Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 68
44 13. júní 2009 LAUGARDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 5 9 1 1 1 TOKYO 13.06.09–13.07.09 SNERTING VIÐ JAPAN Í NORRÆNA HÚSINU REYKJAVÍK WWW.101TOKYO.IS NUNO kennir tauþrykk með ryði: Starfsfólk hins heimsþekkta textílfyrirtækis NUNO kennir litun á efnum með ryðguðum málmi. Þetta er einstök tækni sem NUNO hefur þróað. Theatre Products – MY DESIGN-námskeið: Hönnuðir Theatre Products tískumerkisins frá Tókýó standa fyrir námskeiði þar sem íslensk ungmenni fá tækifæri til að hanna sinn eigin topp eða bol. LISTASMIÐJUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG TÓNLIST SÝNINGAR LISTASMIÐJUR FYRIRLESTRAR TEIKNIMYNDIR SUNNUDAGSBÍÓ SUSHI TEXTÍLL ARKITEKTÚR VÍDEÓ LIST Í dag kl. 14 flytur stjórnspeking- urinn Chantal Mouffe fyrirlest- ur í Odda sem hún kallar „Rad- ical Politics Today“ og gerir þar grein fyrir hugmyndum sínum um róttæka stjórnmálabaráttu. Hún ber kenningar sínar saman við hugmyndir Antonios Negri á gagnrýninn hátt, en hann flutti fjölsóttan fyrirlestur hér á landi hinn 26. maí síðastliðinn. Mouffe er prófessor í stjórn- málafræði við Westminster- háskóla í London og þekkt fyrir kenningar sínar um róttækt lýð- ræði. Öðrum þræði eru skrif hennar ekki síður gagnrýni á aðra vinstrimenn og marxista, en Mouffe hefur um 25 ára skeið haldið á lofti nauðsyn þess að vinstrihreyfingar losi sig undan efnahagslegri nauðhyggju og víkki út hugmyndir sínar um stéttabaráttu. Heimsókn Mouffe er liður í fyrirlestraröðinni Endurkoma róttækninnar sem Nýhil stendur fyrir, og hefur það að markmiði að færa íslenska samfélagsumræðu nær róttækum hugmyndastraum- um. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að fram- sögu Mouffe lokinni. Hann er í sal HT 102 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, og hefst kl. 14. Endurkoma róttækninnar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 13. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Sumardjazz á Jóm- frúnni við Lækjargötu hefst á ný. B.T. Power Tríó flytur úrval innlendrar og erlendr- ar tónlistar. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Tríó Vadim Fyodorov flytur franskættaða kaffihúsatónlist, jazz og rússnesk þjóðlög á tónleikum í Slát- urhúsinu, menningarsetri við Lyngás á Egilsstöðum. 16.00 Guðrún Ingimars sópran og Jón- ína Erna Arnardóttir píanóleikari flytja íslensk og norræn sönglög á tónleikum í Borgarneskirkju í Borgarnesi. 20.00 Trúbatrixur verða með tónleika á Á Hótel Öldunni við Norðurgötu á Seyðisfirði. 21.00 Á Grand Rokk við Smiðjustíg verða tónleikar þar sem fram koma Bloodgroup, Benny Crespo‘s Gang, Agent Fresco og Sykur. 21.00 Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Víkurröst á Dalvík. 23.00 Megas og Senuþjófarnir verða á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Dansleikir Papar verða í Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Plötusnúðarnir Exos og Tweak verða á 800 Bar við Eyrarveg á Selfossi. Sálin verður á Hvíta húsinu við Hrísmýri á Selfossi. SSSól verða á Officera- klúbbnum á Miðnes- heiði í Reykjanesbæ ásamt Sprengjuhöll- inni. ➜ Menningarveisla Menningarveisla stendur yfir á Sólheim- um í Grímsnesi. Nánari upplýsingar á www.solheimar.is. 14.00 Borgardætur verða með tón- leika í Sólheimakirkju. ➜ Sýningar Sýning hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer „Pulp Machineries“ í Suð- suðvestri við Hafnargötu í Reykjanesbæ, hefur verið framlengd til 21. júní. Opið um helgar kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 21.00 Sýningarhópurinn Shoeboxtour sem samanstendur af sirkuslistamönn- um, verður með uppákomu í verksmiðj- unni á Hjalteyri. