Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 68

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 68
44 13. júní 2009 LAUGARDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 5 9 1 1 1 TOKYO 13.06.09–13.07.09 SNERTING VIÐ JAPAN Í NORRÆNA HÚSINU REYKJAVÍK WWW.101TOKYO.IS NUNO kennir tauþrykk með ryði: Starfsfólk hins heimsþekkta textílfyrirtækis NUNO kennir litun á efnum með ryðguðum málmi. Þetta er einstök tækni sem NUNO hefur þróað. Theatre Products – MY DESIGN-námskeið: Hönnuðir Theatre Products tískumerkisins frá Tókýó standa fyrir námskeiði þar sem íslensk ungmenni fá tækifæri til að hanna sinn eigin topp eða bol. LISTASMIÐJUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG TÓNLIST SÝNINGAR LISTASMIÐJUR FYRIRLESTRAR TEIKNIMYNDIR SUNNUDAGSBÍÓ SUSHI TEXTÍLL ARKITEKTÚR VÍDEÓ LIST Í dag kl. 14 flytur stjórnspeking- urinn Chantal Mouffe fyrirlest- ur í Odda sem hún kallar „Rad- ical Politics Today“ og gerir þar grein fyrir hugmyndum sínum um róttæka stjórnmálabaráttu. Hún ber kenningar sínar saman við hugmyndir Antonios Negri á gagnrýninn hátt, en hann flutti fjölsóttan fyrirlestur hér á landi hinn 26. maí síðastliðinn. Mouffe er prófessor í stjórn- málafræði við Westminster- háskóla í London og þekkt fyrir kenningar sínar um róttækt lýð- ræði. Öðrum þræði eru skrif hennar ekki síður gagnrýni á aðra vinstrimenn og marxista, en Mouffe hefur um 25 ára skeið haldið á lofti nauðsyn þess að vinstrihreyfingar losi sig undan efnahagslegri nauðhyggju og víkki út hugmyndir sínar um stéttabaráttu. Heimsókn Mouffe er liður í fyrirlestraröðinni Endurkoma róttækninnar sem Nýhil stendur fyrir, og hefur það að markmiði að færa íslenska samfélagsumræðu nær róttækum hugmyndastraum- um. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að fram- sögu Mouffe lokinni. Hann er í sal HT 102 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, og hefst kl. 14. Endurkoma róttækninnar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 13. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Sumardjazz á Jóm- frúnni við Lækjargötu hefst á ný. B.T. Power Tríó flytur úrval innlendrar og erlendr- ar tónlistar. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Tríó Vadim Fyodorov flytur franskættaða kaffihúsatónlist, jazz og rússnesk þjóðlög á tónleikum í Slát- urhúsinu, menningarsetri við Lyngás á Egilsstöðum. 16.00 Guðrún Ingimars sópran og Jón- ína Erna Arnardóttir píanóleikari flytja íslensk og norræn sönglög á tónleikum í Borgarneskirkju í Borgarnesi. 20.00 Trúbatrixur verða með tónleika á Á Hótel Öldunni við Norðurgötu á Seyðisfirði. 21.00 Á Grand Rokk við Smiðjustíg verða tónleikar þar sem fram koma Bloodgroup, Benny Crespo‘s Gang, Agent Fresco og Sykur. 21.00 Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Víkurröst á Dalvík. 23.00 Megas og Senuþjófarnir verða á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Dansleikir Papar verða í Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Plötusnúðarnir Exos og Tweak verða á 800 Bar við Eyrarveg á Selfossi. Sálin verður á Hvíta húsinu við Hrísmýri á Selfossi. SSSól verða á Officera- klúbbnum á Miðnes- heiði í Reykjanesbæ ásamt Sprengjuhöll- inni. ➜ Menningarveisla Menningarveisla stendur yfir á Sólheim- um í Grímsnesi. Nánari upplýsingar á www.solheimar.is. 14.00 Borgardætur verða með tón- leika í Sólheimakirkju. ➜ Sýningar Sýning hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer „Pulp Machineries“ í Suð- suðvestri við Hafnargötu í Reykjanesbæ, hefur verið framlengd til 21. júní. Opið um helgar kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 21.00 Sýningarhópurinn Shoeboxtour sem samanstendur af sirkuslistamönn- um, verður með uppákomu í verksmiðj- unni á Hjalteyri. