Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2009, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 20.06.2009, Qupperneq 63
LAUGARDAGUR 20. júní 2009 43 *Streymi á erlendri tónlist um ADSL internetþjónustu flokkast sem erlent niðurhal, nánar á Tónlist.is. **Viðskiptavinir í GSM áskrift, Mínu Frelsi eða ADSL internetþjónustu. Takmarkaður fjöldi áskrifta. Í sumar býður Síminn viðskiptavinum sínum Sumaráskrift* að Tónlist.is fyrir 0 kr. aukalega.** Þar geta þeir hlustað á uppáhaldslögin sín í símanum eða tölvunni eins oft og þeir vilja. Þú færð ekki bara uppáhaldslagið þitt, heldur 2,5 milljónir íslenskra- og erlendra laga til við- bótar. Farðu á siminn.is, skráðu þig og njóttu þess að hlusta hvar og hvenær sem er. Milljónir laga í símann og tölvuna án þess að borga krónu aukalega! Það er Skráðu þig á siminn.is Undirbúningur fyrir Ástardrykkinn eftir Donizetti er nú kominn á fullt skrið í Íslensku óperunni, en óperan verður frumsýnd þann 25. október nú haust en sviðsetningu óperunnar síðla vetrar á verkinu var frestað. Ráðið hefur verið í allar stöður og liggur fyrir að um áttatíu manns taki þátt í uppfærslunni á hverri sýningu. Nokkrir af fremstu óperusöngvur- um Íslands af ungu kynslóðinni hafa verið ráðnir í fimm aðalhlutverk sýningarinnar; Garðar Thór Cortes í hlutverk Nemorino, Dísella Lárus- dóttir í hlutverk Adinu, Bjarni Thor Kristinsson í hlutverk Dulcamara, Ágúst Ólafsson í hlutverk Belcore og Hallveig Rúnarsdóttir í hlutverk Gianettu. Þá munu Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson einnig syngja hlutverk Adinu og Nemorino á sýningatímabilinu. Sama listræna stjórn og stóð að hinni vel heppnuðu uppfærslu Óperu- stúdíós Íslensku óperunnar á Cosi fan tutte Mozarts stendur að sýn- ingunni nú; Ágústa Skúladóttir leik- stjóri, Guðrún Öyahals leikmynda- höfundur, Katrín Þorvaldsdóttir búningahönnuður, Páll Ragnarsson ljósahönnuður og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri. Þá taka kór og hljómsveit Íslensku óperunnar þátt í sýningunni. Ástardrykkurinn (L’elisir d’amore) eftir Donizetti var saminn árið 1832 og þykir ein skemmtilegasta ópera tónbókmenntanna. Í þessari gaman- óperu, sem er lífleg ástarsaga, segir frá hinum unga sveitastrák Nemor- ino sem er ástfanginn af hinni ríku og fögru Adinu, en herforinginn Belcore hefur einnig miklar mætur á henni. Í því skyni að vinna ástir hennar kaupir Nemorino ástardrykk af „töfralækninum“ Dulcamara. Þegar Adina kemst að því að Nem- orino hefur orðið að skrá sig í her- inn til að festa kaup á drykknum er hún hrærð og sér hve heit og sönn ást hans er. Hún greiðir fyrir lausn hans undan herskyldu og parið nær loksins saman. Miðasala á sýning- una hefst í ágúst. Ástardrykkurinn byrlaður á ný LEIKLIST Ágústa Skúladótir setur Ástardrykkinn á svið. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 20. júní 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Smásveit Reykjavíkur (hluti af Stórsveit Reykjavíkur) kemur fram á tónleikum sumartónleikaraðar Jómfrúar- innar við Lækjargötu. Á efnisskránni verður fjölbreytt úrval djassstandarda. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 15.00 Helga Sigurlín Aminoff Ingi- mundardóttir opnar málverkasýningu þar sem hún sýnir olíumálverk, í Listasal Iðu-hússins við Lækjargötu 2a. Opið alla daga kl. 9-22. ➜ Ljóðadagskrá 21.00 Ljóðadagskrá með rokkuðu ívafi verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Einar Már Guð- mundsson er umsjónar- maður dagskrárinnar og gestir hans verða Kristján Pétur Sigurðsson og Þórarinn Hjartarson. