Fréttablaðið - 23.07.2009, Page 12
12 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hvar hefurðu verið
allt mitt líf?
„Sjónarmið velferðarþjón-
ustunnar ættu að ráða því
hversu lausan tauminn við
gefum fjármálamarkaðnum á
hverjum tíma.“
ÁRNI PÁLL ÁRNASON FÉLAGSMÁLA-
RÁÐHERRA
Fréttablaðið, 22. júlí
Mæltu manna heil-
astur
„Það er alveg ljóst að best
væri að þurfa aldrei að taka
þvagsýni til að sanna að
viðkomandi einstaklingur sé
ölvaður.“
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON
SÝSLUMAÐUR
Fréttablaðið 22. júlí
Kaffi Hjalli er kaffihús-
ið sem rekið er á vegum
Kópavogsbæjar. Boðið er
upp á heitan heimilismat
í hádeginu þar sem börn
úr 10. bekk elda ofan í þig
kræsingarnar.
Á vegum Vinnuskólans í Kópavogi
er rekið kaffihúsið Kaffi Hjalli í
Hjallaskóla sem opið er fyrir alla.
Yfirkokkarnir, Bjarki Sigurjóns-
son og Snorri Páll Þórðarson,
sem starfa á veturna fyrir félags-
miðstöðvar í Kópavogi, eru hug-
myndasmiðirnir á bak við kaffi-
húsið. Hugmyndina fengu þeir
hjá félagsmiðstöðinni Miðbergi í
Breiðholti en betrumbættu hana,
að eigin sögn. Sóttu þeir síðan um
að fá að reka kaffihúsið hjá Kópa-
vogsbæ. Það var tekið fyrir á bæj-
arráðsfundi og samþykkt.
Hjá Kaffi Hjalla er alltaf boðið
upp á heitan mat í hádeginu. „Við
bjóðum alltaf upp á venjulegan
heimilismat. Við höfum til dæmis
verið með kjötsúpu, kjúkling og
lasanja,“ segir Bjarki. Fyrir þá
sem vilja fá upplýsingar um mat-
seðil dagsins, þá er Hjalli með
Facebook-síðu þar sem hann er birtur hverju sinni. Einnig er bara
um að gera að mæta, því listi yfir
matseðil vikunnar er hjá þeim, að
sögn Bjarka.
Á vegum verkefnisins vinna tíu
krakkar sem allir voru að klára 10.
bekk. „Þeim finnst þetta fáránlega
gaman, miklu skárra en að hanga
úti í beði. Samhliða því að elda
matinn læra þau markaðssetningu,
hvað þetta kostar og svo framveg-
is og læra í raun að reka sitt kaffi-
hús. Þau læra helling af þessu,“
segir Bjarki. Hann segir krakkana
vinna mestalla vinnuna en Bjarki
og Snorri fylgjast með að allt sé
„í orden“ og hjálpa til ef nauðsyn-
legt þykir.
Allt að 60 manns mæta yfir dag-
inn á kaffihúsið, að sögn Bjarka,
en opið er á kaffitímum Vinnuskól-
ans. Í hádeginu koma oftast um 40
manns og flestir eru starfsmenn
Kópavogsbæjar en einnig kemur
fyrir að fólk detti inn af götunni.
Opið er alla virka daga nema á
föstudögum en kaffihúsið mun loka
í þessari viku, vegna vinnuskyldu
Vinnuskólans, og því fer hver að
vera síðastur að smakka heimil-
ismat eldaðan af starfsmönnum
Vinnuskólans.
vidirp@frettabladid.is
Heimilismatur eldaður í
unglingavinnunni í Kópavogi
SNORRI OG BJARKI Hér má sjá yfirkokk-
ana Bjarka og Snorra bregða á leik.
Á skiltinu sem þeir halda við má sjá
opnunartíma kaffihússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRAKKARNIR Í ELDHÚSINU Hér má sjá ungmennin tíu sem vinna í eldhúsinu en þeim finnst þetta skemmtilegra en að vinna í
beðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Íbúar Evrópusambandsins eru
nærri hálfur milljarður talsins, nú
þegar aðildarríkin eru orðin 27.
Flatarmál þessara ríkja er samtals
4.325 þúsund ferkílómetrar, en
það er nærri helmingi minna
landsvæði en Brasilía hefur yfir
að ráða. Helmingur íbúanna talar
ensku þótt aðeins 13 prósent
þeirra hafi ensku að móðurmáli.
Helmingur íbúa Evrópusam-
bandsins segist
trúa á guð.
FRÓÐLEIKUR
HÁLF MILLJÓN MANNA
„Ég er mikill
Evrópusinni
og vil endilega
ganga í Evrópu-
sambandið,“
segir Tryggvi M.
