Fréttablaðið - 23.07.2009, Page 2
2 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
„FALLEG LESNING
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Gunnar Hersveinn er
hamingjusamur neon-lesandi
sem mælir óttalaus með
bókinni Laura og Julio eftir
Juan José Millás í þýðingu
Hermanns Stefánssonar.
www.bjartur.is
…Á EINHVERN ÓÚTSKÝRAN-
LEGAN MÁTA.“
– Kolbrún Skaftadóttir
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra fundar
með sænsk-
um starfsbróð-
ur sínum, Carl
Bildt, um Evr-
ópusambands-
málin í Stokk-
hólmi í dag.
Svíþjóð fer
nú með for-
mennsku í
ráðherraráði
Evrópusam-
bandsins.
Mun Össur fylgja aðildarum-
sókn Íslands að ES úr hlaði auk
þess sem umsóknarferlið og
næstu skref verða til umræðu, að
því er fram kemur í tilkynningu
utanríkisráðuneytisins.
Sendiherrar Íslands hafa þegar
komið formlegri aðildarumsókn
Íslands á framfæri. - bþs
Össur hittir Carl Bildt í dag:
Ræða um ESB-
umsókn Íslands
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
ALÞINGI Þingfundur verður í dag
en hlé hefur verið á fundum
Alþingis frá því á fimmtudag,
þegar atkvæði voru greidd um
ESB-tillöguna.
Fundað hefur verið í nefndum
þingsins síðustu daga, einkum
þeim er hafa Isesave-málið til
umfjöllunar.
Þingfundur dagsins hefst með
óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Að honum loknum verður rætt
um stjórnarfrumvörp en sautj-
án slík eru á dagskránni. Eru þau
mislangt á veg komin í meðferð
þingsins. - bþs
Þingfundur í dag eftir hlé:
Stjórnarfrum-
vörp á dagskrá
SÁLFRÆÐI Þrettán ára stúlka, sem tók
jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsa-
felli aðfaranótt miðvikudags, telur
sig hafa ekið bifreiðinni í svefni
alla leið frá Húsafelli til Keflavík-
ur eða 185 kílómetra. Endaði förin
á því að hún keyrði út í kant. Stúlk-
an dvaldi í sumarhúsi í Húsafelli,
fór yfir í annað sumarhús og tók
jeppann. Skildi hún eftir kveðjuna:
„Flott hús. Kveðja, næturröltarinn.“
Málið er enn til rannsóknar hjá lög-
reglunni í Borgarnesi.
Júlíus K. Björnsson, sálfræðingur
og forstöðumaður Námsmatsstofn-
unar, sem vann við mál tengd svefn-
truflunum hjá Landspítalanum í 15
ár, segir þetta mál stórundarlegt.
„Að þetta ástand standi í nokkra
klukkutíma gengur engan veginn.
Oftast eru þetta einhverjar fimm til
tíu mínútur.“
Sofi manneskja eðlilega fer hún í
gegnum nokkur svefnstig og skipt-
ist á djúpur svefn og draumsvefn.
Hver hringur tekur um 90 mínút-
ur. Svefnganga á sér venjulega stað
fyrri part nætur.
„Ef hún hefur sofið eðlilega þá
hefði hún líklega keyrt út af þegar
hún hefði farið í draumsvefn. Ég
veit hins vegar ekkert um tilvik ið
og það gæti verið að hún fái bara
djúpan svefn. Ég á þó afar bágt með
að trúa því,“ segir Júlíus.
Guðrún Guðmundsdóttir, móðir
29 ára gamallar konu sem gekk
mikið í svefni á yngri árum, segir
mögulegt að þessi saga geti verið
sönn. Þó sé það ólíklegt ef stelp-
an á enga forsögu um svefngöngu.
Nokkrum sinnum kom fyrir að dótt-
ir hennar gekk í svefni en ekkert
hafi jafnast á við þetta:
„Einu sinni þurfti ég að fara út á
land og systir hennar passaði hana.
Síminn hringdi um miðja nótt og
þá höfðu hjón fundið hana úti. Þau
spurðu hana hvað hún væri að gera
og hún sagðist vera að leika sér.
Fólkið átti heima rétt hjá okkur
og könnuðust við okkur og fóru því
með hana heim til sín og gáfu henni
kakó og brauð. Síðan ákváðu þau að
hringja og athuga hvað væri í gangi.
