Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 37
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Bjarni Snæbjörnsson leikari
hefur yfirleitt nóg fyrir stafni um
helgar og fátt bendir til að und-
antekning verði þar á að þessu
sinni. „Ég er að fara af stað með
lítinn götulistahóp á vegum Voda-
fone sem saman stendur af hress-
um krökkum. Við ætlum að vera
í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu í
dag. Öll vikan hefur farið í undir-
búning á þessu þannig að ég bind
miklar vonir við útkomuna,“ segir
Bjarni, sem ætlar síðan sjálfur að
skemmta seinnipartinn.
„Ég verð á sumarhátíð í Hval-
firði þar sem ég ætla að gefa
hliðarsjálfinu mínu, honum Viggó,
lausan tauminn,“ bætir hann við og
útskýrir að Viggó sé annar helm-
ingur konunglega parsins Viggó og
Víólettu, sem þau Sigríður Eyrún
Friðriksdóttir leikkona hafi búið
til í fyrra og hafi verið á útopnu
allar götur síðan.
„Þau birtust fyrst fullsköpuð
á pallbíl í Gleðigöngunni á Gay
Pride síðasta sumar og hafa verið
á fullu að skemmta eftir það,“
segir Bjarni og neitar ekki að
parið hafi tekið mikinn vaxtar-
kipp í kreppunni. „Viggó og Víó-
letta hafa verið mjög eftirsótt
enda yfirlýst markmið þeirra að
dreifa gleði og hamingju; Þetta er
alls ekkert plat heldur flekklaus
gleði. Fólk tengir við það, tekur
undir í söngnum og gleðst með.
Maður má líka heldur ekki gleyma
einföldu hlutunum í lífinu.“
Sjálfur segist Bjarni vera mikill
áhugamaður um söngleiki. „Ég er
algjört nörd á því sviði og fyrir til-
stuðlan þeirra Viggós og Víólettu
þorði ég að koma út úr skápnum
með áhugann.“ Viggó verður
svo lagður á hilluna þegar halla
tekur degi. „Þá tekur bara eitt-
hvað rólegt við, bíóferð eða annað
í þeim dúr, sem er alveg ágætt þar
sem þetta er búin að vera löng og
strembin vika. Umstangið mikið
í kringum götulistahópinn og svo
byrjaði ég í nýju og skemmtilegu
starfi.“
Hann vonast sömuleiðis til að
geta tekið því rólega á sunnudeg-
inum. „Þá ætla ég ekki að gera
neitt, sofa bara út og vonandi hitta
eitthvert skemmtilegt fólk,“ segir
Bjarni, sem ætlar að safna kröft-
um fyrir viðburðaríkt sumar. „Ég
verð með götulistahópinn í gangi
allar helgar í sumar og eitthvað að
skemmta sjálfur þannig að það er
fínt að slappa af á milli.“
roald@frettabladid.is
Flekklaus gleði og ærsla-
gangur fram undan
Uppistand, leikur og almennur ærslagangur. Allt stefnir í viðburðaríka og skemmtilega helgi hjá leikar-
anum og gleðipinnanum Bjarna Snæbjörnssyni, sem telur mikilvægt að muna eftir einföldu hlutunum.
„Ætli það væri ekki rólegt föstudagskvöld. Ræktin á laugardagsmorgni, góður dagur í sólinni og jafnvel sundsprettur og svo
matarboð með skemmtilegu og hressu fólk um kvöldið.“ Þannig lýsir Bjarni draumahelginni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
DAGUR KANÍNURÆKTAR verður haldinn laugardaginn 13.
júní á Hvanneyri. Þetta er skemmtun fyrir fjölskylduna og áhuga-
sama ræktendur ýmissa kanínutegunda á Íslandi. Boðið verður
upp á fræðslu auk þess sem afurðir og kanínur verða til sýnis.
Sumarið er komið!
HELSA