Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 37
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Bjarni Snæbjörnsson leikari hefur yfirleitt nóg fyrir stafni um helgar og fátt bendir til að und- antekning verði þar á að þessu sinni. „Ég er að fara af stað með lítinn götulistahóp á vegum Voda- fone sem saman stendur af hress- um krökkum. Við ætlum að vera í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu í dag. Öll vikan hefur farið í undir- búning á þessu þannig að ég bind miklar vonir við útkomuna,“ segir Bjarni, sem ætlar síðan sjálfur að skemmta seinnipartinn. „Ég verð á sumarhátíð í Hval- firði þar sem ég ætla að gefa hliðarsjálfinu mínu, honum Viggó, lausan tauminn,“ bætir hann við og útskýrir að Viggó sé annar helm- ingur konunglega parsins Viggó og Víólettu, sem þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona hafi búið til í fyrra og hafi verið á útopnu allar götur síðan. „Þau birtust fyrst fullsköpuð á pallbíl í Gleðigöngunni á Gay Pride síðasta sumar og hafa verið á fullu að skemmta eftir það,“ segir Bjarni og neitar ekki að parið hafi tekið mikinn vaxtar- kipp í kreppunni. „Viggó og Víó- letta hafa verið mjög eftirsótt enda yfirlýst markmið þeirra að dreifa gleði og hamingju; Þetta er alls ekkert plat heldur flekklaus gleði. Fólk tengir við það, tekur undir í söngnum og gleðst með. Maður má líka heldur ekki gleyma einföldu hlutunum í lífinu.“ Sjálfur segist Bjarni vera mikill áhugamaður um söngleiki. „Ég er algjört nörd á því sviði og fyrir til- stuðlan þeirra Viggós og Víólettu þorði ég að koma út úr skápnum með áhugann.“ Viggó verður svo lagður á hilluna þegar halla tekur degi. „Þá tekur bara eitt- hvað rólegt við, bíóferð eða annað í þeim dúr, sem er alveg ágætt þar sem þetta er búin að vera löng og strembin vika. Umstangið mikið í kringum götulistahópinn og svo byrjaði ég í nýju og skemmtilegu starfi.“ Hann vonast sömuleiðis til að geta tekið því rólega á sunnudeg- inum. „Þá ætla ég ekki að gera neitt, sofa bara út og vonandi hitta eitthvert skemmtilegt fólk,“ segir Bjarni, sem ætlar að safna kröft- um fyrir viðburðaríkt sumar. „Ég verð með götulistahópinn í gangi allar helgar í sumar og eitthvað að skemmta sjálfur þannig að það er fínt að slappa af á milli.“ roald@frettabladid.is Flekklaus gleði og ærsla- gangur fram undan Uppistand, leikur og almennur ærslagangur. Allt stefnir í viðburðaríka og skemmtilega helgi hjá leikar- anum og gleðipinnanum Bjarna Snæbjörnssyni, sem telur mikilvægt að muna eftir einföldu hlutunum. „Ætli það væri ekki rólegt föstudagskvöld. Ræktin á laugardagsmorgni, góður dagur í sólinni og jafnvel sundsprettur og svo matarboð með skemmtilegu og hressu fólk um kvöldið.“ Þannig lýsir Bjarni draumahelginni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DAGUR KANÍNURÆKTAR verður haldinn laugardaginn 13. júní á Hvanneyri. Þetta er skemmtun fyrir fjölskylduna og áhuga- sama ræktendur ýmissa kanínutegunda á Íslandi. Boðið verður upp á fræðslu auk þess sem afurðir og kanínur verða til sýnis. Sumarið er komið! HELSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.