóttir Helga Jónsdóttir Sigurjón Jónsson barnabörn. MOSAIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.