Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 22

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 22
 20. júní 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Þórður Grímsson skrifar um framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End“ sem fulltrúa Íslands á Feneyja- tvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyja- tvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann“; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi“. Andr- eas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga.“ Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl. is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um lista- verkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrir- sætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko,“ sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo- skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar.“ „Af hverju gula rönd?“ spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitt- hvað sem ég var alveg „obsessed“ af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna“ og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?“ spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur).“ Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, ein- ungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers“. Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft“. Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá nei- kvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir mál- verkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Kletta- fjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hug- leiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og kom- ast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krútt- aður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eigin- lega bara rosalega flott hjá „litlustu“ þjóðinni og „litlasta“ landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hug- myndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undir- rituðum finnst að Christian Schoen, Kynningar- miðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðu- neytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóð- félaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistarmaður. Prump er ekki list UMRÆÐAN Bára Friðriksdóttir skrif- ar um gjöld kirkjunnar Hinn 26. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Guðmunds- son, um að Þjóðkirkjan sé undanþegin fasteignaskatti og lóðagjöldum. Þar vísar hann í lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Honum finnst ekki ástæða til þess að nefna að allar kirkjur og bænhús annarra trúfélaga sem eru skráð hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fá sama afslátt. Í 5. gr. laganna er líka til- tekið að safnhús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni eru undanþegin sama skatti. Einnig lætur hann liggja á milli hluta að sendiráð erlendra ríkja hér á landi og hús alþjóða- stofnana eru undanþegin fasteigna- skatti og lóðaréttindum. Guðmund- ur talar um lóðagjöld en í lögunum segir að ofantaldar stofnanir hljóti niðurfellingu á lóðarréttindum. Fasteignagjöld samanstanda af fast- eignaskatti, lóðaleigu, sorphirðu- gjaldi, holræsagjaldi og vatnsgjaldi og fá ofantaldir aðilar niðurfellingu á fyrstu tveim liðunum, af hinum greiðir Þjóðkirkjan sín gjöld. Afsláttur fasteignagjalda Auk afslátta af gjöldum til ofan- greindra aðila fella sveitarstjórnir oft niður fasteignaskatt fleiri aðila. Þær hafa heimildir í lögum nr. 4/1995 sjá 5. gr. „Sveitarstjórn er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mann- úðarstörf.“ Neðar í sömu grein er vísað til heimildar sveitarstjórna að veita afslátt eða niðurfellingu til tekjulágra elli og örorkuþega. Víða gefa sveitarfélög eldri borgurum afslátt á fasteignagjaldi. Vonandi halda þeir ívilnun þó að þrengi að því þeir hópar þurfa sannarlega á fjárstuðningi að halda. Einnig hafa íþróttafélög víða fengið afslátt. Von- andi fær hann að halda sér í kreppunni því öll félögin fyrir utan sendiráðin í 5. gr. 4/1995 vinna að mann- úðarmálum og öll að bættu samfélagi. Þjóðkirkjan leggur fram þjónustu við mikið félags- starf frá vöggu til grafar, t.d. æskulýðsstarf sem hefur mikið forvarnargildi. Þjóðkirkjan og aðrir Guðmundur talaði um 16 kirkjur í Reykjavík með fasteignamat upp á 6 milljarða. Þær eru reyndar 15 (kannski telur hann Seltjarnar- neskirkju með) og er fasteigna- mat þeirra auk safnaðarheimila 5.848.320.000 krónur. Hann gerir ráð fyrir 100 milljónum í fast- eignagjöld. Af B-flokki fasteigna í Reykjavík reiknast mér að fast- eignagjöldin séu 401.345.542 kr. þar af greiðir kirkjan 324.147.718 kr. Hann sér ofsjónum yfir þessum afslætti hjá Þjóðkirkjunni. Til að átta sig á þessu í sam- hengi við annað og víkka myndina má nefna að fasteignamat íþrótta- hússins Fjölnis í Grafarvogi er 1.374.650.000. Það er eitt stakt hús, byggt alfarið á kostnað Reykjavíkur- borgar. Það hefur rétt á að sækja um fasteignaskattsafslátt og fær góða styrki, eins og önnur íþrótta- félög frá borginni. Væri réttlátt að antisportistar heimtuðu að notend- ur stæðu undir öllum kostnaðinum? Íþróttamannvirki, kirkjur, safn- og menningarhús, allt er þetta samfé- lagsauður þegar það er notað til uppbyggingar og viðhalds góðu mannlífi. Við eigum að styðja það. Guðmundur hafði allt á hornum sér varðandi Hallgrímskirkju og núverandi viðhaldskostnað sem hann taldi allan úr vasa skattborg- ara. Bygging Hallgrímskirkju var alfarið ákvörðun Alþingis, enda ekki á færi safnaðarins að standa undir henni. Núverandi viðhald skiptist jafnt á milli ríkis, borgar og Hallgrímskirkju það ég best veit. Það kemur kannski sumum á óvart en Hallgrímskirkja er fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Þar koma 300.000 ferðamenn á ári, það er fyrir utan allt safnaðarstarf og tónleikahald. Á veraldarvefn- um flokkast hún sem ein af 10 ein- stæðustu kirkjum í heiminum þó að Guðmundur sjái ekkert fallegt við hana (sjá til dæmis „10 most unique churches“ á google). Viðhald kirkna Viðhaldskostnaður kirkna leggst almennt að langmestu leyti á við- komandi sókn. Það eru félagsgjöld þjóðkirkjufólksins sem borga. Auk þess getur sóknin sótt um styrk í jöfnunarsjóð kirkna en hann er hlutfalls lega lítill, enda eiga margar kirkjur í vanda með við- hald. Það er ekki spennandi að skera niður gróskumikla starfsemi svo að steinninn haldi sér. Þess vegna skiptir félagsgjald skráðra þjóðkirkju meðlima miklu máli. Ríkið innheimtir gjaldið, 855 krónur á mánuði af 16 ára og eldri og skil- ar kirkjunni. Það kostar þig 10.260 krónur að vera í kirkjunni á ári og ekkert fyrir börnin. Af þessari inn- komu þarf hver kirkja að standa straum af öllum kostnaði sínum. Félagsauður er mikill í kirkjunni auk menningarlegs- og trúarlegs auðs. Dýrmætasti auður kirkjunn- ar felst í von trúarinnar. Við eigum aðgang að höfundi sköpunarverks- ins í gegnum Jesú Krist. Þar er elskandi hugur sem skilur okkur og heyrir. Þar er máttugur Guð sem vill leiða þjóðina í gegnum aðsteðj- andi erfiðleika. Það veitir mér styrk og hjálp að biðja fyrir þjóð og ráða- mönnum í þessum þrengingum. Trúin í kristinni kirkju veitir mikla huggun, uppörvun, aðhald og von. Þeim hefur fjölgað sl. vetur sem hafa leitað til kirkjunnar. Guð gefi að siðferði Krists fái að byggja upp sterkari þjóð. Höfundur er sóknarprestur. Kirkjan skilar mannauði BÁRA FRIÐRIKSDÓTTIR ÞÓRÐUR GRÍMSSON Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. Á skítugum skónum?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.