Hin dóttir mín svaraði og sagði þeim
að systir sín væri líklega sofandi. Þá
hafði þetta varað í þrjár til fjórar
klukkustundir og hún mundi ekk-
ert,“ segir Guðrún.
Svefngangan hætti smám saman
en stundum gengur hún enn í svefni.
„Eiginmaður hennar sagði mér að
hún gengi stundum í svefni þegar
hún er undir álagi. Þá er það yfir-
leitt bara fram á gang og stendur
stutt yfir,“ segir Guðrún.
vidirp@frettabladid.is
Þrettán ára stúlka ók
185 kílómetra í svefni
Þrettán ára stúlka segist hafa verið sofandi þegar hún ók frá Húsafelli til Kefla-
víkur. Sálfræðingur segir þetta stórundarlegt og mjög ólíklegt. Móðir stúlku
sem gekk í svefni segir hana eitt sinn hafa gengið í um þrjá tíma í svefni.
Á Netinu er hægt að finna upplýs-
ingar um svefngöngu skrifaðar af
Sigríði Guðmundsdóttur sálfræðingi:
„Svefnganga getur hrjáð fólk á
öllum aldri en hún er sérstaklega
algeng meðal barna. Hún kemur
yfirleitt ekki fram fyrr en eftir 6
ára aldurinn og komið hefur í ljós
að svefnganga er algengust hjá
börnum á aldrinum 8-12 ára. 17%
barna í þessum aldurshópi (8-12
ára) gengur í svefni á meðan 4%
fullorðinna eru svefngenglar. Flest
börn vaxa upp úr svefngöngunni
fyrir eða um kynþroskaaldurinn og
þá hættir svefngangan yfirleitt frekar
skyndilega, jafn skyndilega og hún
hófst. Erfðir koma mjög við sögu og
líkurnar aukast á því að barn gangi
í svefni ef foreldrar þess gera það
líka. Aðrir þættir eru einnig taldir
hafa áhrif á svefngöngu, [til dæmis]
svefnskortur, hiti, streita og skortur
á magnesíum.“
SVEFNGANGA ALGENG MEÐAL BARNA
STJÓRNSÝSLA Samtök verslunar og
þjónustu (SVÞ) hafa óskað eftir
aðgangi að samningsgerð milli
Garðabæjar og Sælkeraveislna ehf.
um skólamálsverði í grunnskólum
Garðabæjar. Ástæðan er að Ávaxta-
bíllinn, fyrirtæki innan SVÞ, telur
að brotið hafi verið á sér við fram-
kvæmd útboðsins en Ávaxtabíllinn
var með lægsta tilboðið. Líklegt er
að höfðað verði mál vegna þessa.
Ríkiskaup buðu út skólamáltíðir
í grunnskólum Garðabæjar fyrir
hönd bæjarins og var opnað fyrir
tilboðin 12. maí. Garðabær tók til-
boði Sælkeraveislna 23. júní. Tilboð
Ávaxtabílsins var dæmt ógilt vegna
ákvæðis í lögum um að fyrirtæki
verða að vera með jákvæða eigin-
fjárstöðu.
Telur Ávaxtabíllinn ósanngjarnt
að miða alfarið við eiginfjárstöðu
við núverandi ástand í atvinnulíf-
inu. Segir Ávaxtabíllinn að hann
geti staðið undir afborgun skulda
og það sé það sem skipti máli. Oft
hafi verið gerð undantekning frá
þessu ákvæði.
Garðabær telur hins vegar að
bindandi samningur hafi komist á
milli bæjarins og Sælkeraveislna.
SVÞ óskaði eftir að samningsgerð
yrði stöðvuð vegna þeirra vankanta
sem voru á útboðinu í kæru 3. júlí.
Kærunefnd útboðsmála hafnaði
þessu hins vegar í úrskurði 16. júlí
þar sem ekki voru taldar líkur á því
að brotið hafi verið gegn lögum um
opinber innkaup. - vsp
Ávaxtabíllinn telur að brotið hafi verið á sér við útboð á skólamáltíðum:
Íhuga málssókn gegn Garðabæ
ÁVAXTABÍLLINN Átti lægsta tilboð í
útboð vegna skólamáltíða í Garðabæ.
Tilboðinu var hafnað vegna neikvæðrar
eiginfjárstöðu.
HEILBRIGÐISMÁL Alls hafa 18
manns greinst með svínaflensuna,
A(H1N1)v. Þrír greindust með
flensuna í gær. Þetta kemur fram
hjá Landlæknisembættinu.
