Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 6
6 13. júní 2009 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Heildarmat fasteigna lækkar um 0,3 prósent á árinu 2010 samkvæmt nýju mati frá Fasteignaskrá Íslands. Ný reikni- aðferð var hins vegar tekin í gildi fyrir árið 2010 og mætti áætla að munurinn sé í raun 10 prósent, að sögn Þorsteins Arnalds, aðstoð- arframkvæmdastjóra mats- og hagsviðs Fasteignaskrár Íslands. Í gamla matinu hafi verið kerfis- bundin skekkja. Samkvæmt matinu, sem taka ber með fyrirvara sökum nýrra reikniaðferða, hækkar mat á íbúð- arhúsnæði um 2,5 prósent. Fjöl- býlishús hafa hins vegar lækkað að raunvirði um 30 prósent frá því snemma á árinu 2008, segir Þor- steinn. Matið fyrir 2010 gerir ráð fyrir að mat á atvinnuhúsnæði lækki um 6 prósent, jarðir lækka um 2,2 prósent og sumarbústaðir lækka um 5 prósent. Sveitarfélög mega innheimta 0,5 prósent af fasteignamati íbúða í skatta og 1,32 prósent af öðrum fasteignum. Fasteignaskattur er aðskilinn útsvarinu. Tekjur á þessu ári vegna skattsins skila um 41 milljarði. Fasteignamat hefur einnig áhrif á holræsa-, vatns-, og lóðarleiguskatt sveitarfélaganna. Fasteignamatið 2010 er mun hærra samkvæmt nýju reikinaðferðinni en fyrir árið í ár. Það þýðir meiri tekjur fyrir sveitarfélögin. „Þetta er jákvætt fyrir sveitarfé- lögin en neikvætt fyrir skattgreið- endur,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Nýja aðferð- in er að hans mati betur til þess fallin að gera verðmatið nákvæm- ara. Hann telur jafnframt að veðr- ými fasteigna aukist með háu fast- eignamati. Lækkun á fasteignamati hefur óbein áhrif á verðbólgu í gegn- um skattheimtu sveitarfélaganna. Því meira sem fasteignamat lækk- ar, því meira má gera ráð fyrir að verðbólgan lækki. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arfulltrúi á Akureyri og stjórn- armaður í Fasteignaskrá Íslands, segir fasteignaskatt sveitarfélaga vera stofn sem ekki hafi verið nýtt- ur að fullu. Í Kópavogi er skattur- inn 0,259 prósent af fasteignamati íbúða, 0,268 prósent í Reykjanes- bæ, 0,22 prósent í Garðabæ, 0,24 prósent í Hafnarfirði, 0,32 pró- sent á Akureyri og 0,214 prósent í Reykjavík. Sigrún segir nýju reikniað- ferðina, þar sem hver fasteign er endurmetin árlega í ljósi kaup- samninga sem gerðir eru um sam- bærilegar eignir, mjög til bóta og sýni betur markaðsvirði fasteigna. Áður var fasteignaverð framreikn- að frá ári til árs og mat fylgdi ekki að fullu breytingum á markaðs- verði. Í nýju útreikningunum eru tekn- ir inn eiginleikar sem hafa áhrif á matið, eins og staðsetning, flatar- mál og byggingarár. Staðsetning getur haft mikil áhrif á fasteign- ir. Þannig getur sama hús í Graf- arvogi verið metið 54 prósent dýr- ara í Suður-Þingholtunum. Ef hús er flutt úr Suður-Þingholtum yfir á Miklubraut mundi fasteignamatið hins vegar lækka um 79 prósent. Fasteignamat ársins 2010 mið- ast við verðlag fasteigna í febrú- ar 2009. Fasteignaskrá sendir í næstu viku út tilkynningar til fasteignaeigenda þar sem matið er kynnt. „Matið berst í síðasta lagi á fimmtudag,“ sagði Margrét Hauks- dóttir, aðstoðarforstjóri Fasteigna- skrár. vidirp@frettabladid.is