Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 12
 13. júní 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Forstjóri Símans FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Námsbraut á meistarastigi Námsbrautir á grunnstigi Vegna bilunar í vefvistunarkerfi dagana 2. til 5. júní komust umsóknir því miður ekki til skila. Allir sem sóttu um nám hjá okkur þessa daga eru því vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 525 4444. Fáir vita að Síminn sinnir 90 þúsund sjófarendum um öll heimsins höf. For- stjórinn sagði Fréttablað- inu frá því og útrásinni í Danmörku og Bretlandi en einnig frá því að Síminn hyggist hefja það sem kall- að er fjarlækningar en þær hefðu veruleg samfélagsleg áhrif hér á landi. Sævar Freyr Þráinsson útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Í hálft ár eftir það starfaði hann hjá litlu tölvufyrirtækið en síðan lá leið hans í Símann. „Satt að segja man ég ekki alveg hvaða titil ég bar fyrst,“ segir hann og brosir við. Hann var síðan ráðinn forstjóri Símans síðla árs 2007. „Þá fyrst fékk ég skrifstofu og það tók smá tíma að venjast því en sú aðlög- un var kannski ekki það verkefni sem var hvað mest aðkallandi en strax á þessum tíma voru ein- hverjar blikur á lofti um að efna- hagsástandið væri að fara á verri veg svo segja má að ég hafi aðeins verið forstjóri í samdrætti.“ Það kom sér vel að hafa verið „alinn upp“ hjá Símanum eins og hann kemst stundum sjálfur að orði því guðspjall dagsins fyrir nýjan for- stjóra var að sjá hvar mætti hag- ræða og hvernig. Fljótlega eftir hrun fór Síminn að endursemja við byrgja líkt og önnur fyrirtæki og síðan var farinn sú leið að lækka launakostnað. „Við ákváðum að lækka frekar en fækka. Sú leið var farin til að slá skjaldborg um störf okkar fólks. Þannig að við óskuð- um eftir því að starfsfólk sem er með 350 þúsund og yfir í mánað- arlaun tæki á sig launalækkun og allir skrifuðu sjálfviljugir upp á það og ég er afar stoltur af því.“ Þegar líða tók á vetur var Teymi yfirtekið sem þýddi að Síminn, gamla ríkisfyrirtækið, var komið í samkeppni við ríkið. Þar þykir Sævari Frey óvægilega að Sím- anum vegið. Hann hefur gagn- rýnt það að skuldir Vodafone upp á 4,5 milljarða væru afskrifað- ar við yfirtökuna. „Þetta er svip- að skuldahlutfall og hjá okkur og við ráðum auðveldlega við okkar skuldir, þeir ættu að gera það líka. Þarna er því verið að fella niður skuldir að óþörfu.“ Hann vildi að Vodafone yrði látið standa á eigin fótum þótt móðurfélagið yrði tekið yfir. Hann hefur einnig gagnrýnt það að Ríkiskaup hyggist taka boði Vodafone í fjarskiptaþjónustu við Landspítalann. Eiginfjárstaða fyrirtækisins var neikvæð og því stóðst það ekki útboðsskilyrðin, segir Sævar Freyr. Ríkiskaup mat það hins vegar ekki svo því að eig- infjárstaðan yrði komin í samt lag við undirritun samningsins. Sinna 90 þúsund sjófarendum En nú segir forstjórinn frá útrás og miklum framtíðaráformum sem minna á þá tíð þegar Sævar Freyr var ekki kominn með kontór. „Við erum búin að koma upp GSM-þjónustu sem við köll- um On Waves í skemmtiferða- skipum um allan heim þannig að bæði áhöfn og gestir geta notað sinn síma hvort sem skipin eru undan ströndum Evrópu eða Asíu. Símtalið fer í gegnum gervihnött, síðan hingað til Íslands og er með- höndlað eins og venjulegt GSM- símtal hér á landi. Það má segja að þetta sé afsprengi af þjónustu okkar við íslensk fiskiskip. En með því að nýta þessa þekkingu höfum við náð að búa til vissa sér- stöðu og með þessu móti erum við komin með aðgengi að tæplega 90 þúsund notendum um öll heims- ins höf.