Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 28

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 28
28 13. júní 2009 LAUGARDAGUR J o Nesbø gerði hér stutt- an stans um daginn, flaug hingað frá Færeyjum þar sem hann hafði dags- part til að rölta um Þórs- höfn með Lízu Marklund og manni hennar. Tilefni heimsóknar hingað var að vera viðstaddur norrænt þing sem Hið íslenska glæpafélag stóð fyrir ásamt bræðra- og systrasamtökum sínum á Norðurlöndum. Glerlykill- inn var afhentur við það tilefni. Snaggaralegur maður Jo ber ekki með sér aldurinn, rétt fimmtugur er hann ungleg- ur, lágvaxinn og nettur maður, klæddur eins og snyrtilegur iðn- aðarmaður sem er fitt, ungæðis- legur. Hann á sérstakan feril að baki. Þótt hann sé orðinn þekktur víða um heim af sakamálasögum sínum sem hafa nú verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og vex álit á verkum hans víða um heim eftir því sem þýðingum á sögum hans fjölgar, þá var hann þjóðkunnur heima í Noregi þegar ritferillinn hófst árið 1997. Þá hafði hann um árabil verið frontmaður í norsku poppgrúppunni De Derre, gefið út fimm plötur og túrað um fimm ára skeið. Tveggja þjónn Jo er fæddur í Ósló 1960 og af millistéttarfólki kominn. Hann reyndist ekki hafa mikinn áhuga á námi og hætti námi 17 ára til að helga sig fótbolta en hann dreymdi um atvinnumennsku. Það átti ekki að verða. Meðan hann sinnti her- þjónustu tók hann upp kúrsa sem þurfti og komst í verslunarskóla. Honum virðist gefið að þjóna fleiri en einum herra því samfara námi kom hann bandinu í gang og eftir að námi var lokið hélt hann áfram að spila en starfaði á sama tíma sem miðlari í verðbréfum í Ósló: Við spiluðum 180 kvöld á ári þegar mest var að gera og ég vann allan þann tíma fulla vinnu í Ósló, setti mér það mark að fara alltaf heim eftir gigg, sem var oft erfitt og maður ansi framlágur marga morgna,“ segir hann. En afkoman var góð. Fimm vikna törn Kaflaskil urðu í lífi Jo árið 1997. „Það urðu þáttaskil í lífi mínu: ég hafði misst föður minn og það komst mikið rót á mig þannig að þegar vinur minn stakk upp á ferð til Ástralíu sló ég til. Fram að því hafði ég eytt öllu mínu afla- fé í ferðalög og mig langaði að sjá þennan heimshluta. Ég tók með mér tölvu og þar datt mér í hug að setja saman sögu. Smíðaði grind og bjó til söguhetju sem var ekki frumleg, hetjan heitir Harry Hole og er týpa í Marlowe-hefðinni, vinnur í lögreglunni í Ósló. Ég þekki svona menn og reyndi hvað ég gat. Eftir fimm vikur var sagan tilbúin og ég varð að viðurkenna að hún var ekki svo slæm. Þegar ég kom heim sendi ég handritið til Aschehaug undir dulnefni því ég vildi ekki að menn dæmdu bókina eftir því hver höfundurinn var, ég var það þekktur heima. Þeir köll- uðu á mig og spurði hvað ég hefði haft söguna lengi í smíðum. Tvö ár, sagði ég. Þeir keyptu réttinn og bókin kom út undir mínu nafni og henni var ágætlega tekið.“ Betur en það: fyrir Leðurblökumann- inn fékk Jo bæði Glerlykilinn og Riverton-verðlaunin fyrir besta krimma ársins. Drykkfelldur lögreglumaður Síðan eru liðin tólf ár: sögurnar um Harry Hole eru orðnar átta ef með er talin sú sem kemur út í haust. Fyrsta sagan, Leðurblöku- maðurinn, gerist í Ástralíu en þangað er Hole sendur til að kanna afdrif norskrar stúlku sem þar var myrt. Hole á við veruleg drykkju- vandamál að stríða og ber ábyrgð á dauða ungs lögregluþjóns heima í Noregi. Báðar fyrstu bækur Jo um Hole gerast á fjarlægum slóðum, í Ástralíu og Taílandi. Hann snýr ekki heim fyrr en með Rödstrupe – Rauðbrystingi eins og hún kallast í íslenskri þýðingu – árið 2000. Rauðbrystingur gerist á tveim- ur tímum, á okkar dögum og við Stalingrad 1940 þar sem norsk herdeild berst við heri borgarinnar með þýska umsátursliðinu. Það er ekki vel kunn staðreynd en fjöldi ungra Norðmanna gekk til liðs við þjóðverja. Það var norsk herdeild sem hélt lengst úti við neðanjarð- arbyrgi Hitlers í Berlín. Tvíklofin þjóð Ég spurði Jo hvort hann hafi í annan stað notað söguleg minni í sögum sínum. Hann svaraði því neitandi, utan þessa og svo hafi hann nýtt sér kynni af serbnesk- um leigumorðingja sem hann hafi kynnst við vinnslu heim- ildarverks sem hann tók saman 1999 með Esben Soeby. Og hvers vegna fór hann aftur til stríðs- áranna: „Það var vegna þess að sögur úr stríðinu einkenndu alla mína æsku: fjölskylda pabba var höll undir Þjóðverja, en fjölskylda mömmu tilheyrði andspyrnuhreyf- ingunni. Ég hafði því heyrt sögur alla mína tíð um þessa tvo and- stæðu hópa í Noregi.