Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 39
Nokkrar nýjar kirkjur. I Borgarnesi verður bráðum lokið við smíði nýrrar kirkju, sem Halldór Jónsson, arkitekt, hefur teiknað. Það er fremur svipfalleg kirkja í gömlum stíl. Hún er með brotnu þaki á turni, en formið er ekki útfært á kvistum og þaki og hefði það verið fegurra. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefur hafið kirkjubygg- ingu á holtinu við Sjómannaskólann. Þar verður um að ræða kirkju í nýjum stíl, sem væntanlega verður í senn frumleg og fögur. Þar er vel séð fyrir hlýleikanum í hinni innri gerð. Stór gluggi með lituðu gleri nær yfir alla kirkjuna að framan og ber inn mjög fallega birtu. Félagsheimili safn- aðarins er í sömu byggingunni, og er það athyglisverð nýjung. Gunnar Hansson hefur gert teikninguna. Neskirkja hin nýja, hefur orðið mjög umdeild. Formið er mjög frá- brugðið því venjulega og að mörgu leyti skemmtilegt. Hins vegar vantar eitthvað í hana, sem að marki hittir naglann á höfuðið. Ágúst Pálsson arkitekt, hefur teiknað Neskirkju. í Langholti í Reykjavík rís vænt- anlega kirkja innan skamms, sem Hörður Bjarnason, húsameistari rík- isins, hefur teiknað. Hún verður í gömlum, íslenzkum sveitabæjastíl. Burstirnar eru tvær. Annars vegar er sjálf kirkjan, en hins vegar félags- heimili safnaðarins, nokkuð frá kirkjunni, en innangengt á milli. Ef kirkjan verður nægilega há, getur hún orðið fögur og sérkennileg bygging. Á Selfossi var nýlega vígð svipfalleg kirkja í gömlum stíl. Þó vantar turn- inn ennþá og getur hann breytt miklu. Loftið í kirkjunni að innan, hefur þjóðlegan svip og listamenn hafa gert skreytingar í kirkjuna, sem fara mjög vel. Allt þetta er til fyrirmyndar. Kirkjuna hefur teiknað Bjarni Páls- son á Selfossi. Á tuttugustu öld byggjum við kirkjur með hliðsjón til fortíðarinn- ar, en í samræmi við byggingar og listsmekk nútímans. Við segjum til- breytingarleysinu stríð á hendur, en gefum hugmyndafluginu lausan taum- inn í listrænni sköpun. Gísli Sigurðsson. Þar glitra daggir (Framh. af bls. 18) eða silki, pappír eða aðrar iðnaðar- vörur. Framan af voru sögunarmyln- urnar einu iðjuverin, sem byggðust á timbrinu. Varð sögunin að stóriðnaði fyrir um 100 árum, en undir alda- mótin hófst trénisframleiðslan, og hefur hún farið sívaxandi síðan. Til hennar má nota allan úrgang og allt lélegasta timbrið, sem naumast var nema eldsneyti hér fyrrum. Nú er orðið lítið um viðarkolagerð, sem áð- ur fyrr var helzta iðjan í sambandi við skógarhöggið. Var með hana eins og trénisframleiðsluna, að til hennar mátti nota úrgang og smávið. Viðar- kolin voru áður ómissandi til .nálm- bræðslu, en nú hefur rafmagnið leyst þau þar af hólmi. SKÓGRÆKT í SKÓGALANDI Enda þótt svo virðist sem skógar- höggsmenn hafi af nógu að taka í Helsingjalandi, eins og raunar einnig annars staðar í Svíþjóð, er samt ekki gengið á skóginn af fyrirhyggjuleysi um framtíðina og hann beittur rán- yrkju. Alls staðar þar sem ruddur hefur verið skógarfláki, er sáð eða plantað í hann að nýju. Þó að náttúr- an sé gjöful má ekki sóa auði henn- ar, heldur er nær að hjálpa henni til að endurnýja hann og jafnvel bæta stofninn. Skógur er ekki aðeins rækt- aður til að fegra hrjóstugt land og gera það hlýlegra. Hann er líka rækt- aður þar sem nóg er af skógi og meira en það, af því að hann er náttúru- auður, sem ekki má skerða eða láta ganga til þurrðar af vanhirðu eða rángirni. Reitur, sem var ruddur í fyrra, er oft brenndur í ár, en svo verður sáð eða plantað í hann að ári, segir framkvæmdastjórinn. Það þykir betra og tryggara að planta. GEGNUM SKÓG Á bakaleiðinni var farið fram hjá bifreið, sem var að flytja heim skóg- arvinnufólk einhvers staðar utan úr mörkinni. Þar á meðal voru brosandi blómarósir. Kvenfólk þykir betra en karlmenn við plöntun og er eftirsótt til þeirra starfa. Af því að nú er farið að líða að kvöldi er ekkert fólk eftir. Skógurinn er kyrr og auður. Fuglar kvaka í rjóðri eða mýrarjaðri, og ef til vill smjúga léttfætt skógardýr milli trjástofnanna hér rétt hjá — ef til vill birnir, þótt þeir séu, að sögn kunnugra, orðnir ærið sjaldgæfir á þessum slóðum. Þau nasa ef til vill eftir hættum í miðaftanskyrrðinni, sem getur orðið grunsamlega djúp, því að sumir kunna að stíga til jarð- ar hljóðlausum skrefum. En dýrin eiga skóginn eins og maðurinn, sem ekki einasta situr um líf þeirra, held- ur er einnig með slíkar yfirtroðslur að vilja eigna sér skóginn og ryðja hann og rækta að sinni vild. Skyldi nú þessi veiðimaður, sem kom með byssu og tösku og hníf uppí leiðar- vagninn í Ljusdal, vera búinn að sálga nokkurri skepnu? Eða skyldi bifreiðagnýrinn og hávaði mannfólks- ins, sem vinnur í skóginum, vera það eina, sem raskar ró skógarbúanna þennan daginn? Þvottaefni (Framh. af bls. 25) lækkar einnig aðdráttaraflið á milli þráða og óhreininda. Hafi fataefnið verið þvegið nokkrum sinnum með þvottaefni, sem inniheldur CMC, tek- ur það síður í sig óhreinindi en ella. Sjálfvirk þvottaduft framleid hér á íslandi eru hættulaus fyrir efnið (ef það þolir yfirleitt vatn), en samt sem áður er bezt að þvo mislitt tau sér og fljótlega, og leggja það ekki í bleyti. Ef óskað er að bleikja hvítt bómullar- efni eða léreft, er hægt að nota smá- vegis clorox, eftir reglum gefnum á flöskunni, en alls ekki nota klórduft, þar sem erfitt er að leysa það vel upp. Bleikjunin er fólgin í því, að súrefnið gerir hvítari bæði óhreinindin og þvottinn. Á síðustu árum voru framleidd í Þýzkalandi og í Bandaríkjunum mörg þvottaefni, sem ekki innihalda neina sápu, svo kölluð „syntetísk þvotta- efni“. Þau eru ágæt, þar sem vatnið er hart, einnig ef óskað er eftir því, 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.