Fréttablaðið - 20.06.2009, Page 16
16 20. júní 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er er alveg sjálfstæð spurning
hvort þannig verði haldið á málum
að það takist. Fram hjá því verður
ekki horft að ýmis veikleikamerki
blasa við.
Viðfangsefnið er að tryggja
stöðug leika í ríkisfjármálum, á
vinnumarkaðnum, í peningamálum
og í samskiptum við aðrar þjóðir.
Á öllum þessum sviðum þurfa hlut-
irnir að ganga hratt og örugglega
fyrir sig. Til þess að svo megi verða
þarf pólitíska festu og stöðug leika.
Er þetta að gerast?
Athyglisvert er að í ýmsum
stórum málum hefur verið óvissa
um hvort allir þingmenn ríkisstjórn-
arinnar styddu þau mál sem hún er
með á prjónun-
um. Þetta á við
aðildar umsókn
að Evrópusam-
b a n d i nu o g
framtíðarstefnu
í peningamálum,
Icesave-samn-
ingana og svipt-
ingu veiðiheim-
ilda.
Þegar fyrstu
skattahækkanir ríkis stjórnarinnar
voru afgreiddar á dögunum var
sama uppi á teningnum. Atfylgi
sumra þingmanna stjórnarflokk-
anna kom ekki í ljós fyrr en við
þriðju og síðustu umræðu málsins.
Ofan á þetta kemur að heilbrigðís-
ráðherrann talar áfram gegn sam-
starfinu við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn eins og þegar hann var í
stjórnar andstöðu.
Látið hefur verið í veðri vaka
að þetta sé merki um ný lýðræð-
isleg vinnubrögð. Svo er þó ekki. Í
reynd er hér um að ræða pólitískan
veikleika. Þegar ríkisstjórn lendir
í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að
berja í innbyrðis bresti er einfald-
lega ekki næg orka í önnur við-
fangsefni. Hættan er líka sú að
þessi staða dragi smám saman
kjarkinn úr ríkisstjórninni til að
taka á viðfangsefnunum af því afli
sem þarf.
Við venjulegar aðstæður getur
pólitískur veikleiki af þessu tagi
gengið í einhver ár án stórs skaða.
Eins og nú háttar til er hann hins
vegar hættumerki. Það gæti þýtt að
endurreisnin dragist á langinn.
Meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði verður engin endurreisn. Meðan bankarnir mara
í hálfu kafi verður engin endur-
reisn. Meðan gula spjald Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins er á lofti og við
fáum ekki umsamin lán afgreidd
verður engin endurreisn. Spurn-
ingin er: Leysa þau mál sem nú eru
á döfinni um þessa bóndabeygju?
Viðræður aðila vinnumarkaðar-
ins við ríkisstjórnina eru ljós
punktur í stöðunni. Stöðugleiki á
vinnumarkaði er ein af helstu for-
sendum endurreisnarinnar. Greini-
legur vilji er til að gera stöðug-
leika á þessu sviði að veruleika.
Að einhverju leyti á að kaupa þann
frið með aukinni verðbólgu. Það
getur verið réttlætanlegt ef annað
helst í hendur.
Þá er það spurningin um ríkis-
fjármálin. Þau eru stærsti höfuð-
verkurinn. Á alla hefðbundna
mælikvarða eru þær ákvarðanir
sem ríkisstjórnin hefur nú þegar
tekið á þessu sviði umfangsmiklar.
En um margt eru þær ekki sann-
færandi þegar horft er á þá sér-
stöku stöðu sem nú ríkir.
Með hæfilegri einföldun má
segja að ráðagerðir ríkisstjórnar-
innar sýnist vera of hefðbundnar
við algjörlega óhefðbundnar
aðstæður. Kjarni málsins felst í
þeirri staðreynd að skattahækk-
anir hafa of mikið vægi en endur-
skipulagning ríkiskerfisins of
lítið.
Framtíðaráformin eru enn að
stórum hluta til á huldu. En að því
leyti sem þau hafa komið fram er
þar ekki að finna vísbendingar um
þá róttæku endurskipulagningu
opinberra umsvifa sem nauðsyn-
leg er til að skapa vissu um að ætl-
unarverkið muni takast þegar upp
verður staðið. Ósanngjarnt væri að
segja að ríkisstjórnin hefði setið
með hendur í skauti. Hún hefur
hins vegar ekki enn skapað trú á
að áform hennar í ríkisfjármálum
dugi.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
SPOTTIÐ
K
osningaréttur var baráttumál íslenskra kvenna í upphafi
síðustu aldar. Margir áfangasigrar hafa unnist síðan í bar-
áttunni fyrir samfélagi þar sem fullt jafnrétti ríkir milli
kvenna og karla, og enn er barist.
Á þessari vegferð hafa margar og merkar konur lagt sitt
af mörkum en stærstu skrefin í átt til jafnréttis unnust áreiðanlega á
áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda, fyrir bein og óbein
áhrif þeirrar hreyfingar kvenna sem kennd var við rauða sokka.
Nýfengnir áfangasigrar eru einnig talsvert merkir; kona í stóli
forsætisráðherra í fyrsta sinn á Íslandi og hærra hlutfall kvenna á
Alþingi en nokkru sinni fyrr. Því miður skiluðu síðustu þingkosningar
þó ekki áframhaldi á því metnaðarfulla verkefni vinstristjórnarinnar
að hafa kynjahlutfall ráðherra jafnt.
