Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 12

Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 12
12 20. júní 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 31 Velta: 48 milljónir króna OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 266 +0,25% 740 +0,21% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +2,50% FØROYA BANKI +0,82% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR GR. -5,00% ÖSSUR -1,34% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 164,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 485,00 +0,00% ... Bakkavör 1,23 +2,50% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,70 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 +0,82% ... Icelandair Group 4,75 -5,00% ... Marel Food Systems 53,40 +0,00% ... Össur 110,50 -1,34% Landsbankinn hefur gert samninga við alþjóðlega banka um greiðslu- miðlun í erlendri mynt. Frá því í haust hefur erlend greiðslumiðl- un að mestu farið fram í gegnum Seðlabanka Íslands. „Nú liggur fyrir samstarfs- samningur við Citibank um opnun reikninga í öllum helstu viðskipta- myntum bankans,“ segir í tilkynn- ingu Landsbankans. Landsbankinn hefur jafnframt opnað reikning í kanadískum dölum hjá Royal Bank of Canada í Kanada, sænskum krónum hjá SEB í Svíþjóð, dönskum krónum hjá Jyske Bank í Danmörku og norskum krónum hjá DnB Nor í Noregi. - óká Hafa samið við erlenda banka ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 5/ 09 • Allt dreifikerfi rafmagnsveitu er neðanjarðar og er því ekki sjónmengun eins og víða erlendis. www.or.is Jónsmessu- ganga á Hengilinn Sunnudaginn 21. júní verður farin göngu- ferð upp á Hengil. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár. Þaðan niður í Innstadal og niður Sleggjubeinsskarðið. Gangan tekur um fimm klukkustundir og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður: góðir gönguskór, góður hlífðarfatnaður og nesti. Mæting í Hellisheiðar- virkjun við Kolviðarhól klukkan 20:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður verður tvísýnt verður gengin auðveldari leið. Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Í góðum félagsskap www.ss.is Air Atlanta Icelandic og norska flugfélagið Sundt Air hefja samstarf um fraktflug frá Noregi með júmbóþotu. Samdráttur á fraktflugsmarkaði verður til þess að leita þarf á ný mið, segir forstjóri Air Atlanta. Félögin fara saman í verkefnið undir heitinu Sundt Atlanta Skybridge. Air Atlanta Icelandic og norska einkaþotuleigan Sundt Air hafa hafið samstarf undir heitinu „Sundt Atlanta Skybridge“. Tilgangur samstarfsins er sagð- ur vera að kanna möguleika á markaðssetningu fraktflugs til fjarlægra landa með varning frá Skandinavíu. Fyrstu skref sam- starfsins voru tekin í gær þegar tekin var í notkun Boeing 747-200F risaþota sem nota á í flutninginn. Um er að ræða þriggja mánaða til- raunaverkefni, hefur norski frétta- vefurinn e24.no eftir Tor Bratli, forstjóra Sundt Air. Enn hafa vél- inni ekki verið tryggð verkefni, en félagið hefur þó þegar fengið fyr- irspurnir. Þá hefur verðskrá ekki verið búin til enn. „Við sitjum við að reikna út verð, en við fengum fyrirspurn frá Rauða krossinum um flutninga til Srí Lanka. Þar reiknast okkur til að verðmiðinn sé 300.000 dalir [rúmar 38 milljónir króna] fram og til baka,“ segir Bratli. Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta, segir aðstæður á markaði hafa ráðið því að leitað var þessa samstarfs við norska félag- ið, en vegna efnahagssamdráttar hefur á heimsvísu orðið 25 til 30 prósenta sam- dráttur í frakt- flugi. „Við vorum með vél sem var að losna af samn- ingi í Mið-Austur- löndum og hún endaði sitt flug í Evrópu. Frekar en að láta hana standa fórum við með hana til Oslóar og í samstarf við þetta norska félag,“ segir hann. Fyrsta kastið er gert ráð fyrir að leigja vélina í stök verkefni, segir Hannes, en jafnframt sé verið að kanna frekari tækifæri á markaði með Sunt Air. „Við horfum til þess hvort aðstæður leyfi að hefja áætl- unarflug með vörur út úr þessum markaði. Við erum svona að hugsa dálítið „út fyrir boxið“ með að finna þessari vél verkefni sem annars hefði staðið aðgerðalaus.