Fasteignamat lækkar í raun um tíu prósent Fjölbýlishús hafa lækkað um 30 prósent frá 2008. Ný reikniaðferð er notuð sem gerir fasteignamat hærra. Jákvætt fyrir sveitarfélög, neikvætt fyrir skattgreið- endur, segir prófessor. Bæjarfulltrúi segir fasteignaskatt ekki nýttan að fullu. BLAÐAMANNAFUNDUR Þorsteinn Arnalds aðstoðarframkvæmdastjóri, Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri og Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarmaður í Fasteigna- skrá, kynna niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2010 á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sveitarf. Breyting* á heildarmati** Reykjavík -1,2% Kópavogur -1,6% Garðabær +1,3% Hafnarfjörður -3,6% Reykjanesbær +10,4% Akureyri +0,4% Vestm.eyjar 0% Árborg 0% *Taka ber útreikningum með fyrirvara sökum nýrrar reikniaðferðar sem lögleidd var 1. janúar 2009. ** Inn í heildarfasteignamat reiknast íbúða- verð, verð á atvinnuhúsnæði, sumarbústöðum og jörðum. BREYTING EFTIR SVEITARFÉLÖGUM Hverfi Matsbreyting* Grafarvogur - norður -4,1% Suður-Þingholt +31,5% Hafnarfjörður - Vellir -16,2% Laugarneshverfi/Vogar +2,5% Hlíðar +2,9% Kópavogur - vesturbær +2,7% Meðaltal á höfuðb.svæðinu +1,25% *Taka ber alla útreikninga með fyrirvara sökum nýrrar reikniaðferðar sem lögleidd var 1. janúar 2009. BREYTINGAR Á HÖF- UÐBORGARSVÆÐINU „Ég vil ekki hugsa til þess að börnin mín geti verið skyldug til þátttöku í evrópskum her í framtíðinni.“ Innan ESB eru heimildir fyrir Evrópusambandsher og umræða fer nú fram innan ESB um nauðsyn þess að efla hernaðarmátt bandalagsins þar sem aðildarþjóðir eru skyldugar til að verja hver aðra. Erla Margrét Gunnarsdóttir, byggingartæknifræðingur Við erum ekki hermenn! Ertu sammála? Skráðu þig á www.heimssyn.is LÖGREGLUMÁL Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Óla- sonar, sem nú situr í gæsluvarð- haldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. Viðskiptafélaginn situr í stjórn- um tveggja fyrirtækja í eigu Sig- urðar og hefur tengst honum í gegnum nokkur önnur fyrirtæki sem nú eru farin í þrot. Þessi sami viðskiptafélagi Sig- urðar er auk þess endurskoðandi fyrirtækisins Shark ehf., báta- leigu sem stofnuð var af Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Árna Hrafni Ásbjörnssyni. Jónas og Árni sitja báðir í gæsluvarðhaldi vegna Pap- eyjarsmyglsins svokallaða. Jónas er grunaður um að vera annar af höfuðpaurunum í málinu og Árni Hrafn var handtekinn um borð í skútunni Sirtaki á flótta undan lögreglu. Þá var einnig leitað í húsi í eigu Sigurðar í Kaupmannahöfn í tengslum við Pólstjörnumálið svo- kallaða, sem kom upp á Fáskrúðs- firði árið 2007. Þá var 40 kílóum af fíkniefnum smyglað til landsins. Ársæll Snorrason, góðvinur Sigurðar, situr einnig í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Gæslu- varðhald yfir þriðja manninum, Gunnari Viðari Árnasyni, var framlengt um viku í gær. - sh Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja fíkniefni í Papey í apríl: Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn GÚMMÍBÁTURINN Viðskiptafélagi Sigurðar er enn fremur stjórnarmaður í fyrirtækinu sem auglýsti bátinn til leigu fyrr á