Nú þegar níutíu og fjögur ár eru síðan lög um kosningarétt kvenna
voru undirrituð fer nokkuð nærri að konur hafi öðlast jafnrétti á
við karla samkvæmt laganna hljóðan. Að auki eru í landinu sérstök
jafnréttislög sem eiga að tryggja að ekki sé brotið á rétti kvenna
vegna kynferðis þeirra.
Því fer þó fjarri að björninn sé unninn. Enn er alllangur vegur
að jafnrétti kynjanna og á stundum virðist það í órafjarlægð. Það
sem er óunnið er aukheldur allnokkuð erfiðara að festa á hönd en
lagaumhverfið, því nú er fengist við hefðir, viðhorf, traust, gildismat
og virðingu, svo eitthvað sé nefnt.
Meðal þess sem fest er í lög, og hefur verið um áratuga skeið, er að
ekki megi mismuna fólki í launum eftir kynferði. Tölur um launamun
kynjanna segja þó allt aðra sögu, sögu sem snýst um viðhorf, ekki bara
þeirra sem launin greiða, heldur líka þeirra sem við þeim taka.
Hlutfall kvenna á valdapóstum samfélagsins, utan Alþingis, er
ömurlegt, þrátt fyrir að konur gegni hér vissulega mikilvægum stjórn-
unarstörfum svo sem í háskólum og á stærsta sjúkrahúsi landsins. Á
þessu sviði er við öflugt tregðulögmál að etja. Á toppi samfélagsins
gilda leikreglur sem mótaðar eru af körlum og svo virðist sem konur
nái ekki inn í þann innsta hring nema að hafa náð tökum á þeim
leikreglum. Þetta verður að breytast. Í jafnréttissamfélagi mótast
leikreglur af viðhorfum beggja kynja og slíkt samfélag er áreiðanlega
bæði frjórra og skilvirkara en það sem við búum nú við, auk þess að
vera að líkindum friðvænlegra.
Dr. Joyce Neu, hópstjóri viðbragðshóps Sameinuðu þjóðanna
og Norska flóttamannasjóðsins á sviði sáttaumleitana, sem hér er
stödd á ráðstefnu þar sem fjallað er um aukna þátttöku kvenna í
ákvarðanatöku og friðarferlum, var í viðtali í Fréttablaðinu í gær.
Neu telur afar mikilvægt að konum fjölgi í friðarviðræðum, bæði sem
sáttasemjurum og sem samningamönnum deiluaðila. Hún bendir á að
almenningur, og þar með konur og börn, séu áttatíu til níutíu prósent
fórnarlamba í vopnuðum átökum en að raddir þessa hóps heyrist
aldrei við samningaborðið heldur eingöngu raddir hinna stríðandi
fylkinga.
Þetta er talandi dæmi um mikilvægi þess að sjónarmið beggja
kynja séu uppi á borði alls staðar í samfélaginu og alltaf. Baráttunni
má ekki linna fyrr en því takmarki er náð.
Eilífðarbaráttan fyrir jafnrétti kynja:
Níutíu og fjórum
árum síðar
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Pólitísk lausung er veikleikamerki
Samskipti Íslands við umheiminn eru einn af hornsteinum stöðugleika og endurreisnar. Samning-
ana við Breta og Hollendinga um
Icesave-reikninga Landsbankans
verður að skoða í því ljósi. Að því
leyti eru þeir nauðungarsamn-
ingar að bankastjórar og banka-
ráð Landsbankans komu Íslandi í
þá stöðu að fjármálaleg samskipti
landsins hafa lotið sömu lögmál-
um og gilda um hryðjuverkamenn.
Stjórnvöld verða að koma landinu
úr þeim fjötrum.
Fyrri ríkisstjórn kaus að fara
samningaleiðina að því marki. Það
var raunsætt mat. Alþingi sam-
þykkti þá stefnumörkun. Núver-
andi ríkisstjórn valdi að fylgja
henni þó að aðeins annar stjórnar-
flokkanna bæri ábyrgð á upphaf-
legri ákvörðun þar um. Samning-
sniðurstaðan er hins vegar alfarið
á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar-
flokka.
Aðrir kostir voru ófæruleiðir.
Síðasti möguleiki til að reyna
við þær ófærur var við myndun
núverandi ríkisstjórnar í lok jan-
úar. Enginn þeirra þriggja flokka
sem tóku ábyrgð á þeirri stjórnar-
myndun gerði þá kröfu um breytta
stefnu.
Réttilega má deila um niður-
stöðu samningsins. Það varð fjár-
málaráðherranum til pólitísks lífs
að draga til baka fullyrðingu um
að hún væri glæsileg. En það væri
óðs manns æði að fella samningana
á Alþingi eins og málum er komið.
Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á að
koma þeim í gegn.
Þeir þingmenn og ráðherrar
stjórnarflokkanna sem lýst hafa
efasemdum eða andstöðu verða
einfaldlega að skipta um skoðun. Í
sjálfu sér er engin hætta á öðru.
Völdin eru sætari en svo. Sinna-
skiptin verða skýrð með því að
nýjar upplýsingar hafi komið fram
við meðferð málsins. Það hefur nú
á vorþinginu orðið að eins konar
löggiltri sinnaskiptaástæðu.
Skortur á markvissri kerfisbreytingu
Valkosturinn við samninga er ófæruleið