“ Helst segir Hannes horft til tækifæra í að flytja lax og iðnaðar- varning til Bandaríkjanna. „En þetta er dæmi sem þarf að skoða vandlega,“ segir hann. Ekki verði farið út í áætlunarferðir með frakt án þess að það dæmi hafi verið reiknað til enda og vélin nýtist báðar leiðir. Í viðtali e24.no við forstjóra Sundt Air kemur jafnframt fram að forsvarsmenn félagsins séu í góðu sambandi við framleiðendur fiskmetis í Noregi og hafi þegar hafið viðræður við framleiðendur víðar á Norðurlöndum. Sundt Air er í eigu fjölskyldu milljarðamæringsins Pette C. G. Sundt og nokkuð gróið á sínu sviði í umsýslu flugvéla og leigu á einkaþotum. Félagið er sagt skuld- lítið og í góðri stöðu til að kanna ný tækifæri á markaði með Air Atlanta. olikr@frettabladid.is HANNES HILMARSSON FLUGVÉL AIR ATLANTA Risaþota eins og þessi hér er nú til taks á Gardemoen-flugvelli í Osló í Noregi undir merkjum Sundt Atlanta Skybridge tilbúin í til að flytja varning til fjarlægra landa. Vélin hefur vakið nokkra athygli enda fátítt að jafnstórar vélar hafi aðsetur eða fljúgi þaðan. Leita nýrra tæki- færa í samdrætti Allgóð sátt hefur náðst um frum- varp um eignaumsýslufélag ríkis- ins í efnahags- og skattanefnd. Helst er deilt um hvernig stjórn félagsins skuli skipuð. Annarri umræðu um frumvarpið lauk á þingi í gær. Frumvarpið hefur tekið nokkr- um breytingum og félagið sem stofna á til færst í áttina að því að verða „ráðgjafar og samræmingar- félag,“ svo notuð séu orð Péturs Blöndals, þingmanns Sjálfstæðis- flokks í umræðum þingsins í gær. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skattanefndar, kveðst mjög sáttur við hvernig til hafi tekist við að skapa sátt um frum- varpið, en málið vakti harðar deilur og viðbrögð þegar fyrst var við því hreyft að ríkið stofnaði sér- stakt félag til að fara með eignar- hald á „þjóðhagslega mikilvægum“ fyrirtækjum. Í umræðum á þingi kom fram að í þingnefndinni væru menn orðnir nokkuð sam- stíga um málið og urðu margir til að hrósa bæði samstarfinu og verkstjórninni í nefndinni. Helst er deilt u m hver n ig félaginu skuli skipuð stjórn, en fulltrúar Fram- sóknarflokksins í efnahags- og skattanefnd hafa gert athugasemd- ir við að ráðherra sé þar einráður. Fulltrúi Borgaraflokksins gerði einnig fyrirvara vegna þessa. Helgi segir að farið verði yfir þetta mál í lokayfirferð nefndar- innar áður en frumvarpið fer aftur fyrir þingið og verður að lögum. „Ég býst við að við gefum okkur næstu viku til að ljúka umfjöllun- inni endanlega,“ segir hann. Mats Josefsson, sænskur ráðgjafi forsætisráðuneytisins um endurreisn bankakerfisins, hreyfði fyrstur við hugmyndinni um eigna- umsýslufélagið, en slík skipan gaf góða raun í bankakreppu í Svíþjóð. Helgi segist hafa látið þýða frum- varpsdrögin og bera þau undir Mats sem sé sáttur við þau eins og þau séu. - óká HELGI HJÖRVAR VERÐMÆTI SÓTT Í HAFIÐ Á Alþingi bíður lokaafgreiðslu frumvarp um endurskipu- lagningu rekstrarhæfra atvinnufyrir- tækja. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, gefur breyttu frumvarpi blessun sína: Sátt að nást um eignarhaldsfélagið Stjórnendur svartsýnir „Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru vægast sagt svartsýnir á horfurnar í hagkerfinu en 55,2 prósent þeirra telja að aðstæður í efnahagslífinu verði verri eftir sex mánuði en þær eru í dag,“ segir í umfjöllun hagfræðideildar Landsbank- ans, en í daglegri Hagsjá bankans var í gær vitnað í niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem framkvæmd var dagana 19. til 29. maí síðastliðinn. Í könnuninni kom fram að ekki einn einasti maður taldi aðstæður vera góðar í efnahagslífinu, en það þarf ef til vill ekki að koma á óvart. Og þá ekki heldur að 97 prósent aðspurðra töldu þær vera slæmar. Hagkerfið er enda „í miðri stærstu gjaldeyris- og bankakreppu sem landið hefur þurft að takast á við,“ segir í Hagsjánni. Fólksfækkun í pípunum Þá kemur fram að um níutíu prósent stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja sig hafa nægt framboð af starfsfólki um þessar mundir. Ógnvænlegra er að tæplega þriðjung- ur þeirra telur að fækka muni í hópi starfsmanna sinna á næstu sex mán- uðum. „Endurspeglar þetta slakann sem er á vinnumarkaði og bendir til þess að undirliggjandi atvinnuleysi geti aukist enn á næstunni,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Eins er vitnað til þess að 37 prósent stjórnenda telji að hér verði verðhjöðnun næstu tólf mánuði. Þeir spá verðbólgu eftir tólf mánuði í -0,1 prósent sem er talsvert minni verðhjöðnun en þeir gerðu ráð fyrir í mars. „Þetta gæti skýrst af lækkun krónunnar á tímabilinu en verðbólgan hefur haldist hærri af þeim sökum,“ segir í riti hag- fræðideildar Landsbankans. Peningaskápurinn ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.