“ En hví er þessi staðreynd svo fáum kunn, spyr ég, að þúsundir Norðmanna börðust með þýska hernum? „Allt sem viðkom Noregi í stríðinu var þaggað niður. Hin opinbera skoð- un var sú að þeir sem studdu þjóð- verja, voru á þeirra bandi, væru svikarar, þeir voru meðhöndlaðir þannig, dæmdir og settir í fang- elsi,“ segir hann. „Það var margt skammarlegt gert á hlut þess fólks og unga fólkið þá fann til þess og skammaðist sín fyrir það.“ Nú er mikill áhugi vaknaður á stríðsár- unum, bæði í Noregi og Danmörku, og fólk þyrstir í sögur frá þessum tíma eins og aðsókn að Flammen og Citroen og Max Manus, tveimur stórmyndum sem sækja efni sitt í stríðsáraátökin, sýnir. Doktor Proktor og prumpið Jo hefur seinni árin snúið sér að öðrum skrifum en spennusögum um Harry Hole. Í fyrra kom hér út í þýðingu barnasaga eftir hann, Doktor Proktor og prumpuduftið. Þá hefur hann gefið út smásögur og tvær skáldsögur; önnur þeirra segir af Roger Brown sem er hausaveiðari „headhunter“ í Nor- egi okkar tíma, hin segir af ævin- týrum tryggingafræðings í Bomb- ay. Þessi hliðarspor eru ekki án tilgangs. Jo hefur varið hluta af tekjum sínum til að styrkja starf sem hjálpar börnum í þriðja heiminum að læra að lesa. Þessi brosmildi maður verður alvarlegur þegar hann er spurður út í þetta fyrir- tæki: „Við gerum okkur ekki grein fyrir því hér norður frá hvað við höfum það gott. Ég hef fínar tekj- ur, hef alveg nóg. Mín vandamál eru smá, á ég að kaupa mér stærri flatskjá, betri græjur, nýrri bíl, stærra hús? Ég hef nóg. Það var fyrir fáum árum ekki margt fólk í Noregi sem átti mikla peninga, og þá meina ég mikla peninga. Flest- ir höfðu það gott og þeir sem voru auðugir höfðu vit á að að vera ekki að láta mikið á sér bera. En núna eru til menn í Noregi sem eru vell- auðugir. Þeir gefa ekki mikið af sínu til samfélagsins, hvað þá til landa þar sem neyðin er stór. Ég vildi sýna þeim að jafnvel ég get gefið vænan hlut af mínum tekj- um til landa þar sem neyðin er stór, Jafnvel ég, ef það kynni að verða til þess að þeir hugsuðu sig um. Ég hef ekki mikla trú á að þró- unarhjálp geti breytt miklu, en ég hef trú á að fái börn tækifæri til að læra að lesa opnist þeim leiðir til að breyta samfélaginu sem þau lifa í, þau öðlist möguleika til sjálfs- bjargar sem þau hafa ekki nú.“ Kvikmyndir þrengja hugarflugið Jo er að verða æ stærri póstur í norrænu sakamálabylgjunni sem berst yfir Evrópu og vestur um haf. Leiti menn uppi heimasíðu hans á ensku má sjá hvernig menn eru markaðsettir fyrir hinn stóra heim. Ég spurði hann að lokum hvort hann hefði léð máls á því að Harry Hole, 194 cm á hæð og ljós yfir- litum, birtist okkur allsgáður og naskur, eða illa drukkinn og ekki síður naskur, á hvíta tjaldinu? Svo virðist vera sem snöggur vöxtur í norrænu sakamálasögunni sé ekki síður að hleypa grósku í norræna framleiðslu á kvikmyndum og sjón- varpsþáttaröðum. Jo stundi. „Það eru margir búnir að tala við mig en ég vil halda Harry á blaðsíðum bókanna. Ég hef selt kvikmynda- rétt að öðru. Mér finnst að um leið og sögupersóna eins og hann er kominn í kvikmynd þá takmarki það frelsi mitt og lesenda til að eiga samleið með honum, hvert sem hann annars fer.“ Og það er vísast. Vegur Jo Nesbø í vestrænni bóka- útgáfu er að aukast um mun. Hér á landi eru væntanlegar tvær aðrar sögur úr röðinni um Harry Hole og ekki er von á öðru en íslensk börn kynnist fleiri ævintýrum um Dokt- or Proktor því prumpuduft er hollt fyrir hláturtaugina. Fyrrverandi poppstjarna og verðbréfasali skrifar krimma Norski sakamálasagnahöfundurinn Jo Nesbø hitti Pál Baldvin Baldvinsson á dögunum og sagði á sér deili, nú þegar hann er að leggja heiminn að fótum sér með krimmaröðinni um Harry Hole. GAF ÚT FIMM PLÖTUR MEÐ HLJÓMSVEITINNI DE DERRE Jo Nesbø segir lát föður síns hafa valdið kaflaskilum í ífi sínu en þá byrjaði hann að skrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það kitlar hégómagirndina að sjá verk sín í erlendum búð- argluggum. Á Filippseyjum var ég í búð og sá sögu eftir mig. Við kassann benti ég á að bókin væri eftir mig. „Ég verð að kalla á verslunarstjórann,“ sagði stúlkan. Hann kom og tók mig út, bar saman við myndina á baki bókar- innar: Ertu með skilríki? Ég hafði þau ekki. Þú verður að koma með skilríki. Ég sagði ég væri bara að bjóða áritun ef þeir vildu. Svarið kom um hæl: þú verður þá að borga bókina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.