Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 32
 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Hver er ykkar fyrsta minning um hvort annað? Unnsteinn: „Ég man vel eftir því þegar ég sá Jóhönnu fyrst. Þá var tívolí hérna niðri á höfn og þar var hún að gefa eiginhandaráritanir. Þá vorum við svona ellefu ára. Jóhanna: „Ég man eftir að hafa séð Unnstein í blöðunum og í sjón- varpinu. En annars verð ég að viðurkenna að ég veit ósköp lítið um hann og ég þekki ekki tónlist- ina hans. Ég er ekki nógu dugleg við að hlusta á nýjar hljómsveitir, heldur hlusta ég aðallega á gamla tónlist frá 7., 8. og níunda áratugn- um.“ Unnsteinn: „Ég er hins vegar búinn að hlusta alveg fullt á Eur- ovision-lagið þitt. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég væri til í að taka það með hljómsveitinni minni.“ Jóhanna „Það yrði svona eins og þegar allar rokksveitirnar fóru að taka Britney Spears-lögin. Það kom reyndar bara mjög vel út.“ Dýravinir og laumuhnakki Nú vitið þið lítið annað um hvort annað en það sem þið heyrið í fjöl- miðlum. En hvaða eiginleikum haldið þið að hitt búi yfir? Jóhanna: „Hann er ábyggilega góður að spila á gítar. Hann er svona artí týpa og ég hugsa að hann lifi frekar heilbrigðu lífi, drekki sojalatte og borði lífrænan mat. Svo er hann alveg örugglega mjög skapandi manneskja. Ef hann væri ekki að meika það í hljóm- sveit myndi hann bara verða laga- höfundur eða eitthvað allt annað. Svo gæti ég trúað að hann sé góður kennari.“ Unnsteinn: Já, þetta er ekki langt frá sannleikanum, ég er alveg í MH og svona. En ég er líka laumu- hnakki. Ég fór alveg á Bíladaga á Akureyri í fyrra og svona og mér fannst ógeðslega gaman að vera þar. En ég held nefnilega að Jóhanna sé líka góður kennari. Hún er svona sjálfsörugg eins og þeir þurfa að vera. Svo veit ég að hún er hundamanneskja, sem mér finnst alveg sérstaklega góður eig- inleiki.“ Jóhanna: „Það er alveg rétt. Ég vorkenni dýrum alltaf miklu meira en fólki. Þegar fólk deyr í bíómyndum fer ég yfirleitt ekki að gráta. En ef það er hundur sem deyr þá grenja ég sko. Kannski er það af því að þeir geta ekki tjáð sig og sagt manni frá því ef eitthvað er að. Svo eru þeir alltaf svo glað- ir að sjá mann og myndu heldur aldrei svíkja mann – nema kannski fyrir mat.“ Unnsteinn: „Ég er alveg sammála þessu með dýrin. Ég er alltaf að þykjast vera kaldur og hlæ bara að allri svona væmni. En svo ef ég horfi á mynd þar sem hundur er að deyja, þá er ég alveg nálægt því að fara að gráta. Þótt það gerist auð- vitað aldrei.“ Jóhanna: „En getur verið að þú syngir á almannafæri, eins og ég? Ég er alltaf syngjandi, alveg sama hvar ég er. Ég hef gert þetta frá því ég var lítil og er stundum ekki alveg að fatta að það sé kannski ekki viðeigandi fyrir aðstæðurnar. Sumir taka þessu á rangan hátt og halda að maður sé eitthvað mont- inn. En ég er bara svona skrýtin.“ Unnsteinn: „Já, ég geri þetta nefni- lega oft líka. En eina ástæðan fyrir því að þetta virkar stundum svolít- ið óviðeigandi er að fólkið í kring- um mann er svo viðkvæmt. Þá set ég bara upp heyrnartól og þá heyri ég ekkert í því. En ég fæ sko mar- traðir um að ég sé orðinn eitthvað skrýtinn í eyrunum og sé alltaf að syngja hálftóni ofar en aðrir í kringum mig.“ Jóhanna: „Í mínum martröðum kemur ekkert hljóð upp úr mér þegar ég syng.“ Sjónvarpinu kastað út Í vikunni voru fréttir af manni sem tók tryllingskast í flugi á leið til Tenerife. Ef þið þyrftuð að velja ykkur flugdólg til að ferðast með, hver yrði það þá? Fylgist þið mikið með fréttum almennt? Syngja á almannafæri og taka ekkert eftir því Söngvarinn og lagasmiðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson man fyrst eftir söngdívunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur þegar hún var að veita eiginhandaráritanir niðri við Reykjavíkurhöfn. Þá voru þau bæði ellefu ára og komin á kaf í tónlistina. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að rök- stólapar vikunnar er líkara en kann að virðast við fyrstu sýn. SAMMÁLA Unnsteini Manuel og Jóhönnu Guðrúnu finnst báðum að fólk sem er hrifið af hundum hafi eitthvað sérstakt við sig. Hvorugt þeirra er spennt fyrir því að fá sér matjurtagarð, nema ef uppskeran yrði suðrænir ávextir. Þau eru líka sammála um að lífið sé betra án áfengis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á RÖKSTÓLUM Jóhanna: Ég drekk ekki, reyki ekki og ég fer ekki einu sinni á djammið því mér finnst það bara leiðinlegt. Unnsteinn: Ég reyndar drekk ekki heldur og reyki ekki. En ég vinn á djamminu og mér finnst það ótrúlega gaman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.