Fréttablaðið - 23.07.2009, Page 10

Fréttablaðið - 23.07.2009, Page 10
 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR Bleika slaufan -árveknisátak um brjóstakrabbamein Það er styrkur í Toppi Leikið verður á 7 mótum í sumar. Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble. Sigurlið hvers móts vinnur þátttöku í lokamótinu. Einnig er eitt lið dregið út í hverju móti sem vinnur þátttökurétt í lokamótinu. Golfklúbburinn sem á sigurvegara lokamótsins varðveitir bikarinn í ár. Skráning á www.golf.is og nánari upplýsingar á www.vifilfell.is Mótsgjald er 4.000 kr. pr. mann Veglegir vinningar og teiggjafir. Bleiki Toppbikarinn er fjáröflunarverkefni Krabbameinsfélagsins og Vífilfells í samvinnu við GSÍ. Taktu þátt í að efla leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Bleiki Toppbikarinn Golfklúbburinn Kjölur (GKJ) Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) Mótið fer fram á Akranesi Golfklúbbur Ísafjarðar (Gí) 25.07.09 26.07.09 08.08.09 Laugardagur Sunnudagur Laugardagur LOKAMÓT - Laugardagur 12.09.09 - Golfklúbbur Borgarness (GB) Næstu Mót eru: 1. sæti - 25.000 kr. inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði á hvern liðsmann plús þátttaka í lokamóti í Borgarnesi, gisting og hátíðarkvöldverður innifalinn 2. sæti - 15.000 kr. inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði á hvern liðsmann 3. sæti - 10.000 kr. inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði á hvern liðsmann 4. sæti - 5.000 kr. inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði á hvern liðsmann Nándarverðlaun á fjórum par 3 holum - Grimson pútter Vinningar: JAPAN, AP Milljónir manna í Asíu- ríkjum horfðu til himins í gær þegar sólmyrkvi varð. Almyrkv- inn stóð yfir lengur en nokkur annar almyrkvi á sólu sem von er á alla þessa öld. Í Sjanghæ skutu Kínverjar upp flugeldum og dönsuðu á götum úti. Ekkert sást hins vegar í Pek- ing, þar sem gráleit mengunar- þoka lá yfir borginni. Margir töldu sólmyrkvann reyndar illan fyrirboða og héldu sig inni við meðan hann gekk yfir. Á Taílandi komu til að mynda tugir munka saman til bænahalds í búddahofi í Bangkok til að verja landið þeirri ógæfu, sem myrkv inn átti að boða. Fyrst sást myrkvinn á Ind- landi, rétt eftir dögun að stað- artíma. Síðan barst hann aust- ur yfir álfuna sunnanverða. Á japönsku eyjunni Akuseki héldu nautgripir beina leið að fóðurstað, greinilega fullvissir um að nótt væri skollin á. Um tvö hundruð ferðamenn höfðu safnast saman þar á eyjunni til að fylgjast með myrkv anum. Þúsundir Indverja böðuðu sig í ánni Ganges til að hreinsa sig af syndum meðan myrkvinn varði, en mun fleiri stóðu á bökkum fljótsins og fylgdust með. Troðn- ingurinn varð það mikill að 65 ára kona lést og nokkrir særðust illa. - gb Milljónir fylgdust með sólmyrkva aldarinnar í Asíu: Sums staðar talinn vera illur fyrirboði MENNTUN Fallið hefur verið frá áformum um að innheimta van- efndaálag á skráningargjöld við Háskóla Íslands. Skráningargjöldin eru 45 þús- und krónur og voru á gjalddaga 10. júlí. Fimmtán prósenta álagn- ing, 6.750 krónur, var lögð á gjöld- in eftir gjalddaga, þrátt fyrir að eindagi sé ekki fyrr en 10. ágúst. Fjármálanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi fjármála- stjóra og skrifstofustjóra nem- endaskrár bréf á þriðjudag þar sem fram kom að nefndin teldi að ekki væri heimild í lögum til álagningarinnar. Í gær var svo ákveðið að falla frá álagningunni og endurgreiða þeim sem höfðu greitt hana. - þeb Háskóli Íslands endurgreiðir stúdentum: Ekkert vanefndagjald HÁSKÓLI ÍSLANDS Fimmtán prósenta vanefndagjald hefur verið afnumið. FYLGST MEÐ MYRKVANUM Þessir tveir helgu menn í Allahabad á Indlandi vörðu augu sín með þar til gerðum gleraugum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÓLIN MYRKVAST Í Pakistan mátti sjá þennan deildarmyrkva frá bænum Mult- an. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.