Fréttablaðið - 23.07.2009, Síða 4
4 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
Ranglega var sagt að tölur um glæpa-
tíðni sem vitnað var til í Fréttablaðinu
í gær ættu við um fyrstu sex mánuði
ársins. Tölurnar áttu aðeins við júní-
mánuð.
TB
W
A\
RE
YK
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
www.ellingsen.is
SUMARMARKAÐUR
ELLINGSEN
ER HAFINN!
Kynntu þér úrvalið á bls. 14-15
REYKJAVÍK AKUREYRI
Í Fréttablaðinu í gær var því haldið
fram að píramídarnir miklu í Gísa í
Egyptalandi hefðu ekki komist í hóp
hinna sjö manngerðu undra veraldar
í netkosningu. Hið rétta er að píram-
ídarnir fengu sérstakan heiðursess í
þessu vali, þannig að ekki var hægt
að greiða þeim atkvæði. Þeir eru þar
með ekki í hópi hinna sjö nýju undra
veraldar, en að sjálfsögðu áfram eitt
af hinum fornu sjö undrum veraldar.
LEIÐRÉTTING
FÉLAGSMÁL Allir öryrkjar þurfa að
greiða fullan nefskatt til Ríkisút-
varpsins 1. ágúst næstkomandi.
Áður, þegar afnotagjöld voru inn-
heimt af RÚV, fengu öryrkjar 20
prósenta afslátt af afnotagjöldun-
um. Lögblindir
og heyrnar-
lausir voru hins
vegar undan-
þegnir gjald-
inu. Öryrkja-
bandalagið
(ÖBÍ) hefur sent
menntamála-
ráðherra erindi
vegna þessa.
„Ég hugsa að
það verði ekki
gerðar breyt-
ingar á þessu
fyrir ágúst en
við viljum skoða
þetta því ég skil
algjörlega þessa
gagnrýni. Þetta
er eðlileg krafa
miðað við hvern-
ig þetta var
iðkað án þess
að ég lofi neinu,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra.
Eðli innheimtunnar hefur
breyst, að sögn Katrínar. Áður
innheimti RÚV afnotagjöldin og
var þetta þá samningsatriði milli
RÚV og ÖBÍ. Nú er það hins vegar
á vegum skattayfirvalda að inn-
heimta.
Halldór Sævar Guðbergsson,
formaður ÖBÍ, segir að í erindinu
hafi verið óskað eftir því að sam-
ræmi sé á milli hópa. Til dæmis
greiði einstaklingar yfir 70 ára
ekki nefskatt. Það geri hins vegar
öryrkjar sem búi á sambýli.
„Það ætti frekar að taka mið
af fjárhagsgetu frekar en aldri
manna. Hins vegar er það svo að
ef öryrki býr einn borgar hann
núna minna en hann greiddi í
afnotagjöld,“ segir Halldór.
„Gagnvart ákveðnum hópum
eins og heyrnarskertum og lög-
blindum er þetta mjög ósanngjarnt
þar sem þeir nýta sér þetta að tak-
mörkuðu leyti. Til dæmis vantar
talsvert á rit- og táknmálstúlkun
á RÚV fyrir heyrnarskerta.“
Ekki hefur ÖBÍ reifað leið-
ir til þess að hægt sé að koma til
móts við þessi sjónarmið. „Ef það
er vilji til þess að breyta þessu
er hægt að finna ýmsar leiðir.
Til dæmis með beinum afslætti
eða fella gjaldið niður hjá fleiri
hópum,“ segir Halldór.
Blindir og sjónskertir á Íslandi
eru um 1.500 talsins. Þar eru milli
fjögur og fimm hundruð manns
lögblindir og hundrað manns
alblindir. „Það er auðvitað ósann-
gjarnt að menn séu rukkaðir um
fullt gjald því þetta er þjónusta
sem lögblindir geta ekki nýtt sér
með sama hætti og þeir sem eru
fullsjáandi,“ segir Kristinn Hall-
dór Einarsson, formaður Blindra-
félags Íslands.
Nefskattur er 17.200 krónur og
er fyrsti greiðsludagur 1. ágúst
næstkomandi. Allir á aldrinum 16
til 70 ára þurfa að greiða skattinn.
Fyrir liggur hugmynd um að fjölga
gjalddögum skattsins í þrjá.
vidirp@frettabladid.is
Lögblindir greiða
fullan nefskatt RÚV
Öryrkjar greiða fullan nefskatt af RÚV 1. ágúst. Áður fengu þeir 20 prósenta af-
slátt. Menntamálaráðherra segist skilja gagnrýnina fullkomlega. Formaður ÖBÍ
segir þetta mjög ósanngjarnt gagnvart heyrnarskertum og lögblindum.
HALLDÓR SÆVAR
GUÐBERGSSON
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
SAMBÝLI Ef fimm öryrkjar búa saman á sambýli þurfa þeir að greiða 86 þúsund
krónur í nefskatt. Áður hefðu þeir þurft að greiða 28.752 krónur, með afslætti, ef gert
er ráð fyrir að þeir hafi átt eitt sjónvarp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAGSMÁL „Ég er alveg sam-
mála því að það þarf miklu meiri
samfélagslegar skyldur og ábyrgð
á banka þótt þeir séu í einkaeigu,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, um ummæli Árna Páls Árna-
sonar félagsmálaráðherra í Frétta-
blaðinu í gær. Þar sagði Árni að
velferðarsjónarmið eigi að ráða
meiru um leikreglur fjármála-
markaðarins því velferðarkerfið
þurfi að borga þegar kreppi að.