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 14.00 Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar sýningu sína „Tilbrigði - Variations“ í DaLí Gallery við Brekkugötu 9 á Akur- eyri. 15.00 Arnar Tryggvason opnar ljós- myndasýningu í Jónas Viðar Gallery við Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Seyð- isfirði, verða tvær opnanir. Elodie Hir- yczuk og Sjoerd van Oevelen sýna verk í rýminu Bókabúðin og Marta María Jónsdóttir sýnir ný málverk á Vestur- vegg. ➜ Leikrit 11.00 og 15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu, nýtt íslenskt leikrit með söng- vum þar sem blandast saman ævintýrin Rauð- hetta, Grísirnir þrír og Hans og Gréta. Sýningar fara fram í dag á Þrí- hyrningi á Grundar- firði kl. 11 og í Kven- félagsgarðinum á Stykkishólmi kl. 15. ➜ Málþing 11.00 Málþing undir yfirskriftinni „Myndlistin og tungutakið“ verður haldið í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg. Gunnar J. Árnason, Ragna Sigurð- ardóttir og Halldór Björn Runólfsson fjalla um efnið í tengslum við sýningu Hrafnkels Sigurðarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem nú stendur þar yfir. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiðsögn 14.00 Guðrún Gunnarsdóttir tekur á móti gestum milli kl. 14-16 og leiðir um sýningu sína „Hughrif“ sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12. Sýningin er opin mið.-lau. kl. 12-17. Sunnudagur 14. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Tónleikar verða í Laugarborg í Eyjafjarð- arsveit þar sem fram koma Salonsveit Sigurð- ar Ingva Snorrasonar og Gissur Páll Gissurarson tenór. Á efnisskránni verða ítalskar aríur, vínarlög og íslensk og erlend dægurlög. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Kársneskórinn undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur syngur íslensk lög undir berum himni í Paradísarlaut við Norðurá í Grábrókarhrauni. 16.00 KK verður á stofutónleikum Gljúfrasteins í húsi skáldsins þar sem hann flytur nýtt efni í bland við eldra. ➜ Göngur 14.00 Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir göngu um Nonnaslóð (Jóns Sveinssonar). Lagt verður af stað frá Nonnahúsi, Aðalstræti 54. Aðgangur er ókeypis. ➜ Menningardagskrá 101 TOKYO, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 13. júní-13. júlí. Aðgangur er ókeypis. 10.00 Listasmiðja þar sem starfsfólk textílfyrirtækisins NUNO kennir litun á efni með ryðguðum málum. 13.00 og 16.00 Hönnuðir Theatre Products standa fyrir námskeiði þar sem íslensk ungmenni fá tækifæri til að hanna sinn eigin topp eða bol. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður að Stang- arhyl 4 milli kl. 20 og 23.30. Dans- hljómsveitin Klassík leikur undir dansi. ➜ Listamannaspjall 14.00 Birgir Snæbjörn Birgisson og Davíð Örn Halldórsson verða með leið- sögn um sýninguna Rím sem nú stend- ur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún. 15.00 Aðalheiður Valgeirsdóttir verður með listamannaspjall á sýningu sinni sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bókaútgáfan Crymogea hefur komið sér fyrir á Barónsstíg 27 í Reykjavík. Þar var á fimmtudag opnuð sýning á málverkum Guð- rúnar Einarsdóttur, en bókaútgáf- an sendi fyrr á þessu ári frá sér afar vandaða bók um feril lista- konunnar sem gefin var út í sam- starfi við Listsjóð Dungal. Er það fyrsta bókin sem kemur út í rit- röð þessara aðila um verk sam- tímalistamanna. Næsta bókin í röðinni kemur út í haust og fjallar um verk Kristins E. Hrafnssonar. Gunnar J. Árnason heimspeking- ur ritar þar um list Kristins. Guðrún hefur á ferli sínum skapað myndheim sem vísar til náttúrulegra forma á borð við fléttur og skófir á steinum, vatns- gárur, sand og gróður. Í þessu skyni nýtir hún til hins ítrasta eiginleika olíulita sem skapa nán- ast náttúruleg form þegar þeir þorna en efnaferli þeirra getur tekið mörg ár að vinna og allan tímann eru verkin að þróast og breytast. Gestir og gangandi eru vel- komnir að kíkja á verk Guðrúnar í húsakynnum forlagsins við Bar- ónsstíg. Bókaútgáfan Crymogea sérhæfir sig í útgáfu bóka um list, ljósmyndun og hönnun. - pbb Sýning Guðrúnar á Barónsstígnum MYNDLIST Guðrún Einarsdóttir sýnir verk sín í húsnæði Crymogeu á Barónsstíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.