Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 20
mannaeyjaferð 6. febr. 1857, þá ung- ur að aldri; 2. Úlfur Kristinn Heið- mann, bóndi á Skagnesi; Uni bóndi í Hólakoti og 4. Sigurfinnur, faðir Sig- urðar skipstjóra og hreppstjóra í Vestmannaeyjum. Hálfbræður Ingva voru: Einar bóndi á Steig og Magnús á Skagnesi. Systur Ingva voru: Tala, kona Hjalta Einarssonar bónda og formanns á Suðurgötum; Rúnhildur, kona Eiríks frá Brúnum; Svafa, kona Eiríks Sverrissonar á Suður-Fossi, og Steinunn Mýrdalína. Hún giftist ekki og átti ekki afkomendur. Öll voru þau börn Runólfs hið mesta atgjörfisfólk, bæði til lífs og sálar, eins og þau áttu kyn til. Mörg þeirra voru vel skáld- mælt, og svo hafa einnig verið margir afkomendur þeirra. Öll lifðu þau til hárrar elli, nema Heiðmundur, eins og að framan greinir. Eins og áður er urn getið, var Ingvi mikill vexti, en fremur var hann ólið- Iega vaxinn, enda var hann á síðari árum afmyndaður af gigt og kviðsliti. Hann var oft hnittinn í orðum eins og Vigga, enda vel viti borinn. Þó varð honum stundum herfilega mismælt, svo sem eins og þegar hann sagði: „Það er ekki gaman að vanefnaskort- inum, þegar maður verður að kljúfa tvo raftana í einn.“ Ymislegt þessu líkt var eftir honum haft. Þau Ingvi og Ingveldur eignuðust fimm börn, sem til aldurs komust, en þar að auki að minnsta kosti tvær dætur, sem létust í æsku. Börn þeirra voru þessi: 1. Elín; 2. Jón; 3. Vigdís; 4. Kolfinna og 5. Sveinn. Elín var alla ævi heilsulítil og naut því aldrei hæfi- leika sinna til fulls. Eftir að foreldrar hennar dóu, dvaldi hún jafnan hjá frændfólki sínu á Skagnesi. Jón var greindarmaður og vel hag- mæltur. Síðustu ár ævi sinnar fékkst hann nokkuð við smáskammtalækn- ingar, og þótti honum stundum heppnast það vonum framar. Kveð- skapur hans minnti stundum á Sigurð Breiðfjörð. Hann gaf út ljóðabók, en ekki er mér kunnugt um, að hún sé neinsstaðar til lengur. Enda mun upp- lagið ekki hafa verið stórt. Kolfinna var myndarmanneskja, trölltiygg og drenglynd. En hana bag- aði heyrnarleysi, sem ágerðist mjög eftir því sem aldur færðist yfir hana. Sveinn var myndarlegastur þeirra systkina, bæði stór og sterkur, ljós yfirlitum og öllu leyti vel á sig kom- inn. Ingvi var alltaf bláfátækur. Hann mun hafa byrjað búskapinn á Skammadal, en fluttist þaðan fljót- lega að Norður-Hvammi og þar voru börnin flest fædd. Frá Hvammi flutt- ust þau að Rofum; var það lítið rýrð- arkot, sem nú er fyrir löngu komið í eyði. Þarna bjó Ingvi öll hin síðari ár- in. Bústofninn var 2 kýr og 20—30 kindur, en nokkurn stuðning hafði hann af silungsveiði í Heiðarvatni, því Jón var sérlega natinn veiðimað- ur. Um veiðiskap sinn kastaði hann stundum fram vísum, til dæmis þess- um: Uni ég mér við aflastjá, út á djúpið flýtur gnoðin. Hækka tekur Hvolfi á, Hvítasunnumorgunroðinn. Og þessi: Fram á Heiðar- heldur -lón, happasmár um aldur, Ingva niður nefndur Jón, nasablár og kaldur. Svo stunduðu þeir feðgar sjó eins og aðrir Mýrdælingar, þegar færi gafst. Það er erfitt fyrir nútímafólk að gera sér þess grein, hvað þetta fólk varð að láta sér nægja og hvað það varð margs að fara á mis af þessa heims gæðum. Og þó var það sízt óá- nægðara með sín bágu lífskjör heldur en við með allsnægtirnar. Ennþá standa rústirnar af kofun- um hans Ingva á Rofum, óbreyttar frá að hann bjó þar fyrir fullum 70 árum. Þó að búið væri þar nokkur ár á eftir honum, var þar engu um breytt. Þar hefur ekki verið hátt til lofts né vítt til veggja. Ég hef stundum verið að hugsa til þess, að gaman væri að mæla og teikna þessar eða aðrar eyði- býlarústir, þó að ekki hafi af fram- kvæmd orðið, og hafa það til saman- burðar við híbj’di nútímamanna. Og þó eru ekki liðin nema 60—70 ár síð- an að stór fjölskylda varð að hýrast í þessu fátæklega hreysi. Nú er bærinn á Rofunum að hverfa af sjónarsviðinu, og fjölskyldan hans Ingva hverfur í aldanna skaut, þegar Vigga á Hvoli fellur í valinn, þar sem fjölskyldan lætur ekki eftir sig neina afkomend- ur, en systkini Viggu öll fyrir alllöngu burtkölluð af þessum heimi. Ég ætla, að Vigga muni vera síð- asta förukonan, sem enn er uppi, eins og þær gerðust í gamla daga. Vildi ég því með línum þessuin gera tilraun til að koma í veg fyrir, að nafn hennar gleymdist með öllu, þegar ævi hennar lýkur. Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérstæð- asta kona, sem Mýrdalurinn hefur al- ið síðustu hundrað árin og jafnvel þó' að lengra og víðar væri leitað. Móðir Kalla hafði eignazt tvíbura, og þegar hún kom heim af fæðingar- deildinni, fékk Kalli frí í skólanum. — Þú hefur auðvitað sagt kennslu- konunni frá tvíburunum, þegar þú baðst um fríið? spurði faðir hans um kvöldið. * — Nei, ekki aldeilis, sagði Kalli. Ég sagði henni bara frá öðrum. Hinn ætla. ég að geyma mér til næstu viku. ★ — Hér segir hinn aldni vísindamað- ur, að það sé alveg nóg að sofa fjóra tíma á sólarhring. — Þó að hann vissi það nú. Ég á tveggja ára gamlan son, og hann vissí þetta í fyrra. ★ Sérfræðingur í gigtarlækningum í Los Angeles sendi einum sjúklingi sín- um allháan reikning og fékk hann end- ursendan ógreiddan. Hann hringdi í sjúklinginn og sagði: — Reikningurinn, sem ég sendi yð- ur, er kominn aftur. — Það er gigtin líka, sagði sjúkling- urinn og lagði tólið á. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.