Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Side 6

Samvinnan - 01.02.1950, Side 6
skemmtinefndarinnar — og sjá: það var harla gott! Miðbik gólfsins var autt og hvítskúrað, en fram með báðum hliðarveggjum hússins voru fiskstaflar, og í öðru horninu fram við dyrnar var saltstía. Þá hafði skemmtinefnd- in komið fyrir bekkjum úr borðviði fram með öllum fiskhlöðunum, og mynduðu bekk- imir nokkurs konar vörzlugarð um dans- gólfið. Það mundi öldungis óþarfi fyrir fólk- ið að káma sig á fiskinum, þegar svona var um hnútana búið. Eiður Alfonsson skreið aftur niður af fisk- staflanum sæll og glaður, en niðri á gólfinu stóð söfnuður hans — aðstoðarfólkið — og horfði hátíðlegt og alvömgefið á fánann uppi á þilinu, líkt og fermingarbörn, sem standa fyrir altarinu og horfa á Jesú-mynd- ina á töflunni. „Já, þið getið reitt ykkur á það, að þau gerast ekki betri en þetta, samkomuhúsin í plássunum hérna á Nesinu!“ sagði Eiður Alfonsson hróðugur. . . „Nei, það er áreiðanlegt," sögðu allir í kór. • • • „Og allt eigum við þetta honum Dósóþe- usi Jónassyni að þakka!“ „Já, svo sannarlega,“ sagði fólkið og skim- 'aði í kringum sig til þess að sjá, hvernig út- gerðarmaðurinn tæki hólinu. En Dósóþeus var þá allur á bak og burt; hafði gengið út fyrir meðan skemmtinefndin starði heilluð upp á þilið, þar sem fáninn hékk. „Nú, verra gæti það verið,“ sagði þá einn x hópnum og spýtti á gólfið! l'TM NÓNBILIÐ var undirbúningnum lok- ^ lokið —- samkomuhúsið — tilbúið. Það var meira að segja búið að koma fyrir tré- palli fyrir harmonikuleikarann í horninu gegnt saltstíunni, og pallurinn var girtur af með kaðli líkt og hnefaleikahringur. Þarna -ætlaði Eiður Alfonsson líka að standa, þegar hann setti samkomuna, og byði fólkið vel- komið. Hann gekk margar ferðir niður í fisk- húsið, eftir að skemmtinefndin hafði lokið undirbúningnum, og í hvert sinn gekk hann upp á pallinn, tók sér þar stöðu, ræskti sig og mælti setningarræðuna fram, hægt og stillt —- og ákaflega virðulega: „Umm, hum! Kæru samkomugestir — heimamenn og af hafi komnir!.... Vi-a, Vi-a, við erum hér saman komin til að, til -a- að skemmta okkur í kvöld.... Hum.... Það er siður okkar Eyrarmanna, þegar gesti ber að garði, að bjóða þeim til gleðskapar. Og-i, og þó að húsakynnin séu nú bara svona eins og. ... eins og þið sjáið, þá-i, þá-i, þá er það af því, að við höfum ekki í önnur hús að venda, og-i, og þökkum Dósóþeusi Jón- assyni, útgerðarmanni, fyrir, að-i, að-i fá-og-i mega — dansa hér.... Umm.... hum, en sem sagt: gjörið þið svo vel, gólfið er frjálst, og-i, og verið þið öll sömul velkomin!" Lengri ætlaði hann ekki að hafa ræðuna, en snúa sér svo hvatlega að Þorbirni spilara, gefa honum bendingu með armsveiflu, um að koma með nikkuna upp á pallinn og byrja að spila. Jú, mikil ósköp, þetta var allt saman und- irbúið, svo sem bezt varð á kosið. En ennþá sást ekkert til skipsins. Þetta var orðin ærið þreytandi bið. Margur gerði sér það því til afþreytingar að ganga niður í „samkomuhúsið“ og líta á breytinguna, sem þar hafði verið gerð. Það var þó alltaf nokkur upplyfting í því að horfa á fiskhúsið í þessum nýja búningi. Hversdagssvipur þess var horfinn, og þetta rifjaði upp ýmsar minningar frá fyrri skipakomum, þegar dansleikir höfðu verið í fiskhúsinu. Það fór einkar notaleg tilfinning um brjóst fólksins, eins og eitthvað kæmist á hreyf- ingu innra með því; vit þess fylltust sætri angan, þótt henni blandaðist saltlykt og rammur þefur. Meira að segja karlarnir, sem dagsdaglega voru ekki fyrir neina sér- staka léttúð, fundu nú blóðið streyma örar um æðarnar, og það var eins og þeim hlýn- aði öllum svo notalega að innan. Þeir óku sér velsældarlega og kjömsuðu, líkt og þeir fyndu lostugt bragð. Sumum vöknaði í