Baldvinsson,
bæjarlistamaður
Álftaness og
tónskáld. Hann
segir þó margar
hliðar á svona
málum og efast um að við fáum
allar okkar óskir uppfylltar án þess
að láta eitthvað á móti.
„En þegar á heildina er litið þá er
þetta eina vitið,“ segir Tryggvi sem
hefur lengi verið þeirrar skoðunar að
við eigum að ganga í ESB. Honum
fannst ekkert vit í tvöfaldri þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem minnihlutinn
lagði fram. Það hafi aðeins verið
tímaeyðsla.
„Ég sá enga ástæðu til þess að gera
það. Við verðum að sjá hvað við
fáum út úr samningaviðræðunum
þó það kosti peninga,“ segir Tryggvi.
Telur hann að eftir samningaviðræð-
ur hefði þurft að fara fram bindandi
þjóðaratkvæðagreiðsla, eins og lagt
var fram, þar sem þjóðin hefði feng-
ið að ráða því hann hefur takmark-
aða trú á pólítíkusum í dag.
SJÓNARHÓLL
AÐILDARUMSÓKN AÐ ESB
Vill endilega
ganga í ESB
TRYGGVI M.
BALDVINSSON
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við
fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil
Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once.
Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að
bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel
þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki
sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi:
Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni
½½
Notaðu alla Lamisil
Once® túpuna á báða
fæturna til að forðast
að sýkingin taki sig
upp á ný
Berðu Lamisil
Once® á:
á milli tánna, bæði undir
þær og ofan á
bæði á iljar og jarka
24h
Til að ná sem bestum
árangri skal ekki þvo
fæturna í sólarhring
1 32
„Það er bara það að frétta að við vorum að byrja
tónleikaferðalag í gær (þriðjudag). Við spiluðum
á Græna hattinum á Akureyri þar sem var fullt
út úr dyrum og erum komin á Vopnafjörð núna,“
segir Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. Hún er
nýbúin að gefa út geisladisk með lögum
sænska tónskáldsins Cornelis Vreeswijk,
sem er að sögn Guðrúnar mjög þekktur
á Norðurlöndunum. Hún ferðast nú um
landið ásamt sex öðrum tónlistarmönn-
um þar sem geisladiskurinn er kynntur
á tónleikum. „Þetta er sænskt-íslenskt
samstarf, við erum með þrjá Svía og
svo erum við fjórir Íslendingar.“
Það er Aðalsteinn Ásberg
sem íslenskaði texta Vreswijks,
en hann kynnir líka tónleikana
og segir sögur af tónskáldinu
að sögn Guðrúnar. Hópurinn
spilaði á Vopnafirði í gærkvöldi og verður á Húsa-
vík í kvöld. „Svo verðum við í Stykkishólms kirkju
á föstudag, í Norræna húsinu á laugardag og
á Gömlu-Borg í Grímsnesi á sunnudag. Við
Aðalsteinn erum búin að ganga með þessa
hugmynd í maganum mjög lengi.“
Tónlist Vreeswijks er vísna- og þjóð-
lagatónlist og Guðrún segir að það hafi
komið á óvart hversu marga aðdáendur
hann virðist eiga hér á landi. Hún segist
aðspurð telja að meira og minna allt
sumarfríið fari í kynningar á plötunni, en
hún telur það ekki eftir sér. „Við erum
bara að ferðast um landið í rútu.
Það er eitt það skemmtilegasta
sem ég geri að koma fram úti
á landi, þótt það sé gaman í
Reykjavík líka. Nándin er svo
mikil á minni stöðum.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR SÖNGKONA
Ferðast um landið og kynnir plötu
Árleg sumarhátíð Vinnuskólans
í Kópavogi var haldin í blíðskap-
arveðri í gær. Um 900 unglingar
hafa starfað á vegum Vinnuskól-
ans í sumar og hafa aldrei verið
fleiri.
Á hátíðinni í gær komu fram
hljómsveitirnar Ingó og veður-
guðirnir, Dikta, Jón Jónsson and
the Wonderful Friends og hljóm-
sveitin Járnskófla, en sú hljóm-
sveit var skipuð flokksstjórum úr
vinnuskólanum.
Grillað var fyrir mannskapinn
og auk þess var ýmislegt fleira
um að vera á hátíðinni. Meðal
annars kepptu krakkarnir í gerð
mennskra pýramída og því að
skjóta fótbolta á mark.
- þeb
Sumarhátíð Vinnuskólans í Kópavogi haldin í gær:
Tónleikar og grill í góðu veðri
PÝRAMÍDI Keppt var í gerð mennskra pýramída og hér er einn slíkur í vinnslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR