Fréttablaðið - 25.06.2009, Side 48

Fréttablaðið - 25.06.2009, Side 48
32 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú er búið að tilkynna nokkur þau tónlistaratriði sem verða á næstu Iceland Airwaves-hátíð. Það er ótrúlegt hvað maður er búinn að upp- lifa mikið af flottum tónleikum á Airwaves síðustu ár. München-popp- listakonurnar Chicks On Speed eru eitt dæmið. Þær spiluðu á mjög eftirminnilegu kvöldi á Gauknum á hátíðinni 2001 þar sem fram komu líka m.a. Ensími, Dr. Spock og Sparta. Chicks On Speed er hljómsveit, en líka síbreytilegur hópur lista- kvenna sem vinna með ólíka miðla og ráðast í ýmiss konar verkefni tengd myndlist, tónlist, mynd- bandagerð og myndlist. Hljóm- sveitin er búin að starfa síðan 1997 og byrjaði sem einhvers konar listapönkband, en varð svo hluti af „electroclash“-senunni upp úr aldamótunum. Tónleikarnir þeirra eru alltaf sýning með sérhönnuðum sviðsbúningum. Þær hafa gefið út nokkrar stórar plötur og slatta af smáskífum og remixum. Í maílok kom út ný plata með sveitinni, Cutt- ing The Edge, en hún er tvöföld og inniheldur 23 lög. Chicks On Speed hafa átt nokkra eftirminnilega smelli, t.d. Euro Trash Girl og We Don’t Play Guitars, en nýja platan er hiklaust þeirra aðgengilegasta, full af skemmtilegu poppi og töff- araskap. Eins og áður eru textarnir líka safaríkir. Í Art Rules hæðast þær að listaheiminum og How To Build A High Heeled Shoe Guitar er farið yfir það hvernig hægt er að breyta háhælaða skónum þínum í raf- magnsgítar. Nöfn laganna Girl Monster, Vibrator, Globo Cop og Sex in der Stadt segja svo eitthvað um innihaldið. Eitt skemmtilegasta lagið er nýja smáskífan, Supersurfer Girl. Ómótstæðilegur brimbrettaraf- rokksmellur. Plata sem hægt er að mæla með … Brimbrettastelpur á spítti CHICKS ON SPEED Spilaði á Gauknum á Iceland Airwaves 2001. > Í SPILARANUM Dirty Projectors - Bitte Orca Retron - Swordplay & Guitarslay The Fiery Furnaces - I’m Going Away Noisettes - Wild Young Hearts Phoenix - Wolfgang Amadeus Phoenix Wilco - Wilco DIRTY PROJECTORS WILCO Oasis-stjarnan Liam Gallagher lætur til sín taka víðar en í tónlistinni um þess- ar mundir. Hann er með eigin fatalínu og hyggst nú reyna fyrir sér í kvikmynda- heiminum. Liam hefur samþykkt að leika í kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Kevins Sampson, Powder. Í henni segir af hljómsveit sem slær í gegn og togast inn í svallheim bransans með tilheyrandi kyn- lífshneykslum og eiturlyfjaneyslu. Liam er um þessar mundir á tónleika- ferðalagi með Oasis. Þegar þeim skyldum lýkur í ágúst hyggst hann fara að einbeita sér að kvikmyndinni. Ekki liggur enn fyrir hversu stórt hlutverk söngvarinn fær í myndinni. LIAM GALLAGHER Ætlar að leika í bíómynd. > Plata vikunnar Trúbatrix - Taka 1 ★★★ „Sýnir vel gróskuna hjá tónlist- arkonum landsins.“ TJ Liam leikur í bíómynd Heljarinnar þungarokksveisla verður haldin á Sódómu Reykja- vík annað kvöld. Deep Jimi and the Zep Creams og Morðingjarn- ir stíga á svið, fjórir þungarokks- fróðir plötusnúðar þeyta skífum og keppt verður í spurningakeppni þar sem þungarokk verður vita- skuld í forgrunni. Einnig verð- ur dregið í Metal-happadrætti. Þeir sem mæta í klæðnaði sem hæfir hátíð sem þessari geta átt von á glaðningi og aðstandendur lofa einnig glæstum vinningum í spurningakeppninni. Staðurinn Sódóma verður skreyttur ríkulega af tilefninu og ógleymanlegum myndskeiðum úr sögu þungarokksins verður varp- að á tjald. Kvöldið er hugsað sem nokkurs konar gleðifyllt rokkráð- stefna þungarokkara af öllu tagi og eru sem flestir hvattir til að láta sjá sig. Kvöldið hefst stund- víslega klukkan 20 og er aðgangs- eyrir 1.000 krónur. Ráðstefna rokkara