„Reyndin er sú að bankar eru
ekkert einkavæddir heldur á
ábyrgð samfélagsins. Þess vegna
er rökrétt að samfélagið hafi
meira um það að segja með hvaða
hætti bankar eru reknir,“ segir
Gylfi. „Hvort það er viðskiptaráð-
herra eða félagsmálaráðherra sem
ákveður það skal ég ekki fullyrða
um. Hins vegar ætti ríkisstjórnin
í sameiningu að hafa skoðun á því
með hvaða hætti bankakerfi á að
vera rekið og sérstaklega að gera
greinarmun á milli áhættusamra
fjárfestinga og reglubundinnar
viðskiptabankaþjónustu.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segist ekki vita nákvæm-
lega hvað Árni Páll á við og segist
ekki sjá að mikið sé að því hvern-
ig lög eru samþykkt nú. „Það er
þannig að allt þjóðfélagið ber mik-
inn kostnað af því þegar illa fer í
atvinnulífinu. Menn hafa alltaf öll
þessi sjónarmið í huga þegar lög
eru samþykkt í þinginu, þá komast
öll sjónarmið að.“ - þeb
Bankar þurfa að sýna ábyrgð þrátt fyrir að þeir séu í einkaeigu:
Meiri samfélagslegar skyldur
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
VILHJÁLMUR
EGILSSON
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Ósló
París
Róm
Stokkhólmur
31°
23°
24°
26°
23°
25°
26°
22°
23°
22°
26°
24°
27°
33°
23°
25°
27°
21°
Á MORGUN
8-13 m/s við S-og SA
ströndina annars 3-8.
FÖSTUDAGUR
Hæg, breytileg átt.
6
10
12
10
11
12
16
10
10
8
6
3
6
10
3
3
3
8
8
4
6
13 14
10
1113
12 16
16
1214 18
16
GÓÐVIÐRISTÍÐ
FRAMUNDAN
Nú fer hægt hlýnandi
á landinu og um
helgina ættum við
að sjá tölur yfi r 20
stigum hér og hvar til
landsins. Á morgun
verður vindasamt
með suðurströndinni
en úrkomulítið á land-
inu. Bjartast verður
þá á Vestfjörðum. Á
föstudag léttir til og
verður bjart á austur-
helmingi landsins en
mun þungbúnara fyrir
vestan.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
ELDSVOÐI Miklir gróðureldar voru
á milli Helgafells og Valahnúks
í nágrenni Hafnarfjarðar í gær.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins hafði enn ekki komist að eld-
inum þegar blaðið fór í prentun
en þyrla frá Landhelgisgæsl-
unni flaug með vatn yfir svæðið.
Í hverri ferð bar þyrlan um tut-
tugu tonn af vatni.
Þrír til fimm slökkviliðsbíl-
ar voru á svæðinu yfir daginn og
fóru slökkviliðsmenn meðfram
bálinu og slökktu smáelda til að
hindra útbreiðslu eldsins. Um
er að ræða töluvert stórt svæði
og talsverðar skemmdir eru á
gróðri. - vsp
Gróðureldar við Hafnarfjörð:
Slökkviliðið
komst ekki að
SLEPPIR VATNI Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sést hér sækja vatn til þess að
dæla á eldinn. Tekur þyrlan um tuttugu
tonn í hverri ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Lögregla höfuð-
borgarsvæðisins og björgun-
arsveitir Slysavarnafélagsins
Landsbjargar nutu aðstoðar þyrlu
Landhelgisgæslunnar við leit að
manni við Nesjavallaveg í gær.
Bíll mannsins fannst við Nesja-
vallaveg klukkan 17 í gær, en þá
hafði hans verið saknað frá því
um miðjan dag á þriðjudag.
Maðurinn, sem er 26 ára gam-
all, fannst heill á húfi á því svæði
sem leitað var á um hádegið í
gær. Ekki fengust í gær nánari
upplýsingar um málið. - bj
Fjölmenn leit við Nesjavelli:
Fannst heill á
húfi eftir leit
LEITAÐ Björgunarsveitarmenn leituðu að
26 ára karlmanni í nágrenni Nesjavalla í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gerviheili eftir tíu ár
Fullkominn gerviheili gæti verið
tilbúinn innan tíu ára að sögn Henry
Markram sem stýrir verkefninu „Blái
heilinn“. Þegar hefur hann hannað
rottuheila.
BRETLAND
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra undirstrik-
aði við hollensk og bresk yfirvöld
að fráleitt væri að tengja saman
Icesave-málið og umsókn Íslands
um ESB í samtali við utanríkis-
ráðuneyti landanna í gærmorgun.
Hollenski utanríkisráðherrann
sagði, í samtali við hollenska fjöl-
miðla í fyrradag, að hann hefði
sagt Össuri að Íslendingar þyrftu
að ljúka Icesave til að hollensk
yfirvöld myndu hjálpa Íslending-
um inn í ESB. Vildi Össur meina
að hann hefði ekki skilið samtalið
á þá leið að um hótun hafi verið
að ræða en ummælin hefðu verið
afar óheppileg. - vsp
Sendir stjórnvöldum tóninn:
Icesave og ESB
ekki tengd
GENGIÐ 22.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,8159
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,66 126,26
205,77 206,77
178,27 179,27
23,94 24,08
19,927 20,045
16,491 16,587
1,3446 1,3524
195,76 196,92
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR