Fréttablaðið - 25.06.2009, Side 53
FIMMTUDAGUR 25. júní 2009 37
Bond-leikarinn Daniel Craig er að ná
samningum við Morgan Creek-fram-
leiðslufyrirtækið um að leika í hryllings-
myndinni The Dreamhouse eða Drauma-
húsið. Leikstjóri verður Jim Sheridan en
handritið er eftir David Loucka.
Myndin segir frá fjölskylduföður
sem telur sig hafa fundið drauma-
húsið handa fjölskyldu sinni. Allt
fer hins vegar á versta veg þegar
fyrrum eigendur hússins fara að
ofsækja fjölskylduna.
Craig er víst með nokkra menn
á sínum snærum til að útvega
honum sem fjölbreyttust hlutverk
þannig að hann festist ekki um
of við James Bond-rulluna sem
hann hefur reyndar leikið með
miklum glæsibrag. Þannig hefur
hann samið um að leika á Broad-
way í verki sem heitir A Steady
Rain og hefur mikinn hug á því
að leika í myndinni The Eagle
of the Ninth sem er sögð gerast
á tímum Rómaveldis.
Daniel Craig leikur í
hryllingsmynd
Bandaríska táningsstjarnan Zac
Efron ætlar sé ekki bara að vera
frægur fyrir snoppufrítt andlit og
hlutverk sitt í High School Musi-
cal. Því vill hann venda kvæði
sínu í kross og hefur samið um
að leika í erótískum trylli. Þetta
hefur vakið nokkra kátínu meðal
erlendra kvikmyndablaðamanna
sem líkja Efron við Gosa. Blaða-
maður Empire segir að Disney sé
skaparinn sem vilji halda honum
heima við, í öruggu umhverfi þar
sem hann malar gull á unglings-
stjörnum. Þeir verði hins vegar á
einhverjum tímapunkti að hleypa
honum út í hinn vonda heim.
Efron var lengi vel orðaður við
endurgerðina á Footloose en ákvað
að gefa það hlutverk frá sér, þótti
það of líkt High School Musical.
Ekki er komið nafn á þennan erót-
íska trylli en handritshöfundurinn
og framleiðandinn er Leslie Dixon.
Dixon og Efron hafa reyndar unnið
saman áður, við kvikmyndina
Hairspray.
Efron breytir til
Í ALVARLEGRI HLUTVERK Efron vill nú
reyna að losna undan sætabrauðs-
ímyndinni og leikur stórt hlutverk í
erótískum trylli.
Í Skorradal hafa nokkrir
starfsmenn Skógræktar
ríkisins tekið sig til og gera
nú tilraunir með að rækta
grasker, tóbak og maís hér
á landi.
Orri Freyr Finnbogason og sam-
starfsmenn hans hjá Skógrækt rík-
isins stunda ýmis konar tilrauna-
starfsemi þegar kemur að nytja- og
matjurtarækt. Auk þess að rækta
hefðbundið grænmeti, líkt og kart-
öflur og gulrætur, hafa þeir meðal
annars gert tilraunir til að rækta
tóbak, baunir og maís. „Ég hef
verið mikið á Spáni og komst þar í
kynni við fólk sem hefur eiginlega
sagt sig úr samfélaginu og stund-
ar sjálfsþurftarbúskap í Pírenea-
fjöllunum. Þau voru með sérstak-
an sáðbanka sem ég fékk aðgang
að og ég tók eitthvað af fræjum
með mér heim. Mér finnst veður-
og gróðurfar þarna í Píreneafjöll-
unum ekki svo ólíkt því sem ger-
ist hér á Íslandi þannig ég held
að það sé ekki spurning að eitt-
hvað af þessum fræjum eigi eftir
að vaxa og dafna hér,“ segir Orri
Freyr en hann telur að Íslendingar
gætu með tíð og tíma orðið næst-
um sjálfbær þjóð. „Mér þykir sam-
félagið komið á undarlega braut
þegar fólk þarf að vinna átta tíma
á dag bara til þess að eiga fyrir
mat og húsaskjóli. Þarna er fólk
að horfa til aukinna lífsgæða í
formi frítíma sem það getur eytt
með fjölskyldu og vinum eða til
að sinna áhugamálum. Mér fannst
þetta mjög heillandi allt,“ segir
Orri.
Á ferðum sínum um Spán kynnt-
ist Orri Freyr ýmsum kynlegum
kvistum og bjó meðal annars hjá
áttræðum, heyrnarlausum manni
sem kenndi honum þá hættulegu
iðju að veiða villisvín. „Hann
kenndi mér meðal annars að búa til
villisvínagildrur og hvernig hægt
væri að finna þau með því að skoða
börkinn á trjánum og rýna í spor-
in sem þau skilja eftir sig. Villisvín
eru mjög hættuleg dýr og maður
þarf því að passa sig mjög vel við
veiðarnar, en kjötið af þeim er
algjört lostæti.“ Aðspurður segir
Orri að honum hafi ekki þótt erfitt
að laga sig að breyttum lifnaðar-
háttum en að honum hafi þótt erfið-
ast að vera án rennandi vatns. „Ég
saknaði heita vatnsins og stundum
gat orðið ansi kalt, en þetta venst
eins og allt annað,“ segir Orri að
lokum. sara@frettabladid.is
Ræktar tóbak og grasker
ORRI FREYR Telur að Íslendingar gætu með tímanum orðið sjálfbær þjóð.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
20-50% AFSLÁTTUR AF
VEIÐIVÖRUM Í ALLT SUMAR