Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 54

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 54
6 fjölskyldan 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. sköpum og skemmtum … Hið fornfræga Austurbæjar-bíó var formlega opnað sem Hús unga fólksins þriðju-daginn 9. júní með göngu, grillveislu og tónleikum. „Hér er ungu fólki boðið upp á aðstöðu og aðstoð við að framkvæma fjöl- breyttar hugmyndir sínar. Fólki sem annars sér fram á aðgerðaleysi í allt sumar,“ lýsir Hreiðar Már til- gangi miðstöðvarinnar. Hann segir starfsemina munu byggjast á fólk- inu sjálfu og segir sköpunarkrafta þess meðal annars nýtast við and- litslyftingu á húsinu. Hreiðar Már býst einkum við fólki á aldrinum 16 til 25 ára en segir þó engum vísað frá. „Ég geri ráð fyrir að aðrir sjái um úrræði fyrir grunnskólaaldurinn en þeir sem standa að þessu verkefni,“ segir hann. Talandi um aðstandendur er rétt að koma því að að þeir eru Rauði krossinn í Reykjavík, Samfélagið Frumkvæði (www.frumkvaedi.is), Hitt húsið, Lýðheilsustöð og Sam- band íslenskra framhaldsskóla- nema. Agnar Jón Egilsson, leikari og leikstjóri, hefur verið ráðinn verkefnastjóri og hann sér um að skipuleggja dagskrána. En hvern- ig starfsemi sér Hreiðar Már fyrir sér? „Við setjum enga skilmála um hvers eðlis verkefnin eigi að vera, hvenær fólk eigi að mæta né hvað það eigi að gera. Forvarnarsjóð- ur Reykjavíkurborgar veitti fimm milljónum til verkefna í húsinu og fólk getur því sótt um smástyrki. Oft er samt hægt að finna ein- hvern sem á eitthvað sem vantar og við viljum leiða fólk saman. Við erum að reyna að útvega fólk til að halda námskeið, plötusnúðanám- skeið, í brjóstsykursgerð og öllu milli himins og jarðar. Húsnæð- ið er stórt og býður upp á enda- lausa möguleika. Við erum með bíósalinn, gamla Silfurtunglið á efri hæðinni og kjallara þar sem fólk er þegar byrjað að koma sér fyrir. Við göngum út frá því að hvert rými í húsinu verði fjölnýtt,“ útskýrir hann. „Aðalatriðið er að skapa vettvang þar sem ungt og drífandi fólk getur komið saman og lagt krafta sína í eitthvað upp- byggilegt.“ - gun Miðstöð ungs fólks Austurbær við Snorrabraut verður í sumar miðstöð ungs fólks sem vill virkja krafta sína í hvetjandi umhverfi. Hreiðar Már Árnason er einn af eldhugunum þar á bæ. Forkólfur Hreiðar Már er í Samfé- laginu Frumkvæði sem er meðal aðstandenda að Húsi unga fólksins. BÖRN með ljósmynda áhuga á aldrinum tíu til sextán ára ættu að geta fengið útrás á sumarnámskeiðum Krissý ehf. í Kópavogi. Margt í boði Plötusnúðanámskeið er eitt af því sem er í bígerð í Austurbæ, húsi unga fólksins við Snorrabraut. Fjölskyldumeðferð nefnist ný námsbraut á meistarastigi sem hefst í haust við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Þetta er bæði fræðilegt og verklegt nám sem fólk hefur hingað til þurft að sækja út fyrir landsteinana. Hugsunin bak við það er sú að styrkja þá mikil- vægu stoð sem fjölskyldan, þar sem hver einstaklingur verður fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu,“ segir Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþer- apisti. Hún verður kennslustjóri hinnar nýju brautar sem hún telur eiga eftir að hafa áhrif til góðs í samfélaginu því þörf sé á sérfræðiþekkingu í fjölskyldu- fræðum, ekki síst í því árferði sem nú ríkir. Um þverfaglegt nám er að ræða. Það er ætlað fólki með BA-gráður í heilbrigðis-, félags- eða fræðslugreinum svo sem félagsráðgjöfum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, geðhjúkr- unarfræðingum og prestum. Umsækjendur þurfa líka að vera búnir að starfa í tvö til þrjú ár til að komast inn. Helga segir nám í fjölskyldu- meðferð í boði alls staðar í kringum okkur og hún finnur fyrir áhuga hér. „Þeir sem hafa þegar sótt um eru búnir að bíða lengi eftir þessu námi hér á landi.“ - gun Mikilvæg stoð styrkt Helga Þórðardóttir er kennslustjóri hinnar nýju námsbrautar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  466 1016 www.ektafiskur.is Gullkistunni Okkar víðfrægu saltfisksteikur (Lomos) ásamt með hefðbundna íslenska þurrkaða saltfiskinum í gjafaöskju fást nú einnig í verslunum Hagkaupa! ÚTSALA YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Animal. Barnamyndir. Ýmsar gerðir. 14 x 14 cm. Verð 1.490,- NÚ 990,- 30 x 30 cm. Verð 3.490,- NÚ 2.490,- 990,- SPARAÐU 500,- Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða FR ÉT TA BL A Ð IÐ /R Ó SA N O RD IC PH O TO S/ G ET TY tómstundir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.