Fréttablaðið - 20.06.2009, Síða 63

Fréttablaðið - 20.06.2009, Síða 63
LAUGARDAGUR 20. júní 2009 43 *Streymi á erlendri tónlist um ADSL internetþjónustu flokkast sem erlent niðurhal, nánar á Tónlist.is. **Viðskiptavinir í GSM áskrift, Mínu Frelsi eða ADSL internetþjónustu. Takmarkaður fjöldi áskrifta. Í sumar býður Síminn viðskiptavinum sínum Sumaráskrift* að Tónlist.is fyrir 0 kr. aukalega.** Þar geta þeir hlustað á uppáhaldslögin sín í símanum eða tölvunni eins oft og þeir vilja. Þú færð ekki bara uppáhaldslagið þitt, heldur 2,5 milljónir íslenskra- og erlendra laga til við- bótar. Farðu á siminn.is, skráðu þig og njóttu þess að hlusta hvar og hvenær sem er. Milljónir laga í símann og tölvuna án þess að borga krónu aukalega! Það er Skráðu þig á siminn.is Undirbúningur fyrir Ástardrykkinn eftir Donizetti er nú kominn á fullt skrið í Íslensku óperunni, en óperan verður frumsýnd þann 25. október nú haust en sviðsetningu óperunnar síðla vetrar á verkinu var frestað. Ráðið hefur verið í allar stöður og liggur fyrir að um áttatíu manns taki þátt í uppfærslunni á hverri sýningu. Nokkrir af fremstu óperusöngvur- um Íslands af ungu kynslóðinni hafa verið ráðnir í fimm aðalhlutverk sýningarinnar; Garðar Thór Cortes í hlutverk Nemorino, Dísella Lárus- dóttir í hlutverk Adinu, Bjarni Thor Kristinsson í hlutverk Dulcamara, Ágúst Ólafsson í hlutverk Belcore og Hallveig Rúnarsdóttir í hlutverk Gianettu. Þá munu Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson einnig syngja hlutverk Adinu og Nemorino á sýningatímabilinu. Sama listræna stjórn og stóð að hinni vel heppnuðu uppfærslu Óperu- stúdíós Íslensku óperunnar á Cosi fan tutte Mozarts stendur að sýn- ingunni nú; Ágústa Skúladóttir leik- stjóri, Guðrún Öyahals leikmynda- höfundur, Katrín Þorvaldsdóttir búningahönnuður, Páll Ragnarsson ljósahönnuður og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri. Þá taka kór og hljómsveit Íslensku óperunnar þátt í sýningunni. Ástardrykkurinn (L’elisir d’amore) eftir Donizetti var saminn árið 1832 og þykir ein skemmtilegasta ópera tónbókmenntanna. Í þessari gaman- óperu, sem er lífleg ástarsaga, segir frá hinum unga sveitastrák Nemor- ino sem er ástfanginn af hinni ríku og fögru Adinu, en herforinginn Belcore hefur einnig miklar mætur á henni. Í því skyni að vinna ástir hennar kaupir Nemorino ástardrykk af „töfralækninum“ Dulcamara. Þegar Adina kemst að því að Nem- orino hefur orðið að skrá sig í her- inn til að festa kaup á drykknum er hún hrærð og sér hve heit og sönn ást hans er. Hún greiðir fyrir lausn hans undan herskyldu og parið nær loksins saman. Miðasala á sýning- una hefst í ágúst. Ástardrykkurinn byrlaður á ný LEIKLIST Ágústa Skúladótir setur Ástardrykkinn á svið. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 20. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Smásveit Reykjavíkur (hluti af Stórsveit Reykjavíkur) kemur fram á tónleikum sumartónleikaraðar Jómfrúar- innar við Lækjargötu. Á efnisskránni verður fjölbreytt úrval djassstandarda. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 15.00 Helga Sigurlín Aminoff Ingi- mundardóttir opnar málverkasýningu þar sem hún sýnir olíumálverk, í Listasal Iðu-hússins við Lækjargötu 2a. Opið alla daga kl. 9-22. ➜ Ljóðadagskrá 21.00 Ljóðadagskrá með rokkuðu ívafi verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Einar Már Guð- mundsson er umsjónar- maður dagskrárinnar og gestir hans verða Kristján Pétur Sigurðsson og Þórarinn Hjartarson. