Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Síða 3

Samvinnan - 01.12.1956, Síða 3
 Lærdómur ungversku uppreLsnarinnar Gæfuþjóð eins og íslendingar, sem unnu frelsi sitt með rökum einum og vaxandi þroska sjálfra sín og sinnar gömlu herraþjóðar, ættu að skilja allra manna bezt þau sorglegu örlög Ungverja, að þurfa ekki einu sinni, heldur tvisvar, að rísa upp og freista þess með vopn í hönd að hrinda af sér oki einnar og sömu þjóðar, Rússa. Hin fyrri uppreisn þeirra var stórviðburður á miðri nítjándu öld, en hin síðari er ekki aðeins stórviðburður á miðri tuttug- ustu öldinni, heldur grimmileg og ægileg aðvörun til mannkynsins alls. Nú eru það ekki málaliðsmenn rúss- nesks keisaravalds, sem Ungverjar eiga við að etja, heldur stórveldi, þar sem svo á að heita, að bændur og verka- menn hafi ráðið ríkjum í 40 ár og hið fullkomna réttlæt- isþjóðfélag hafi verið í smíðum. Svo hrapallega hafa mál snúizt, að mesta og ómannúðlegasta kúgun samtíðarinnar er í frammi höfð í nafni alþýðu og fátækra vinnandi manna og kvenna Sovétríkjanna. ★ Það má læra af sögunni, að byltingar hafa einkennilega náttúru. Þær vilja „éta börnin sín“, eins og það hefur verið orðað, og leiða tíðum til versta einræðis. Franska byltingin hafði að vegarnesti einhverjar göfugustu hug- sjónir mannkynsins, en varð brátt að blóðbaði hálf- geggjaðra einvalda og leiddi að lokum til valdatöku Napóleons og útrása hans. Rússneska byltingin hefur farið eins. Hennar brennimark hefur verið stöðug valdabarátta einstaklinga, hreinsanir og mannvíg, kúgun og ófrelsi og loks vopnuð útrás með þeint höfuðmun, að hún er grimmi- legri en Napóleon gat órað fyrir, — og hinir alvöldu herrar í Kreml hafa ekki látið krýna sig til keisara. ★ Ungverska uppreisnin er mikill harmleikur fyrir þá þjóð, sem hana gerði. En hún hefur valdið vakningu um víða veröld. Hún hefur sýnt hinum frjálsa heimi, að hann má aldrei sofna á verðinum eða láta blekkjast af fagur- gala og friðarrausi þeirra manna, sem kúga hálfan heim- inn. Ungverska uppreisnin ltefur sýnt, að jafnvel full- komnustu áróðursvélar nútímans geta ekki deyft æskuna, eins og óttazt var, geta ekki slökkt þá elda frelsis og mann- virðingar, sem brenna í brjóstum einstaklinganna. Og loks hefur uppreisn Ungverjanna sýnt, að það er mjög hæpið að vopn og herveldi geti haft stjórn á þjóð, sem er í slíkum umbrotum. ★ íslendingar hafa á margvíslegan hátt sýnt hug sinn til hetjanna á ungversku sléttunni. En þeir þurfa að gera rneira. Þeir þurfa að læra af þessum ógnþrungnu viðburð- um og láta þá verða til þess, að þeir kunni betur að meta sitt eigið frelsi og sína eigin velmegun. En hversu mikill, sem lærdómur þessara atburða verður liinum frjálsu lönd- urn, þá livílir sá skuggi yfir öllum hinum vestræna heimi, að Ungverjar skuli — þrátt fyrir hina hetjulegu baráttu — ekki hafa endurheimt frelsi sitt. 'f Samvinnan flytur lesendum sínum beztu jólakveðjur og óskar þeim gæfu og gengis á komandi ári 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.