árinu. MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, heimsótti fiskmark- að í Hull í Bretlandi á dögunum og mun hafa verið á leið á kynn- ingu á sjálfbærum sjávarútvegi í íslenska sendiráðinu í Lundún- um. Sjávarútvegsráðherra skoðaði uppboðsfyrirkomulag markað- arins og tölvustýrða fiskverkun, segir í frétt á Fishgate.com. Í fréttinni segir einnig að íslensk stjórn- völd séu að kanna mögu- leikann á því að ganga í Evr- ópusamband- ið, til að létta á efnahagserfið- leikum vegna kreppunnar. „En sjávarútvegsráðherrann dró ekki dul á andstöðu sína, og síns flokks, við hugmyndina,“ segir í fréttinni. „Ég trúi ekki á það að banka á dyr sem maður hefur engin áform um að ganga inn um,“ er haft eftir ráðherranum. Jón mun hafa verið í för með Friðriki J. Arngrímssyni, fram- kvæmdastjóra LÍÚ. - kóþ Sjávarútvegsráðherra á ferðalagi með framkvæmdastjóra LÍÚ: Vill ekki banka á dyr ESB JÓN BJARNARSON Tvennt með fölsuð skilríki Afganskur karlmaður og moldovísk kona hafa verið dæmd í fangelsi í mánuð fyrir að framvísa stolnum og fölsuðum vegnabréfum við komuna til landsins. Bæði játuðu brot sitt. DÓMSMÁL Tóku kannabis og lampa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti í fyrrakvöld kannabisræktun við húsleit í Kópavogi. Teknar voru um 100 kannabisplöntur og átta gróður- húsalampar. Karlmaður á fimmtugs- aldri, var handtekinn. LÖGREGLUMÁL Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri tók í vikunni skóflustungu að nýjum samreknum leik- og grunn- skóla í Úlfarsárdal. Reiknað er með um fjörutíu börnum á leikskólaaldri á fyrsta starfsári og svipuðum fjölda grunnskólabarna í 1. til 4. bekk. Áætl- aður kostnaður við framkvæmdirnar er 460 milljónir króna. REYKJAVÍK Eiga námslán að vera jafnhá atvinnuleysisbótum? Já 68% Nei 32% SPURNING DAGSINS Í DAG: Myndirðu sakna verslunar Máls og menningar af Laugavegin- um? Segðu skoðun þína á visir.is. ÍRAK, AP Leiðtogi stærsta stjórn- málaflokks súnní-múslima í Írak var drepinn í gær. Harith al-Obeidi og að minnsta kosti fjórir til viðbót- ar létust eftir að ungur maður kastaði handsprengju að al- Obeidi. Hann hafði nýlokið við að halda predikun í mosku í vesturhluta Bagdad og var fyrir utan moskuna þegar árásin átti sér stað. Forsætisráðherrann Noui al- Maliki varaði við því á fimmtu- dag að ofbeldi myndi líklega aukast í aðdraganda þingkosn- inga, sem verða í janúar. - þeb Ofbeldi eykst í Írak: Leiðtogi súnní- flokks drepinn REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi segir ósanngjarnt af Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa VG, að bendla Ólaf við söluna á Fríkirkjuvegi 11 í blaðinu í gær. Sem borgar- stjóri hafi Ólaf- ur, líkt og VG í landsstjórninni núna, þurft að „verka upp flór- inn“ eftir fyrri meirihluta. „Ég átti engan kost á því að slíta þeim skuldbindandi kaup- samningi sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylk- ing, ásamt Margréti Sverrisdóttur, höfðu gengið frá árið 2007,“ segir Ólafur. Hann minnir á að hann hafi barist gegn sölunni vorið 2006. - kóþ Borgarfulltrúi F-lista: Neyddist til að skrifa undir ÓLAFUR FRIÐRIK MAGNÚSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.