Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 64

Fréttablaðið - 20.06.2009, Side 64
44 20. júní 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Bandarísk/kínverski hönnuðurinn Alexander Wang vakti mikla athygli fyrir kvenlega og kynþokkafulla línu sína fyrir haust og vetur 2009. Hann notaði mikið svart og leður og virtist innblásinn af „eighties“-tísku þar sem brjóstahaldarar voru til sýnis. Kjólar voru þröngir með rennilásum og oftar en ekki glitti í bert bak á fyrirsætunum. Svipaða kjóla má finna í verslunum eins og Top Shop og Warehouse um þessar mundir. - amb ALEXANDER WANG SÝNIR KYNÞOKKAFULLA LÍNU: Undirföt sem sjást SEXÍ Þröngur svartur kjóll með renni- lás í bakið. SAMFESTINGUR Kynþokkafullt dress með brjósta-„detail“. Dásamlegt likamsskrúbb frá Origins sem fjarlægir dauðar húðfrumur og frískar sólaða húð. Kórallitað naglalakk fyrir sumarið sem minnir á stjörnur sjötta áratugarins. Nýja sumarilminn frá Issey Miyake á karl- manninn í lífi okkar. Nammi namm. BOLERO Spænsk nautabana- áhrif í þessum háu buxum og stutta jakka. GÖTÓTT Hér er hvítur kjóll yfir svörtu fóðri. HVÍTT Sexí kjóll í anda tíunda ára- tugarins. PÖNKAÐ Leggings alsettar götum við þröngan svartan topp. Vefsíðan vogue.co.uk er með skemmtilega nýjung þar sem valdar eru best klæddu stjörnurnar þá vikuna. Skemmtileg aðferð til að veita manni innblástur við fatavalið. Í þessari viku eru það fyrirsæturnar Anouck Lepere og Lily Cole sem slá í gegn, ásamt leikkonunum Kate Bosworth og Jennifer Aniston. > VOGUE VELUR ÞÆR BEST KLÆDDU FLOTT BAK Ein- staklega falleg hönnun þar sem bakið fær að njóta sín. Í vikunni var undarleg frétt um stúlku í útlöndum sem hafði sofnað á tattústofu og fengið fimmtíu og fimm en ekki þrjár stjörnur í andlitið. Aumingja stelpan var miður sín en sem betur fer endaði þetta farsæl- lega þar sem stóri vondi tattúgaurinn bauðst til að borga fyrir leiser- aðgerð til að fjarlægja öll herlegheitin. Ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég stend hvað tattú varðar. Í mínum nánasta hring eru margir með mjög flott tattú, þau spanna allan skalann frá alls kyns dularfullum alkemískum myndum til lítils fyndins tákns sem fyrirfinnst á lyklaborði, og svo er stór og hress bleikur pardus líka í miklu uppáhaldi. Tattú er líka oft svona hlutur sem foreldrum finnst asnalegur og tengja við einhvers konar uppreisnargirni, rokk og almenna ógæfu. Ár eftir ár hugsa ég, jæja, nú fæ ég mér lítið tattú á úlniðinn en í hvert skipti sem ég er búin að ákveða mig guggna ég. Ég byrja að hugsa um hvernig tattúið mun líta út á mér nakinni þegar ég er áttræð (eins og öllum væri ekki algjör- lega sama þá) eða hvort ég skipti um skoðun á hvaða mynd eigi eiginlega við mig. Tattú geta líka verið eins skelfileg og þau geta verið flott. Það er nokkuð líklegt að öll þessi fiðrilda- og træbaltattú sem fyrir- finnast fyrir ofan rassinn á mjóbakinu á klassapíun- um sem fara út á djammið í lágum gallabuxum og hlýrabol virki frekar halló eftir tíu ár, líka fyrir þær sjálfar. Skilst að slík tattú nefnist „tramp stamp“ í útlöndum án þess að fara nánar út í þá sálma. Einu sinni skrifaði ég pistil um að træbaltattú væru hallærisleg og uppskar mikla reiði les- enda. Býst því við að margir hafi hugsað, nei, sjitt maður, Fréttablaðið dæmdi þau á niðurleið og nú þarf ég að fara í leiseraðgerð. (Nei djók). En án gríns þá get ég alveg vel skilið af hverju fólk fær sér tattú. Það er að segja, ef fólk fær sér tattú til þess að merkja ákveðinn tímapunkt í lífinu, nú eða fá sér eitthvað sérkenni. Það er að minnsta kosti öruggt að fólk ætti aldrei að fá sér tattú af því að það ákveðna tákn er í tísku því að tískan er jú andskoti hverful. Kúl tattú gegn „tramp stamps“ TATTÚ EÐA ATSJÚ? Það er að minnsta kosti á hreinu að ég mun aldrei fá mér Sigur Rósar tattú. Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. OKKUR LANGAR Í …

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.