munni, og augun urðu rök og gljáandi, og þegar þeir röltu aftur út úr húsinu, var göngulagið eitthvað undarlega reikult. Blessuð döggin, tæra tárið, umd, amd. . . .! Þeir áttu víst flestir von á ein- hverri hýrgun að sunnan með Baulu, gömlu mennirnir, og sjálfsagt mundu fleiri en þeir væta kverkarnar þegar skipið kæmi. OVONA VAR uppnámið í fólkinu á Grafar- ^ eyri allan guðslangan daginn, því að það var komið að kvöldi, þegar loks sást reykj- arstrókur úti á firðinum. Brátt kom skipið sjálft i ljós, og þá fyrst komst á fólkið hreyf- ing, sem talandi var um. Allt fór á tjá og tundur í þessu friðsæla þorpi. Kvenfólkið þusti út úr kotunum frá hálfsoðnum grautnum, gaf sér varla tíma til þess að hneppa að sér kápunum, svo að þær flöksuðust frá því í golunni. Börnin ruku fá- klædd og berhöfðuð — jafnvel sokkalaus — niður á bryggju, og störðu stórum, forvitnis- legum augum á nýja skipið, sem öslaði inn fjörðinn. Karlmennirnir létu heldur ekki standa á sér. Þeir bægsluðust hver í kapp við annan niður að sjónum, settu undir sig hausinn og skutu öxlunum fram á víxl. Sum- ir misstu höfuðfötin á hlaupunum — og létu þau andskotans eiga sig! — Nú mátti enginn vera að því að tefja fyrir smámuni! Piltarn- ir ráku upp heróp og voru með mikinn handaslátt, og það var eins og þá kitlaði í hverja taug, en stúlkurnar reyndu að vera hæverskar og settar; vöfðu kápunum þéttar að sér og skutu kryppu við gjólunni, en eldri konurnar neru hendurnar, stigu fram á annan fótinn og horfðu píreygðar á skipið. Karlarnir, sem fundu sér hlýna fyrir brjósti um daginn, sleiktu út um og ræsktu sig. Nú var bókstaflega farið að svífa á þá, og þeir voru óvissir í spori, svo að konunum þeirra þótti vissara að kippa þeim ofar á bryggj- una, til þess að forða því, að þeir hrykkju fram af og steyptust í sjóinn. Nokkrir byrj- uðu meira að segja að syngja. Þeir föðmuð- ust og kysstust, og allt snerist svo unaðslega fyrir augum þeirra. Mikið logan'di gat lífið verið fagurt og skemmtilegt á stundum, hí, hí. .. .! JÖSSI í KLETTAKOTI, lítill maður vexti, grannholda krangi, kiðfættur og siginaxla, með golgræn, innstæð augu, rudd- ist gegnum mannþyrpinguna og tók sér stöðu fremst á bryggjunni. Hann ætlaði að vera tilbúinn að grípa landtaugina, þegar skipið renndi upp að, en Gunnsa, kona hans, skundaði á eftir honum, kippti í jakkalafið hans og skipaði honum að hypja sig burt; það væri verk Ásmundar bryggjuvarðar að festa skipið. En Bjössi var ekki alveg á því að láta sig, og þótt hann væri jafnaðarlegast likt og mús undir fjalaketti í nærveru Gunnsu, þandi hann nú út brjóstið, og eins og stækk- aði allur i sjálfum sér, bandaði við henni með hendinni og skipaði henni að snerta sig ekki. Nú væri hann sjálfs sín herra, sagði hann, og léti engin kerlingarræksni stjórna sér! „Heyr!“ sagði Ásmundur bryggjuvörður, og þar með var réttur Bjössa í Klettakoti staðfestur. Hann átti að grípa landfestina. I þetta skipti mátti Gunnsa láta í minni pok- ann, og hún hvarf eins og skuggi inn í mann- þyrpinguna. „Mér þykir vera ris á þeim — sumum,“ tautaði hún nöldurlega. „Þetta er nú ekki mikið, blessuð góða; þú ættið að vita, hvernig hann Jóakim minn hefur látið í dag, það hefur ekki verið neinn smásnúður á honum,“ sagði Tóta á Stapa. „Hann Jóakim heldur víst bara, að hann sé Napóleon. Þeir þurfa ekki annað en eiga vonina í vætunni, karlarnir, þá eru þeir orðnir þessir ógnar mikilmenni!“ Hún Gunnsa í Klettakoti hristi bara höf- uðið og hugleiddi með sjálfri sér, hvað getað hefði orðið úr honum Bjössa hennar, ef kjarkur hans væri alltaf í samræmi við, hvað hann var kotroskinn, þegar hann átti von í víni, eða hafði bragðað það mátulega mikið. (Fratnhald d bls. 29) 6

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.