Fréttablaðið - 25.06.2009, Qupperneq 46
30 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
ath. kl. 20.
Arkitektarnir Sami Rintala,
Dagur Eggertsson og Ryo
Yamada kynna eigin verk með
fyrirlestrum í Norræna húsinu
á hátíð sem helguð er Japan.
Þar á meðal forvitnilegt verk
í vinnslu sem skírskotar til
japanskra og norrænna bygging-
arhefða og baðmenningar.
> Ekki missa af
BT Power trio og Palla Rósin-
kranz á Rosenberg í kvöld kl
21.30. Páll Rosinkranz mun
stíga á svið með Bjössa Thor.
Palli kom fram sem blús-
söngvari á Jazz og Blúshátíð
Kópavogs í byrjun júní og sló
rækilega í gegn.
Norrænu menningarmála-
ráðherrarnir hafa gert
fimm ára samkomulag við
Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðinn. Sam-
komulagið er einn stærsti
liðurinn í fjárlögum menn-
ingarmálaráðherranna og
mun styrkja Norðurlönd
í alþjóðlegri samkeppni á
sviði kvikmyndagerðar og
framleiðslu sjónvarpsefnis.
Sjónvarpsáhorfendur og kvik-
myndaunnendur á Norðurlöndum
geta glaðst yfir víðtækum pólit-
ískum stuðningi við norræna kvik-
mynda- og sjónvarpsþáttagerð. Á
fundi sem haldinn var í Reykjavík
undirrituðu norrænu menningar-
málaráðherrarnir og fulltrúar
norrænna kvikmyndastofnana og
sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum
nýtt samkomulag við Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn.
Samkomulagið gildir til loka árs
2014. Fjárhagsáætlun sjóðsins
verður áfram sú sama.
„Við getum glaðst yfir því að
þrátt fyrir fjármálakreppu og nið-
urskurð í framlögum til menning-
armála þá hefur tekist að tryggja
rekstur sjóðsins með fimm ára
samkomulagi og árlegu fjárfram-
lagi sem nemur u.þ.b. 70 milljón-
um danskra króna. Við teljum það
vera viðurkenningu á starfi sjóðs-
ins. Samstarfslíkanið, sem felur í
sér að Norræna ráðherranefndin
starfar með bæði norræna kvik-
mynda- og sjónvarpsgeiranum,
er einstakt á alþjóðavettvangi,
en það stuðlar að því að viðhalda
samkeppnishæfni og gæðum í
framleiðslunni“, segir Hanne
Palmquist, framkvæmdastjóri
Norræna kvikmynda- og sjón-
varpssjóðsins.
Samkomulagið við Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn
var undirritað af 17 samstarfsað-
ilum. Þetta er einstakt, vegna þess
að samstarfsaðilar eru svo marg-
ir og ólíkir; kvikmyndastofnan-
ir/sjóðir, ríkisútvarpsstöðvar
og einkareknar sjónvarpsstöðv-
ar. Katrín Jakobsdóttir, ráð-
herra menningarmála, er ánægð
með samkomulagið. Hún leggur
áherslu á að það sé mikilvægur
þáttur í hnattvæðingarstefnu for-
sætis- og menningarmálaráðherr-
anna.
„Kvikmyndir og sjónvarp eru
einstakir tjáningarmiðlar. Þeir
miðla annars vegar list og menn-
ingu og hins vegar eru þeir
atvinnurekstur og iðnaður. Þannig
verður kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðslan mikilvægur þáttur í
nýsköpun og skapandi iðnaði.
Norðurlönd hafa hér mikilvægu
hlutverki að gegna. Samkomulag-
ið mun stuðla að því að viðhalda
alþjóðlegri samkeppnishæfni
þeirra á þessu sviði“, segir Katr-
ín Jakobsdóttir og bætir við: „Nor-
ræni kvikmynda- og sjónvarps-
sjóðurinn hefur jafnframt fengið
eina milljón danskra króna í auka-
fjárveitingu til að markaðssetja
norrænar kvikmyndir og hæfi-
leikafólk á alþjóðavettvangi.“ Á
ráðherrann þá við sérstakt átak
til að styrkja dreifingu einstakra
kvikmynda sem nú er í undirbún-
ingi. pbb@frettabladid.is
Norrænt kvikmyndastarf
KVIKMYNDIR Brúðguminn er ein þeirra mynda sem nýtur góðs af samstarfi Norðurlanda á kvikmyndasviðinu. Margrét Vilhjálms-
dóttir og Hilmir Snær í hlutverkum sínum. MYND SÖGN
Kvikmyndahátíðir haustsins verða
með fjörlegra móti og er ekkert lát
á þótt þrengist hagur múgamanna:
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík verður haldin í sjötta sinn dag-
ana 17.–27. september. Sýndar verða
hátt í 100 kvikmyndir, heimildar-
myndir jafnt sem leiknar, nýjar og
framsæknar kvikmyndir í bland við
verðlaunamyndir frá kvikmyndahá-
tíðum víða um heim. Þegar hefur
verið opnað fyrir umsóknir kvik-
mynda á Alþjóðlega kvikmyndahá-
tíð í ár en umsóknarfrestur rennur
út 15. júlí næstkomandi. Athygli er
vakin á því að hátíðin óskar sérstak-
lega eftir íslenskum stutt- og heim-
ildarmyndum en tekið er við kvik-
myndum í fullri lengd frá öllum
heimshornum. Umsóknareyðublað
og nánari upplýsingar um hátíðina
má finna á nýrri og endurbættri
heimasíðu: www.riff.is.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefur vaxið ótrúlega síð-
ustu ár. Ríflega 20.000 Íslendingar
sóttu hana á síðasta ári auk hundr-
aða alþjóðlegra gesta.