Um er að ræða 24 ára karlmann
sem ekki hefur ferðast erlend-
is og ekki haft tengsl við ferða-
langa. Þá greindist inflúensan
hjá 54 ára gömlum bandarískum
ferðamanni sem kom til landsins
15. júlí og sjö ára gömlum dreng
sem kom frá Bretlandi 17. júlí.
Enginn þessara sjúklinga er
með alvarleg einkenni og allir á
batavegi. Alls hafa fjórir smitast
sem ekki hafa ferðast erlendis.
- vsp
Þrjú ný svínaflensutilfelli:
18 greindir með
svínaflensu
BRETLAND Breska dagblaðið The
Daily Telegraph hefur valið
Reðursafnið á Húsavík sem eitt
af tólf óvenjulegustu söfnum
heims.
Af öðrum söfnum sem dag-
blaðið telur óvenjuleg er klós-
ettsafn í Nýju-Delí á Indlandi,
nestisboxasafn í Georgíu í
Bandaríkjunum og pyntingasafn
í Amsterdam í Hollandi. Einnig
kemst neðanjarðarsafnið í París
á listann, þar sem hægt er að
fræðast um göng og ræsi borg-
arinnar, gaddavírasafn í Kansas
í Bandaríkjunum og núðlusafn í
Tókíó í Japan.
Með frétt breska dagblaðsins
er meðal annars birt mynd af
Sigurði Hjartarsyni safnstjóra,
þar sem hann stendur við fíls-
reður. - th
Óvenjulegustu söfn í heimi:
Reðursafnið í
bresku dagblaði
Gissur, er þetta ekki bara til
bóta?
„Svo skal böl bæta að bíða annað
meira.“
Vel á þriðja hundrað ábendinga hafa bor-
ist ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun
vegna svartrar vinnu og bótasvika. Gissur
Pétursson er forstjóri Vinnumálastofnun-
ar. Málshátturinn er úr Grettis sögu.
SUÐUR-KÓREA, AP Slagsmál brutust
út á þingi Suður-Kóreu í Seúl í
gær. Tilefnið var umdeilt fjöl-
miðlafrumvarp, sem var sam-
þykkt, en það losar um takmark-
anir á eignarhaldi fjölmiðla.
Þingmenn stjórnarflokksins
tóku sér stöðu við sæti þingfor-
seta til að tryggja að málið fengi
hraðari afgreiðslu. Stjórnarand-
stæðingar brugðust við með því
að meina þingmönnum stjórnar-
flokksins inngöngu í þingsalinn.
- gb
Umdeilt fjölmiðlafrumvarp:
Slegist á þingi
ÞINGIÐ Í SUÐUR-KÓREU Læti af þessu
tagi munu ekki óalgeng í Suður-Kóreu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags
Björg ólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors
Björg ólfssonar, hefur höfðað mál gegn ýmsum félög-
um sem tengjast feðgunum. Þrotabúið vill að óhag-
stæðum samningum verði rift.
Riftunarmálin eru alls fimm talsins, öll gegn
félögum eða einstaklingum sem tengjast Björgólfs-
feðgum.
Þrotabúið vill til að mynda rifta samningi við
Straum-Burðarás fjárfestingarbanka þar sem Sam-
son gerði upp skuldir við bankann, og veitti honum
þar með forgang fram fyrir aðra kröfuhafa, að því er
fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Einnig er þess krafist að kaup Samsonar á 16,7 pró-
senta hlut í Árvakri gangi til baka, enda hafi hlutur-
inn verið einskis virði þegar kaupin hafi farið fram.
Þrotabú Samsonar höfðar einnig mál gegn
Björg ólfi Guðmundssyni vegna 111 milljóna króna
sem Samson greiddi fyrir Björgólf í minningarsjóð
um dóttur hans.
Heildarskuldir þrotabúsins nema um 80 milljörðum
króna, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins
í gær. Helstu kröfuhafar eru Commerzbank og fleiri
bankar sem komu að sambankalánum til Samsonar
árið 2005. - bj
Heildarskuldir þrotabús Samsonar nema alls um 80 milljörðum króna:
Þrotabú vill rifta samningum
STYRKUR Lánum Samsonar til íþróttafélagsins KR var breytt í
styrk þremur dögum fyrir greiðslustöðvun Samsonar.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
SPURNING DAGSINS