Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 70
46 13. júní 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson MAC SNYRTIVÖRUR vörur sem fullkomna húðina- und- irfarði, meik og hyljari frá ofurmerkinu Mac. RAY BAN WAYFARERS Ray Ban-sólgleraugun hafa alltaf rokkað og eru klárlega svölustu brillurnar í sumar. CLINIQUE SNYRTIVÖRUR gullin húð sem verður aldrei appelsínugul með þessu nýja brúnkukremi frá Clinique. Þegar litið er á herratískuna fyrir næsta haust og vetur má sjá að hönnuðir sækja stíft í klassískar hefðir. Tískuhús líkt og Burberry, Dolce & Gabbana og Alexander McQueen voru með jakkaföt í gráum tónum og notuðu kaskeiti og hatta við. Snillingur- inn Alexander McQueen var með blöndu sem minnti í senn á ítalska mafíósa og kvikmynd Kubricks A Clockwork Orange. Hér gefur að líta sýnishorn af herratísku næsta vetrar. - amb JAKKAFÖT OG OSCAR WILDE-STÍLL KOMA STERK INN Herramaðurinn snýr aftur KLASSÍSKT Falleg aðsnið- in jakkaföt og mjótt bindi frá Dolce og Gabbana fyrir næsta haust. HÁLSSLAUFA Burberry Prorsum sýndi gamaldags hnýttar skyrtur við frakka og teinóttar buxur. BRJÓSTHLÍF Þessi múndering frá Alexander McQueen minnir helst á teiknimyndapersónu. GAMALDAGS Flott jakkaföt með vesti í stíl og pípuhattur frá Alexander McQueen. Þegar mig vantar einhvers konar innblástur í fataskápinn þá leita ég sjaldnast í tískutímaritin. Að sjálfsögðu er gaman að blaða í flott- um tímaritum en þegar allt kemur til alls sækja fyrirsæturnar í dag og fatnaðurinn oftast innblástur til fyrri tíma. Þess vegna finnst mér skemmtilegra að fletta upp myndum af fólki og stemningu á fyrri ára- tugum og sjá hvort það er ekki ein- hver fatasamsetning, hárgreiðsla eða förðun sem gæti verið alveg það sem ég er að leita að þessa stundina. Fólk sækir sér innblást- ur til mismunandi áratuga, hvort sem það er strákaleg tíska þriðja áratugarins, elegans hins fjórða og fimmta, kynþokki og kven- leiki hins sjötta eða hippastemning hins sjöunda. Líkt og með tónlist- ina þá endurtaka góðir hlutir sig reglulega og ástæðulaust að þurfa endilega að vera alltaf að finna upp hjólið þegar maður getur sótt innblástur í snilld sem var fund- in upp fyrir nokkrum áratugum. Tískudívurnar sem ég persónulega dýrka eru sixtís-skvísur eins og Jane Birkin,Jane Fonda, Anita Pallen- berg, Nico og auðvitað hin guðdómlega Bardot en allar hafa þær verið fyrirmyndir ótal kvenna í gegnum árin. Charlotte Gainsbourg dóttir Birkin, fyrirsætur eins og Claudia Schiffer og Kate Moss og söngkon- ur eins og Leslie Feist eru allar eins og klónar fyrrnefndra kvenna. Ég hef sterkan grun um að sixtís „psychadelia“ sé á leiðinni inn aftur og því er um að gera að klippa á sig topp eins og Pallenberg og Birkin, skella sér í mínikjóla, indversk vesti og stóra pelsa og vera hress og hippalegur. Hins vegar spyr maður sig hvar þessar tískufyrirmynd- ir eru eiginlega allar í dag. Ég get ekki ímyndað mér að eftir þrjátíu ár muni ungar stúlkur fletta upp myndum af Paris Hilton eða Jennifer Lopez en hver veit. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Að finna sér tískufyrirmynd SIXTÍS SVALHEIT Fyrirsætan og grúppían Anita Pallenberg með Keith Richards. > BECKHAM AFTUR Á BRÓKINNI Tískuhúsið Emporio Armani var að birta nýju auglýsingaherferð sína með David Beckham þar sem fótboltakappinn smámælti sýnir sig aftur í nærbuxum einum fata. Þúsundir aðdáenda þyrptust að búðargluggum Selfridges í London til að líta dýrðina augum. Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.