Fréttablaðið - 25.06.2009, Síða 49

Fréttablaðið - 25.06.2009, Síða 49
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 33 Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár samkvæmt viðskiptarit- inu Forbes. Celine Dion og Beyoncé fylgja henni fast á eftir. Samkvæmt Forbes hefur Mad- onna þénað 110 milljónir dollara, eða tæpa fjórtán milljarða króna, frá því í júní í fyrra. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu upphæð er hin vel heppnaða Sticky & Sweet- tónleikaferð sem uppselt hefur verið á víða um heim og góð sala á plötunni Hard Candy. Í þessum útreikningum er dýr skilnaður hennar við leikstjórann Guy Rit- chie ekki tekinn með í reikning- inn. Talið er að hann muni kosta Madonnu um 9,5 milljarða króna. Í öðru sæti á listanum er Celine Dion með um 12,7 milljarða og á eftir henni kemur þriðja söngdív- an, Beyoncé Knowles, með um ell- efu milljarða, aðallega vegna tón- leikaferðarinnar A Am...Sasha Fierce. Tekjuhæsti karlmaðurinn á list- anum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða króna, mest vegna vel heppnaðrar tónleika- ferðar til að fylgja eftir plötunni Working on a Dream og tónleika sinna á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins. Á eftir honum kemur kántríhetjan Kenny Chesney og í næstu sætum á eftir með sömu upphæð, um 7,6 millj- arða, koma Coldplay, Rascal Flatts og AC/DC. Gömlu kempurnar í The Eagles, sem hafa verið dug- legar við tónleikahald að undan- förnu, þénuðu tæpa sjö milljarða, sem tryggði þeim níunda sætið á listanum. Þrátt fyrir efnahagskreppuna í heiminum jukust tekjur þeirra tíu efstu á listanum samanlagt um 219 milljónir dollara, eða tæpa 29 milljarða, miðað við sama lista í fyrra sem hlýtur að teljast saga til næsta bæjar. Madonna er tekjuhæst í heimi RAKAR INN SEÐLUM Söngkonan Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heim- inum undanfarið ár. Samkvæmt Forbes hefurr hún rakað inn 110 milljónum dollara, eða um fjórtán milljörðum íslenskra króna. Efsti karlmaður- inn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða. Á eftir honum kemur kántrítónlistarmaðurinn Kenny Chesney. Hljóðverssmiðjur Kraums voru haldnar í fyrsta sinn í hljóðverinu Tankinum á Flateyri, Önundar- firði, fyrir skömmu. Nokkur lög voru kláruð í hljóðverinu og vel heppnað námskeið um upptök- ur, lagasmíðar og fyrstu skref- in í tónlistarbransanum haldið. Hljómveitirnar sem tóku þátt í smiðjunum voru Bróðir Svart- úlfs, Ljósvaki og The Vintage, sem skipuðu þrjú efstu sætin í Músíktilraunum 2009. Leiðbein- endur voru Mugison, Páll Ragn- ar Pálsson úr Maus og Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleik- ari, upptökumaður og tónlistar- kennari á Ísafirði. Smiðjurnar tókust vel BRÓÐIR SVARTÚLFS Sigursveit Músíktilrauna tók þátt í hljóðverssmiðju Kraums á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Viltu vita Sannleikann? 60 uppseldar sýningar Snilldareinleikur Péturs Jóhanns, Sannleikurinn, hefur slegið rækilega í gegn og verður sýndur áfram í Borgarleikhúsinu í sumar. Vodafone býður GSM viðskiptavinum sínum 1.000 kr. afslátt af miðaverði og fá þeir því miðann á 2.450 kr. Miðasala er hafi n í Borgarleikhúsinu. Til þess að nýta afsláttinn þurfa viðskiptavinir Vodafone að framvísa GSM símanum sínum í miðasölu Borgarleikhússins. Sýningar: Laugardaginn 27. júní Föstudaginn 4. júlí Laugardaginn 11. júlí Nánari upplýsingar á vodafone.is og borgarleikhus.is. Góða skemmtun í allt sumar. Lifðu núna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.