Fréttablaðið - 25.06.2009, Page 28

Fréttablaðið - 25.06.2009, Page 28
 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR4 „Fólk virðist nýta svæðið heima hjá sér betur og spara frekar við sig í ferðalögum og þess háttar,“ segir Einar Sveinsson, rekstrar- stjóri sölu og þjónustu hjá Húsa- smiðjunni. „Fólk virðist ekki spara í húsgögnum, grillum og öðru því sem það setur á pall- inn.“ Einar segir að sala efnis í palla hafi dregist mun minna saman heldur en annars byggingarefn- is en að stærð pallanna hafi þó minnkað frá því sem verið hefur undanfarin ár. „Núna sættir fólk sig við að koma grillinu og hús- gögnunum vel fyrir á pallinum. Margir velta því fyrir sér hvað þeir geti gert sjálfir og fá hjálp við það erfiðasta.“ Aðspurður segir Einar að flest- ir smíði palla snemmsumars. „Smíðin byrjar strax eftir páska og er mest í maí og júní og stend- ur alveg út september,“ upplýsir hann og bætir við að flestir velji gagnvarða furu. „Þeir sem áður keyptu harðvið kaupa lerki núna sem er kannski 20 til 25 prósent dýrara heldur en furan. Lerkið er náttúrulega betra og sterkara efni heldur en furan og harðviður er lúxusinn.“ Einar minnir á að mikilvægt sé að bera á bæði nýja palla og gamla. Þessu er Einar L. Ragn- arsson, vörustjóri málningar og múrs og samstarfsfélagi Einars hjá Húsasmiðjunni, sammála. „Viðurinn í pallinum kallar á við- hald því stöðugt áreiti útfjólu- blárra geisla sólar, veðurs og vinda verður til þess að sólpallar sem fá ekki reglulegt viðhald upp- litast, springa og verpast. Sólpall- ur sem fær reglulegt viðhald lítur ekki aðeins betur út heldur endist hann líka mun lengur.“ Einar L. segir að vatnspróf sé auðveldasta leiðin til þess að finna út hvort viðarverja þarf pallinn. „Þetta er gert með því að sprauta vatni á pallinn. Ef yfir- borðið drekkur vatnið strax í sig þarf að endurviðarverja pallinn. Framkvæmið vatnsprófið á nokk- urra mánaða fresti til að ganga úr skugga um að pallurinn sé með vatnsvörn.“ martaf@frettabladid.is Ekkert sparað á pallinn Íslendingar virðast ætla að eyða sumrinu á pallinum og eru margir í smíðahugleiðingum. Þótt stærð palla hafi minnkað hefur sala timburs í palla ekki dregist jafn mikið saman og annars byggingarefnis. FÍFLAR eru með stórkostlegri ókeypis skreytingum um þessar mundir. Tínið og setjið í vasa, bolla, krukkur og stillið upp á náttborðinu og úti í glugga. Einar Sveinsson segir fólk nýta svæðið heima hjá sér betur og spara frekar við sig í ferðalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Afsláttur af málningarvörum 20% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. úsgagnasendingar Teg 2083 Teg 2106 Cubio 110 x52 x 42 Nýjar húsgagnasendingar             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& MATUR Vatnspróf er auðveldasta leiðin til að finna út hvort viðarverja þarf pallinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.