Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 30
30 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Þ etta voru sautj- án kafarar, nokkr- ir Íslendingar, svo Bandaríkjamenn og Þjóðverjar,“ segir Andri Ómarsson kaf- ari. Hann fór ásamt sextán öðrum köfurum í ferð þar sem takmarkið var að kafa við heimskautsbaug- inn, sem liggur þvert yfir Gríms- ey. Kafararnir byrjuðu í Eyjafirði. „Við köfuðum á stað sem heitir Strýturnar. Þar er svo allt öðru- vísi að kafa en annars staðar á Íslandi þar sem heitar uppsprett- ur eru um allt,“ segir Andri og bætir því við að hægt hafi verið að taka af sér hanska og ylja sér við heita vatnið. „Við köfuðum svo við Grímsey daginn eftir. Það var óvænt köfun og stendur svolít- ið upp úr. Hluti af hópnum, þar á meðal ég, lenti í því að þegar við vorum nýkomnir í sjóinn sáum við fuglager koma niður og kafa. Það voru langvíur, sem eru frekar litlir fuglar sem eru vanir að kafa eftir æti. Þeir voru svo forvitnir, fyrst kom einn en í lokin voru um tíu til fimmtán fuglar. Þeir voru svo forvitnir og komu svo nálægt að maður hefði getað teygt sig eftir þeim.“ Síðasta köfunardaginn var ferð- inni heitið í Kolbeinsey. Andri segir þá hafa viljað nýta tækifær- ið þar sem ekki sé mjög langt í að eyjan hverfi. „Hún er orðin það lítil að það er komin gjá í gegn- um hana á sama stað og þyrlupall- urinn var á sínum tíma. Einn af köfurunum sá einmitt steypuleif- ar í gjánni eftir pallinn.“ Sjónvarpsþáttur verður gerður um köfunarferðina því með hópn- um var sjónvarpsteymi frá Þýska- landi sem myndaði alla ferðina. Þátturinn verður sýndur í Þýska- landi í desember. Kafað umhverfis hverfandi Kolbeinsey Hópur af íslenskum, þýskum og bandarískum köfurum fór í köfunarferð við heimskautsbauginn nyrðri á dögunum. Kafararnir sáu ýmislegt forvitnilegt bæði neðansjávar og ofansjávar. Þeir köfuðu í Strýtum í Eyjafirði, í kringum Grímsey og Kolbeinsey, sem fer ört minnkandi. Andri Ómarsson sagði Þórunni Elísabetu Bogadóttur frá ferðinni. Á HEIMSKAUTSBAUGNUM Andri Ómarsson kafari á heimskautsbaug í Grímsey. KOLBEINSEY Kafararnir Andri og Helgi stigu fæti á Kolbeinsey, sem fer ört minnkandi. KOLBEINSEY Eyjan minnkar hratt og hefur nú myndast gjá í hana miðja eins og sjá má á myndinni. KOLBEINSEY Hluti Kolbeinseyjar á um það bil sjö metra dýpi. LANGVÍUR Þegar kafað var við Grímsey fékk hópurinn óvæntan félagsskap. Hópur af langvíum stakk sér til sunds og forvitnaðist um kafarana. STEINBÍTUR Mikið var um steinbít við Kolbeinsey, en að sögn Andra Ómarssonar voru þeir um sextíu á sundi við eyjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.