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 14.00 Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar sýningu sína „Tilbrigði - Variations“ í DaLí Gallery við Brekkugötu 9 á Akur- eyri. 15.00 Arnar Tryggvason opnar ljós- myndasýningu í Jónas Viðar Gallery við Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Seyð- isfirði, verða tvær opnanir. Elodie Hir- yczuk og Sjoerd van Oevelen sýna verk í rýminu Bókabúðin og Marta María Jónsdóttir sýnir ný málverk á Vestur- vegg. ➜ Leikrit 11.00 og 15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu, nýtt íslenskt leikrit með söng- vum þar sem blandast saman ævintýrin Rauð- hetta, Grísirnir þrír og Hans og Gréta. Sýningar fara fram í dag á Þrí- hyrningi á Grundar- firði kl. 11 og í Kven- félagsgarðinum á Stykkishólmi kl. 15. ➜ Málþing 11.00 Málþing undir yfirskriftinni „Myndlistin og tungutakið“ verður haldið í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg. Gunnar J. Árnason, Ragna Sigurð- ardóttir og Halldór Björn Runólfsson fjalla um efnið í tengslum við sýningu Hrafnkels Sigurðarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem nú stendur þar yfir. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiðsögn 14.00 Guðrún Gunnarsdóttir tekur á móti gestum milli kl. 14-16 og leiðir um sýningu sína „Hughrif“ sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12. Sýningin er opin mið.-lau. kl. 12-17. Sunnudagur 14. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Tónleikar verða í Laugarborg í Eyjafjarð- arsveit þar sem fram koma Salonsveit Sigurð- ar Ingva Snorrasonar og Gissur Páll Gissurarson tenór. Á efnisskránni verða ítalskar aríur, vínarlög og íslensk og erlend dægurlög. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Kársneskórinn undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur syngur íslensk lög undir berum himni í Paradísarlaut við Norðurá í Grábrókarhrauni. 16.00 KK verður á stofutónleikum Gljúfrasteins í húsi skáldsins þar sem hann flytur nýtt efni í bland við eldra. ➜ Göngur 14.00 Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir göngu um Nonnaslóð (Jóns Sveinssonar). Lagt verður af stað frá Nonnahúsi, Aðalstræti 54. Aðgangur er ókeypis. ➜ Menningardagskrá 101 TOKYO, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 13. júní-13. júlí. Aðgangur er ókeypis. 10.00 Listasmiðja þar sem starfsfólk textílfyrirtækisins NUNO kennir litun á efni með ryðguðum málum. 13.00 og 16.00 Hönnuðir Theatre Products standa fyrir námskeiði þar sem íslensk ungmenni fá tækifæri til að hanna sinn eigin topp eða bol. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður að Stang- arhyl 4 milli kl. 20 og 23.30. Dans- hljómsveitin Klassík leikur undir dansi. ➜ Listamannaspjall 14.00 Birgir Snæbjörn Birgisson og Davíð Örn Halldórsson verða með leið- sögn um sýninguna Rím sem nú stend- ur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún. 15.00 Aðalheiður Valgeirsdóttir verður með listamannaspjall á sýningu sinni sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bókaútgáfan Crymogea hefur komið sér fyrir á Barónsstíg 27 í Reykjavík. Þar var á fimmtudag opnuð sýning á málverkum Guð- rúnar Einarsdóttur, en bókaútgáf- an sendi fyrr á þessu ári frá sér afar vandaða bók um feril lista- konunnar sem gefin var út í sam- starfi við Listsjóð Dungal. Er það fyrsta bókin sem kemur út í rit- röð þessara aðila um verk sam- tímalistamanna. Næsta bókin í röðinni kemur út í haust og fjallar um verk Kristins E. Hrafnssonar. Gunnar J. Árnason heimspeking- ur ritar þar um list Kristins. Guðrún hefur á ferli sínum skapað myndheim sem vísar til náttúrulegra forma á borð við fléttur og skófir á steinum, vatns- gárur, sand og gróður. Í þessu skyni nýtir hún til hins ítrasta eiginleika olíulita sem skapa nán- ast náttúruleg form þegar þeir þorna en efnaferli þeirra getur tekið mörg ár að vinna og allan tímann eru verkin að þróast og breytast. Gestir og gangandi eru vel- komnir að kíkja á verk Guðrúnar í húsakynnum forlagsins við Bar- ónsstíg. Bókaútgáfan Crymogea sérhæfir sig í útgáfu bóka um list, ljósmyndun og hönnun. - pbb Sýning Guðrúnar á Barónsstígnum MYNDLIST Guðrún Einarsdóttir sýnir verk sín í húsnæði Crymogeu á Barónsstíg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.