Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 3 „Ég hef alltaf haft gaman af að klæða mig og á alveg ógrynni af fötum,“ segir Margrét Jústa Pétursdóttir, sem heldur úti vef- síðunni blog.central.is/odyr-flott- fot þar sem hún selur föt af sér og öðrum fjölskyldumeðlimum. „Ég fór reglulega með föt í Kola- portið en ákvað að opna vefsíðu í febrúar eftir að vinkona mín hafði gert hið sama með góðum árangri,“ útskýrir Margrét, sem hefur safn- að saman fötum af systur sinni, mömmu, kærastanum og jafnvel ömmu sinni. Hún hefur einnig verið dugleg að breyta gömlum fötum en þannig hafa margar púka- legar flíkur orðið að tískuklæðum að sögn Margrétar. Þótt Margrét hafi mikinn áhuga á tísku og kaupi mikið af fötum á sjálfa sig segist hún ekki vera þræll tískunnar. „Ég hef minn eigin stíl enda er tískan þannig í dag að fólk er ekki allt steypt í sama mót held- ur hefur hver sinn eigin stíl,“ segir Margrét. Hún játar því að salan hafi gengið vel í gegnum vefsíð- una. „Ég byrjaði með mjög lítið en vegna mikillar eftirspurnar fór ég að setja meira af eigin fötum á síð- una og fór líka að fá föt hjá kær- astanum og hinum í fjölskyldunni,“ segir Margrét glaðlega en vill ekki meina að hún muni standa eftir fatalaus. „Ég á nóg af fötum. Kær- astinn minn er orðinn þreyttur á fatamagninu, enda er næstum eins og við rekum stórmarkað á heimil- inu,“ segir Margrét hlæjandi. Þar sem Margrét sá fram á lít- inn tíma til að sinna vefsíðu sinni í sumar ákvað hún að halda fata- markað á heimili sínu í Drápuhlíð 47 á jarðhæð laugardaginn 13. júní milli klukkan 12 og 18. Þar verða til sölu föt fyrir alla aldurshópa, karla jafnt sem konur. Margrét segir hægt að gera reyfarakaup en ódýrustu flíkurnar eru á 500 krón- ur en þær allra dýrustu á tíu þús- und og segir Margrét ekki mikið um slík klæði. Hún segir öllum velkomið að koma og skoða það sem í boði er og gera góð kaup. solveig@frettabladid.is Selur föt frá sjálfri sér Margrét Jústa Pétursdóttir hefur í nokkra mánuði haldið úti vefsíðu þar sem hún selur notuð föt. Hún heldur fatamarkað á heimili sínu á laugardag þar sem hún selur föt sín og annarra í fjölskyldunni. Margrét Jústa Pétursdóttir í fatahafi á heimili sínu en þar heldur hún fatamarkað á laugardaginn milli klukkan 12 og 18. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Verslunin Ilse Jacobsen sem flutt var í Litlatún í haust er komin aftur á gamla staðinn á Garða- torgi. „Það er alveg æðislega gott að vera komin hingað og hefur komið okkur á óvart hvað kúnnarnir okkar eru glaðir yfir að við séum komnar aftur á gamla staðinn,“ segir Ragnheiður Óskarsdóttir, annar eigandi verslunarinnar Ilse Jacobsen, sem var flutt aftur á Garðatorg í vikunni. „Við flutt- um af Garðatorgi síðasta haust en þá stóðu fyrir dyrum breytingar á miðbæ Garðabæjar og mikið rask hefði fylgt því. Nú hefur þeim áætl- unum verið frestað og því ákváð- um við að koma heim aftur,“ segir Ragnheiður glaðlega. Hún bendir á að bæjaryfirvöld hafi nú tekið við sér og Garðatorg sé óðum að verða viðkunnanlegt á ný en það hafi látið á sjá. „Til dæmis á, held ég, að opna hönnunarsafnið í hús- næði Hagkaupa og gaman verð- ur að taka þátt í þeirri spennandi gerjun sem er í gangi á hönnunar- og listasviðinu,“ segir Ragnheið- ur og bætir við að á Garðatorgi muni verða lögð áhersla á listir og menningu. Ragnheiður hefur rekið verslun- ina ásamt dóttur sinni Ástu Ólafs- dóttur frá árinu 2005. Þar selja þær vörur frá Ilse Jacobsen; skó, töskur, gúmmístígvél og fjölbreytt- an fatnað. - sg Ilse Jacobsen flytur aftur á Garðatorg Mæðgurnar Ragnheiður Óskarsdóttir og Ásta Ólafsdóttir í verslun sinni sem var opnuð á ný á Garðatorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.