Fréttablaðið - 25.06.2009, Page 11

Fréttablaðið - 25.06.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 11 DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur fangi á Litla -Hrauni hefur verið ákærð- ur fyrir að falsa dánartilkynningu og staðið fyrir birtingu hennar í Morgunblaðinu. Í tilkynningunni var andlát sam- fanga mannsins tilkynnt. Þar var gefið upp reikningsnúmer í eigu ákærða fangans í því skyni að afla samskota og svíkja þannig út fé. Reikningnum var lokað áður en nokkur hafði látið blekkjast af fjársvikatilraun hans. Þá er sami maður ákærður fyrir tvö fíkniefnabrot fyrir innan rimlana. Í fyrra skiptið var hann með hass í klefa sínum en amfet- amín og tvo óþekkta lyfjabelgi í hið síðara. Efnunum hafði verið smyglað inn í fangelsið í aftur- bretti bifreiðar. Þangað náði fang- inn í þau þegar bifreiðinni var lagt við aðaldyr álmu í fangelsinu. Maðurinn játaði sök á öllum ákæruliðum við þingfestingu máls- ins í gær. - jss Fjársvik og fíkniefnabrot fanga á Litla-Hrauni: Er ákærður fyrir dánartilkynningu DÁNARTILKYNNINGIN Þannig leit hún út, dánartilkynningin sem fanginn fals- aði í fjáröflunarskyni. Það er Meira Frelsi 0 kr. innan kerfis um helgar í sumar Fylltu á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi og hringdu svo eða sendu SMS innan kerfis um helgar í mánuð á eftir án þess að borga krónu. Þú talar auðvitað áfram við vini þína innan eða utan kerfis – við fjölgum bara vinunum um helgar.** NETIÐ Í SÍMAN UM FYLGIR FRELS INU! Roskilde University - Denmark ruc.dk/global Bachelor of Science Interdisciplinary studies in an international environment MENNTUN Umsóknir nýnema í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja voru um 450 talsins, en 280 fá inngöngu á fyrsta ári, að sögn Kristjáns Ásmundssonar, skólameistara FS. Hann segir skólann búinn að taka inn forgang og nú standi eftir 100 umsóknir hjá umsækjendum sem eru eldri en 18 ára. Verið sé að vinna í þeim og athuga hvort mögulegt sé að taka það fólk inn. „Við höfum ekki fjárheimildir frá ríkinu til að taka þetta mikið. Við erum með fleiri en við höfum heimild til,“ segir Kristján. FS var þriðji vinsælasti skól- inn í umsóknum nýnema, að sögn Pálma, á eftir Verzló og MH. - vsp Mikil aðsókn í FS: Þriðji vinsæl- asti skólinn í ár SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur samþykkt að heimila rekstur frumkvöðlaseturs í svokallaðri Toppstöð í Elliðaárdal. „Hugmyndin felst í því að skapa hönnuðum, arktitektum og iðnað- armönnum sameiginlegan vett- vang til að skapa nýjar vörur, þekkingu og hugvit í afmörkuðu rými varaflstöðvarinnar,“ segir í greinagerð með tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra. Semja á við áhugahóp um nýtingu Toppstöðvarinnar og sagt koma til greina að hleypa fleirum inn í húsið. Tveir fyrrverandi borgarstjór- ar ítrekuðu í borgarráði að rífa ætti bygginguna. „Ég hef verið og er enn þeirrar skoðunar að rífa eigi Toppstöðina eins og ávallt hefur staðið til, enda húsið lýti í umhverfinu,“ segir í bókun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og tekið er í svipaðan streng í bókun Ólafs F. Magnússonar: „Ég hvet eindregið til þess að Toppstöðin í Elliðaárdal verði rifin þegar í stað, í fyrsta lagi sem hluti vernd- unarstefnu gagnvart Elliðaánum í öðru lagi sem hluti atvinnuskap- andi verkefnis með skýra framtíð- arsýn í þágu komandi kynslóða að leiðarljósi.“ Þorleifur Gunnlaugsson, borg- arráðsfulltrúi vinstri grænna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þorleifur segir nauðsynlegt að rífa húsið en að það verði borg- inni mjög dýrt á erfiðum tímum. „Borgarráðsfulltrúi VG telur því skynsamlegt að leyfa starfsemi í húsinu um tíma en það verður jafnframt að vera tryggt að sú starfsemi hamli ekki niðurrifi hússins þegar betur árar.“ - gar Umdeild bygging í Elliðaárdal sleppur frá niðurrifi og fær nýtt líf í kreppunni: Frumkvöðlarnir verða í Toppstöðinni TOPPSTÖÐIN Landsvirkjun hefur gefið heimild fyrir tímabundin afnot af byggingu varaflstöðvar í Elliðarárdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.