MORÐINGJARNIR Hljómsveitin Morð- ingjarnir stígur á svið annað kvöld ásamt Deep Jimi and the Zep Creams. Megas og Ólöf Arnalds halda tón- leika á Café Rosenberg miðviku- daginn 1. júlí. Þar munu þau spila hvort í sínu lagi og einnig nokk- ur lög saman. Tónleikarnir eru samstarfs- verkefni tíma- ritsins Reykja- vík Grape vine og Félags tón- skálda og textahöfunda. Verkefn- ið nefnist Fuglabúrið og er hluti af Íslensku tónlistarsumri Sam- tóns. Fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð voru haldnir 11. júní þegar mæðgurnar Bryndís Jak- obsdóttir og Ragnhildur Gísladótt- ir stigu á svið. Tónleikar Megasar og Ólafar Arnalds hefjast klukkan 21 og kostar 1.000 krónur inn. Dúett Ólafar og Megasar ÓLÖF ARNALDS Elektródúettinn Empire of the Sun hefur vakið mikla athygli fyrir afslappaðar og grípandi melódíur sínar. Smáskífulagið Walking on a Dream hefur heldur betur hitt í mark. Mennirnir á bak við Empire of the Sun eru Ástralarnir Luke Steele og Nick Littlemore. Hljómsveitin er eins konar hliðarverkefni þeirra því báðir hafa þeir haft öðrum hnöppum að hneppa í gegnum árin; Steele sem forsprakki indísveitar- innar The Sleepy Jackson og Litt- lemore sem meðlimur elektró- bandsins Pnau. Empire of the Sun, sem dregur nafn sitt af samnefndri skáldsögu J.G. Ballard frá árinu 1984, gaf út smáskífuna Walking on a Dream síðasta haust sem komst ofarlega á vinsældarlista í Ástralíu. Lagið kom sveitinni rækilega á kortið því samnefnd plata sem kom út í lok síðasta árs náði platínusölu í heimalandinu, auk þess sem titil- lagið hefur verið tilnefnt sem lag ársins í Ástralíu. Síðan þá hafa þeir félagar gefið út smáskífulög- in We Are The People og Stand- ing on the Shore, sem hafa einnig fengið góðar viðtökur. Tónlistar- spekingar BBC tóku sig einnig til og settu Empire of the Sun í fjórða sætið yfir þá nýliða sem voru lík- legastir til að ná langt á þessu ári. Á meðal annarra á listanum voru Little Boots, White Lies og Flor- ence and the Machine. Þrátt fyrir að hafa gefið út sína fyrstu plötu á síðasta ári hefur Empire of the Sun enn ekki haldið tónleika. Þeir fyrstu eru fyrirhug- aðir á Parklife-hátíðinni í Ástralíu sem verður haldin dagana 26. sept- ember til 5. október. Eins og útlit þeirra Steeles og Littlemores ber með sér líta þeir á hljómsveitina sem litríkan fant- asíuheim þar sem allt getur gerst. „Það er núna eða aldrei og við verðum að sækja fram á við. Það þýðir ekkert að halda aftur af sér og við höfum engu að tapa. Við vilj- um gera eitthvað sem er sérstætt og af öðrum heimi,“ sagði Steele í viðtali við BBC. „Við höfum prófað hljómsveitapakkann, sem er mjög gaman, en okkur langaði að prófa að vera epískari og dramatískari. Við viljum byrja á einhverju sem er aðeins stærra en hljómsveitirn- ar sem við höfum verið í síðustu tuttugu árin. Við viljum meiri skemmtun, litadýrð, jákvæðni og melódíu inn í dæmið,“ sagði hann. Eitt uppátæki sveitarinnar er að taka upp myndband við hvert ein- asta lag á plötunni víðs vegar um heiminn og gera síðan úr þeim bíómynd í fullri lengd. Þegar hafa tökur farið fram hér á landi, í Kína og Mexíkó og verður forvitnilegt að sjá hvernig endanleg útkoma verður. freyr@frettabladid.is Litríkur fantasíuheimur EMPIRE OF THE SUN Dúettinn Empire of the Sun hefur vakið athygli fyrir grípandi og afslappaðar lagasmíðar sínar. SENDU SMS EST 3LV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNÐ EINTAK! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir, DVD myndir, gos og margt fleira! 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. KOMNIR ÍELKO! 9. HVER VINNUR ! WWW.BREIK.IS/3GAMES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.