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátiðin við Djúpið á Ísafirði, 18.-23. júní. Nánari upplýsingar www. viddjupid.is 12.00 Ingunn Ósk Sturludóttir, messó- sópran verður með tónleika í Ísafjarðar- kirkju við Sólgötu. 17.00 Kammersveitin Ísafold heldur hátíðartónleika í Ísafjarðakirkju. ➜ Myndlist Í i8 Gallery við Klapparstíg 33 hafa verið opnaðar sýningar á verkum Anth- ony McCall og Finnboga Péturssonar. Opið þri.-fös. kl. 11-17 og lau. kl. 13-17. ➜ Menningardagskrá 101 Tokyo, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 5. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 18.00 Prófessor Tadanori Nagasawa frá Musashino listaháskólanum heldur fyrirlestur um japanska nútímahönnun. Aðgangur er ókeypis. ➜ Flughelgi Flugsafn Íslands stendur fyrir dagskrá um helgina Akureyrar- flugvelli við safnið. Aðgangur er ókeyp- is. 10.00 Íslandsmót í listflugi. 12.00 Opnun sýningar í Flugsafninu. 13.00 Spyrnukeppni. ➜ Sýningar Í Víkingaheimum við Víkingarbraut 1 í Reykjanesbæ stendur yfir sýningin „Vík- ingar Norður-Atlantshafsins“. Þar má einnig sjá víkingaskipið Íslending. Opið alla daga kl. 11-18. ➜ Síðustu forvöð Sýningu hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer „Pulp Machineries“ í Suð- suðvestur við Hafnargötu í Reykjanes- bæ, lýkur á sunnudag. Opin lau. og sun. kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Sýningum Aðalheiðar Valgeirsdóttur og Karls Ómarssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, lýkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl.13-17. Aðgangur er ókeypis. ➜ Á Seyði 2009 16.00 Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði við Austurveg, verður kynnt Menningardagskráin á Seyði 2009 auk þess sem Kristján Steingrímur Jónsson og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opna sýningar. Hljómsveitin Létt á bárunni flytur nokkur lög. ➜ Menningarveisla Menningarveisla stendur yfir á Sólheim- um í Grímsnesi. Nánari upplýsingar á www.solheimar.is. 14.00 Hljómsveitin Buff heldur tón- leika í Sólheimakirkju. ➜ Dansleikir Sálin verður á Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Sniglabandið verður á Players við Bæjar- lind í Kópavogi. Papar og Egó verða á NASA við Austur- völl. No Limits 90‘s partý verður haldið á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Sunnudagur 21. júní 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika saxófóndúetta í Gljúfra- stein, húsi Skáldsins. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátiðin við Djúpið á Ísafirði, 18.-23. júní. Nánari upplýsingar www. viddjupid.is 11.00 Tónlistarmessa í Ísafjarðarkirkju við Sólgötu. 12.00 Una Sveinbjarnardóttir fiðla og Vovka Ashkenazy píanó verða með stutta morguntónleika í Ísafjarðakirkju. 16.00 Sólstöðutónleikar í Ísafjarðar- kirkju. ➜ Menningardagskrá 101 Tokyo, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 5. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 15.00 Matreiðslumeistararnir Yoshida Kensaku og Tetsunori Segawa sýna hvernig á að búa til sushi úr íslenskum fiski. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, milli kl. 20-23.30. Dans- hljómsveitin Klassík leikur danlög við allra hæfi. ➜ Leiðsögn 15.00 Una Dóra Copley og Hafþór Yngvason verða með leiðsögn um sýn- inguna „Frá Unuhúsi til Áttunda strætis“ á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. ➜ Flughelgi Flugsafn Íslands stendur fyrir dagskrá um helgina Akureyrarflugvelli við safnið. 11.00 Útsýnis- og kynnisflug verður milli kl. 11 og 17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.