Hin hátíðin sem skellur á hvít-
um tjöldum Reykjavíkur í haust
er Nordisk Panorama: fimm borga
hátíð norrænna kvikmyndagerðar-
manna með heimildar- og stutt-
myndum. Hún er komin aftur til
Reykjavíkur og verður haldin dag-
ana 25.–30. september. Er þetta í
tuttugasta sinn sem hátíð er hald-
in. Hátíðin býður upp á einstakt
tækifæri til þess að taka púlsinn
á norrænni kvikmyndgerð og vera
fyrstur til að sjá nýjar myndir eftir
þekkta leikstjóra og óuppgötvað
hæfileikafólk. Fjöldi alþjóðlegra
þekktra norrænna leikstjóra hefur
þreytt frumraun sína á Nordisk
Panorama og er hátíðin mikil-
vægur stökkpallur fyrir unga kvik-
myndagerðarmenn.
Aðalsýningar Nordisk Panorama
eru hluti af efnisskrá keppninnar
sem fram fer á hátíðinni. Sú dag-
skrá felur í sér sýningu á um það bil
80 nýjum stutt- og heimildarmynd-
um og er stór hluti þeirra mynda
sýndur í fyrsta sinn á hátíðinni
alþjóðlegum áhorfendum. Keppt
er um þrenn verðlaun, besta nor-
ræna stuttmyndin, besta norræna
heimildamyndin og nýjar norræn-
ar raddir. Skráningu mynda á hátíð-
ina er nú lokið en dagskráin er ekki
tilbúin.
Samsíða hátíðinni eru tveir
mikilvægir og spennandi atburð-
ir skipulagðir. Þeir eru Fjármögn-
unarmessan og Markaðurinn en á
þeim gefst einstakt tækifæri fyrir
kvikmyndagerðarmenn að kynna
nýjar hugmyndir í þróun, dreifa
myndum sínum og fjármagna ný
verkefni.
pbb@frettabladid.is
Hátíðir í haust
KVIKMYNDIR Frá Nordisk Panorama fyrir fimm árum. Bíó í sundi.
Er ekki allt á niðurleið? Hvað sem upp-
náminu líður ætlar bassinn Bjarni Thor
Kristinsson að þrepa sig niður og bjóða
gestum Salarins á óborganlega skemmtun
í kvöld í Salnum í Kópavogi. Þar flytur hann
aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á
við og rista djúpt við undirleik Ástríðar Öldu
Sigurðardóttur píanóleikara. Þau byrja eins
ofarlega og Bjarna er unnt og svo dýpkar
það og dimmir niður tónstigann í leit að
djúpum bassanótum og merkingu þeirra.
Bjarni er okkar mesti bassi um þessar
mundir, tæknilega fær um léttan leik í
túlkun og þrælöruggur á sínu raddsviði sem
reynt verður á í kvöld. Ekki er vitað til að
tónleikarnir tengist á nokkurn hátt niður-
stigi annars bassa úr æðstu hefðarstólum í
Kópavogi. En tónleikarnir hefjast kl. 20 og er
miðasala í Salnum.
Niður á bóginn í Salnum
TÓNLIST Bjarni Thor Kristinsson söngvari.
Hátíðarmatseðill
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
Steikt Lúðufiðrildi með
hvítlauksristuðum
humarhölum og humarsósu
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Hunangsgljáð andabringa
„Orange” með rusty kartöflum
og ristuðu grænmeti
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
200 gr. ristaðir humarhalar
með mangó-chilli cous cous,
salat og kartöflubátar
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Glóðuð Nautalundarpiparsteik,
ristaðir humarhalar, grænmeti
og rjómalöguð piparsósa
Dessert
Hátíðardessert
Laugaás 30 ára
25. júní