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátiðin við Djúpið á Ísafirði, 18.-23. júní. Nánari upplýsingar www. viddjupid.is 12.00 Ingunn Ósk Sturludóttir, messó- sópran verður með tónleika í Ísafjarðar- kirkju við Sólgötu. 17.00 Kammersveitin Ísafold heldur hátíðartónleika í Ísafjarðakirkju. ➜ Myndlist Í i8 Gallery við Klapparstíg 33 hafa verið opnaðar sýningar á verkum Anth- ony McCall og Finnboga Péturssonar. Opið þri.-fös. kl. 11-17 og lau. kl. 13-17. ➜ Menningardagskrá 101 Tokyo, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 5. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 18.00 Prófessor Tadanori Nagasawa frá Musashino listaháskólanum heldur fyrirlestur um japanska nútímahönnun. Aðgangur er ókeypis. ➜ Flughelgi Flugsafn Íslands stendur fyrir dagskrá um helgina Akureyrar- flugvelli við safnið. Aðgangur er ókeyp- is. 10.00 Íslandsmót í listflugi. 12.00 Opnun sýningar í Flugsafninu. 13.00 Spyrnukeppni. ➜ Sýningar Í Víkingaheimum við Víkingarbraut 1 í Reykjanesbæ stendur yfir sýningin „Vík- ingar Norður-Atlantshafsins“. Þar má einnig sjá víkingaskipið Íslending. Opið alla daga kl. 11-18. ➜ Síðustu forvöð Sýningu hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer „Pulp Machineries“ í Suð- suðvestur við Hafnargötu í Reykjanes- bæ, lýkur á sunnudag. Opin lau. og sun. kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Sýningum Aðalheiðar Valgeirsdóttur og Karls Ómarssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, lýkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl.13-17. Aðgangur er ókeypis. ➜ Á Seyði 2009 16.00 Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði við Austurveg, verður kynnt Menningardagskráin á Seyði 2009 auk þess sem Kristján Steingrímur Jónsson og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opna sýningar. Hljómsveitin Létt á bárunni flytur nokkur lög. ➜ Menningarveisla Menningarveisla stendur yfir á Sólheim- um í Grímsnesi. Nánari upplýsingar á www.solheimar.is. 14.00 Hljómsveitin Buff heldur tón- leika í Sólheimakirkju. ➜ Dansleikir Sálin verður á Sjallanum við Geislagötu á Akureyri. Sniglabandið verður á Players við Bæjar- lind í Kópavogi. Papar og Egó verða á NASA við Austur- völl. No Limits 90‘s partý verður haldið á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Sunnudagur 21. júní 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika saxófóndúetta í Gljúfra- stein, húsi Skáldsins. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátiðin við Djúpið á Ísafirði, 18.-23. júní. Nánari upplýsingar www. viddjupid.is 11.00 Tónlistarmessa í Ísafjarðarkirkju við Sólgötu. 12.00 Una Sveinbjarnardóttir fiðla og Vovka Ashkenazy píanó verða með stutta morguntónleika í Ísafjarðakirkju. 16.00 Sólstöðutónleikar í Ísafjarðar- kirkju. ➜ Menningardagskrá 101 Tokyo, japönsk menningardagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu 5. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 15.00 Matreiðslumeistararnir Yoshida Kensaku og Tetsunori Segawa sýna hvernig á að búa til sushi úr íslenskum fiski. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, milli kl. 20-23.30. Dans- hljómsveitin Klassík leikur danlög við allra hæfi. ➜ Leiðsögn 15.00 Una Dóra Copley og Hafþór Yngvason verða með leiðsögn um sýn- inguna „Frá Unuhúsi til Áttunda strætis“ á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. ➜ Flughelgi Flugsafn Íslands stendur fyrir dagskrá um helgina Akureyrarflugvelli við safnið. 11.00 Útsýnis- og kynnisflug verður milli kl. 11 og 17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.