“ Síminn hóf þessa útrás í maí 2007. Hann hefur nú gert samninga við um fjörutíu skip og nema tekjurnar um einum millj- arði króna. Útrás í Danmörku og Bretlandi Sævar Freyr segir að síðustu árin megi líta á talsímann, gagna- flutninga og farsímann sem þrjár meginstoðir fyrirtækisins. En nú er hugmyndin að bæta tveimur stoðum við. „Síminn býður upp á þjónustu sem kölluð er Vist en hún gengur út á það að samtvinna þjónustuna fyrir fjarskiptatækni og upplýsingatækni. Fyrirtæki sem nýta sér þetta fá því þjónustu fyrir síma, sjónvarp, tölvukerfi sitt og fleira í einum pakka. Það þýðir gríðarlega hagræðingu fyrir viðkomandi fyrirtæki,“ útskýrir Sævar Freyr. Síminn á dótturfyr- irtæki í Danmörku, Síminn DK, sem býður upp á þessa þjónustu og hefur um 1,5 milljarða í tekjur af henni. „Við erum einnig vel á veg komin með að bjóða upp á þetta í Bretlandi en þeir eru aðeins aftar á merinni í þessum efnum en Danir svo það er aðeins sein- legra að koma þessu af stað þar. En við teljum að það verði innan þriggja ára.“ Herja á heilbrigðisgeirann Fimmtu stoðinni er hins vegar ætlað að hafa mikil samfélags- leg áhrif hér á Íslandi. „Sím- inn hefur unnið að því um langa hríð að skapa sér sérstöðu í heil- brigðisgeiranum,“ segir Sævar Freyr. „Það er að segja að bjóða upp á fjarlækningar og þjónustu í kringum þær. Ekki svo að segja að við ætlum að fara að binda um sár á fólki heldur að nýta okkur fjarskiptin og upplýsingatæknina til að tryggja fullkomnustu lækn- isþjónustu hvar sem fólk er statt hverju sinni. Rannsóknardeildin okkar hefur verið í umfangsmiklu verkefni í eitt og hálft ár sem miðar að því að vinna að lausn- um á þessu sviði. Við höfum verið í samvinnu við nokkur af stærstu fjarskiptafyrirtækum Evrópu og fáum greitt frá þeim fyrir að þróa lausnir fyrir fjarlækningar almennt.“ Útfærslan er á þá leið að sjúk- lingar geti verið með þráðlaus- an búnað við höndina til að mæla blóðþrýsting, hjartslátt, öndun og blóðsykur svo dæmi séu tekin. Upplýsingarnar færu síðan sjálf- virkt í gegnum GSM-síma yfir í netþjón sem býr til skýrslur úr gögnunum og kemur þeim til lækna. „Það yrði augljós samfé- lagslegur hagnaður af þessu því þessi tækni gerði fólki oft kleift að fara fyrr heim en ella af spítölum og sjúkrastofnunum og halda ekki dýrum plássum uppteknum. Fólk getur þá verið heima hjá sér án þess að vera komið úr beinni lækn- isumsjá. Síðast en ekki síst gæti þetta orðið til þess að gera eldri borgurum kleift að vera lengur í eigin húsnæði. Þetta miðar nefni- lega einnig að því að hægt sé að hafa skynjara inni hjá fólki sem myndu þá gera viðvart ef viðkom- andi dytti eða ef hann væri ekki kominn fram úr á ákveðnum tíma og svo framvegis. Við munum stíga okkar fyrstu skref í þessu nú þegar á þessu ári en það gæti tekið okkur allt að áratug að gera þetta að okkar fimmtu stoð.“ Fá Arsenal-leikinn í farsímann Það verður greinilega ekki hjá því komist að forstjórinn tak- ist á loft og svífi á vit framtíðar- drauma þegar hann hefur litið við hjá rannsóknardeildinni. „Það er freistandi að gleyma sér svolít- ið við það sem rannsóknardeild- in er að vinna við og sjá fyrir sér hvernig hægt verði að nýta sér tæknina sem vissulega er til stað- ar en enn er verið að vinna að því að koma henni á markað. Ég sé til dæmis fram á að innan fárra ára geti maður flutt sjónvarps- efni úr imbakassanum og yfir í farsímann. Það sjá flestir karl- menn í hendi sér hvílíkir kostir fylgja slíku, segjum sem dæmi að um 20 mínútur séu eftir af Ars- enal leiknum þegar konan rekur á eftir manni því fermingarveisl- an er að hefjast. Þá er hægt að færa leikinn yfir í farsímann og fylgjast með leiknum á leiðinni og mæta svo sæll og glaður í ferm- ingarveisluna.“ En áður en þetta verður mögu- legt á Arsenal örugglega eftir að leika allnokkra leiki. Sækja kúnnann á sjó ■ Sævar Freyr Þráinsson er fæddur árið 1971 og er því 38 ára gamall. ■ Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 1995 sem viðskiptafræðingur. ■ Sama ár hóf hann starfsferil sinn hjá Símanum. ■ Hann er kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau börn- in Arnar Frey, Katrínu Helgu og Helenu Rós. HVER ER MAÐURINN? FORSTJÓRINN OG TÆKNIMENNIRNIR Tæknimennirnir sem þarna sjást hafa þann starfann að ráða úr vanda viðskiptavina í gegnum símann. Sævar Freyr hefur einnig fengið ýmis úrlausnarverkefni inn á sitt borð síðan hann settist í forstjórastólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.