Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 74
13. júní 2009 LAUGARDAGUR
sumarferdir.is
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
87.400 kr.frá
Fjölskylduherbergi með
hálfu fæði - hlaðborð!
Hotel Gala
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Tenerife
17. júní - 1. júlí
2 vikna ferð
Söngleikurinn Grease var
frumsýndur við glimrandi
undirtektir á fimmtudaginn
var.
Leikhúsgestir skemmtu sér kon-
unglega á frumsýningu þessa vin-
sæla söngleiks, en þetta er í þriðja
sinn sem hann er settur á svið hér
á landi. Þau Ólöf Jara Skagfjörð og
Bjartmar Guðmundsson fara með
hlutverk Sandyar og Dannys og
þóttu standa sig með prýði. Valgeir
Skagfjörð, faðir Ólafar Jöru, var
að sjálfsögðu viðstaddur frumsýn-
inguna og var afar stoltur af dótt-
ur sinni. „Fagnaðarlátunum ætl-
aði aldrei að linna og Ólöf Jara var
alsæl. Það var mikil pressa á henni,
enda ung að árum, en mér fannst
hún standa sig mjög vel. Sýningin
er fjörug og skemmtileg og ég er
viss um að hún muni slá í gegn.“
Meðal annarra frumsýningar-
gesta voru til að mynda Páll Óskar
Hjálmtýsson. Leikstjórinn Selma
Björnsdóttir sat spennt úti í sal
ásamt eiginmanni sínum, Rúnari
Frey Gíslasyni, en þau léku ein-
mitt í fyrstu Grease-uppfærslunni.
Vesturportsleikararnir Nína Dögg
Filippusdóttir og Björn Thors voru
einnig meðal gesta og þá mætti
borgarstjórinn Hanna Birna Kristj-
ánsdóttir og naut sýningarinnar í
botn. - sm
PABBI SANDY STOLTUR
VINKONURNAR Yrpa, Aníta, Ástrós og Fjóla höfðu gaman af
sýningunni.
SUMARSTEMNING Þær Viktoría, Jóhanna, Halldóra og Kristjana
skemmtu sér vel á söngleiknum, enda lífleg sýning.
SÖNGVARINN PÁLL ÓSKAR sagði sýninguna hafa slegið í gegn hjá áhorfendum, hér
sést hann ásamt ljósmyndaranum Oddvari Hjartarsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GREASE ER ORÐIÐ! Þær Anna, Katrín og Margrét voru á meðal
frumsýningargesta.
SKEMMTU SÉR STÓRVEL. Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona
ásamt Kristínu Unu og Silju Björk.
Lindsay Lohan og plötusnúðurinn Samantha
Ronson eru byrjaðar saman að nýju og segir
slúðurpressan að Lindsay hafi sést með trúlof-
unarhring á fingri. Er dvölin ekki löng í para-
dís frekar en fyrri daginn hjá stúlkunum og
eru þær strax farnar að rífast að nýju.
Lindsay og Samantha hættu saman í apríl,
en Lindsay sagði í þætti Ellen DeGeneres
stuttu síðar að þær stöllur væru að ræða
málin en hún forðaðist sambönd að svo
stöddu. Hún sagðist þó elska Samönthu og
vonaðist til að þær næðu saman að nýju,
þegar þær væru báðar á réttum stað í
lífinu til þess.
Svo virðist sem sú stund sé núna, en
Lindsay og Samantha eyddu þó nokkr-
um tíma í eltingarleiki um helstu klúbba
London, áður en þær flugu til Los Angeles
saman á miðvikudaginn. Skartaði Linds-
ay þá glæsilegum trúlofunarhring og skrif-
aði á Twitter að hún „færi frá London með
uppáhalds ferðafélaga sínum og kannski með
frábærar fréttir í farteskinu“. En fljótt
skipast veður í lofti og skömmu eftir að
lent var voru stelpurnar farnar að rífast
að nýju, sem endaði með því að Linds-
ay rauk á dyr, nú án demantshrings-
ins fína. Sama kvöld neitaði Samantha
að hafa beðið Lindsay og keypt handa
henni hring.
Faðir Lindsay, Michael Lohan, er hins
vegar hinn bjartsýnasti og trúir því nú,
þvert á fyrri skoðanir, að sambandið sé
dóttur hans gott. Hann sagði breska tíma-
ritinu Mirror að hann væri ánægður að sjá
að „á meðan þær voru í London þá gerði
Lindsay sitt og Samantha sitt án nokkurra
vandræða. Við sjáum hvað setur.“
SÆLLEG Á NÝ Lindsay vann hjarta
Samönthu á ný eftir talsverðan elting-
arleik í London. NORDICPHOTOS/GHETTY
Lohan og Ronson rífast
„Þetta er einn stærsti viðburður
sem Norræna húsið hefur lagt í og
er í fyrsta skipti sem við erum með
fókusinn á annað land en eitthvert
Norðurlandanna,“ segir Ilmur Dögg
Gísladóttir, kynningarfulltrúi fyrir
101 Tokyo snerting við Japan. Dag-
skráin hefst á morgun og stendur
til 13. júlí. Á dagskrá verður tón-
list, fyrirlestrar, bíósýningar, lista-
smiðjur og námskeið þar sem fólki
býðst meðal annars að kynna sér
sushi-gerð, japanska tesiði og læra
blekmálun og tauþrykk.
„ Þrátt fyrir landfræðilega fjar-
lægð við Japan eigum við Íslending-
ar margt sameiginlegt með
Japönum, svo sem þjóðsögur,
sterka tilfinningu fyrir nátt-
úruöflum og sveiflur í efna-
hagslífi,“ útskýrir Ilmur.
„Fólk frá götutískumerk-
inu Theatre Products og
textílfyrirtækinu Nuno er
að undirbúa sýningar og
listasmiðju. Sjö sauma-
konur hafa saumað 80
fermetra skrautlegt
bútasaumsteppi úr bútum frá Japan
og Epal sem þátttakendur í lista-
smiðju geta sniðið sín eigin föt
úr.“ Nánari upplýsingar um
dagskrána má nálgast á www
.101tokyo.is. - ag
Japönsk menning beint í æð
SUSHI ÚR ÍSLENSKUM FISKI
Matreiðslumeistarinn Yoshida
Kensaku verður með námskeið í
sushigerð í Norræna húsinu.
Hann er í stjórn félags
sushigerðarmanna í
Japan.