Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 7
inum og kómum, sem minnir á sögur af álfakirkjum og tröllaukið dverga- smíð. Menn hafa bent á, að hér sé um allt of stóran hhlt að ræða og haft það til marks, að bæði Hótel Borg og Reykjavíkur Apótek kæmust inn í kirkjuna. Víst verður byggingin stór- virki, en með bættri tækni við bygg- ingar ætti það að hafast á hæfilega löngum tíma. Tvær stefnur í kirkjubyggingar- málum. Allar listir eru breytingum undir- orpnar og svo hefur verið frá alda- öðli. „Það er svo bágt að standa í stað“, sagði Jónas, og raunar er það algjörlega óæskilegt, því þá væri ekki um neina framför að ræða. Fram- vinda og breyting Hstanna á sér eitt sameiginlegt: Samtímamenn hafa æv- inlega bölsótast yfir breytingunum og talið að stefnt væri í öfuga átt og listin væri þar með á helvegi. I nútíma myndlist hafa orðið nokkrar stefnubreytingar á þessari öld. Þessar stílbreytingar í málaralist og höggmyndalist hafa haft mjög mik- il áhrif á húsagerðarlist og orðið til þess, að menn fóru að leita að nýjum formum einnig þar. Þessi modernismi í húsagerð, húsbúnaði og listum hef- ur mætt eðlilegri mótstöðu, en víst er um það, að hér er framtíðin á ferð- inni, því stefnan á sér fyrst og fremst formælendur í hópi yngri kynslóðar- innar. Segja má, að nú séu uppi tvær stefnur í kirkjubyggingarmálum. Annars vegar eru hinir íhaldssömu, sem vilja byggja kirkjur „eins og þær hafa alltaf verið byggðar hér“, í gömlum stíl. Þeim finnst, að annað geti varla verið guði þóknanlegt. Hinsvegar eru þeir, sem orðið hafa fyrir áhrifum af nýstefnum í listum og aðhyllast nútíma byggingalist. Þeir eru orðnir Ieiðir á tilbreytinga- leysinu og vilja leita að sérkennilegri, frumlegri og listrænni formum í byggingalistinni. Þeim finnst ekkert saka, þótt kirkjur hérlendis verði að innri gerð örlítið meira aðlaðandi heldur en raun ber vitni um og þeir geta ekki séð, að guðshús þurfi að vera með rígbundnu formi. Hallgrimskirkja i Saur- bce á Hvalfjarðarströnd. Kirkjan er byggð fyrir frjáls framlög frá þjóð- inni allri til minningar um sálmaskáldið. Formið er fremur létt og á turn- inn þátt i þvi. Annars er ekki hægt að segja, að um nútimastil sé að rœða og kirkjan á sér hliðstæð- ur i gömlum kirkjum erlendis. Útveggir eru úr steinsteypu, en að innan er kirkjan ómáluð og öll úr harðviði. Á veggjum innanverðum er gulur múrsteinn. Altaristöfluna mun Jóhannes Kjarval mála, en fimm metra háan glugga á framgafli mun Gerður Helgadóttir skreyta. í loftinu eru sperrurnar látnar koma fram eins og i Selfosskirkju. Liklegt er, að kirkjan verði til að hæfa minningu Hallgrims á þeitn eina stað, sem minnismerki um hann getur staðið. Sigurður Guðmundsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna. Hjá Sjómannaskólanurn i Reykjavik á hún að risa þessi kirkja og stendur fyrir þvi Ó- háði Fríkirkjusöfnuðurinn. Það rr frainhHðin, sem sést á teikn- ingunni. Turninn er opinn að framan og aftan. Yfir þvera kirkjuna að frarnan er stór gluggi með lituðu gleri. Félags- heirnili safnaðarins verður áfast við kirkjuna. Þessi bygging verður tigin á svip og listræn að forrni og mœttu fleiri slikar risa. Gunnar Hansson, arkitekt. hef- ur teiknað kirkjuna.. Nýr stíll með þjóðlegum einkennum. Eitt er nauðsynlegt áður en lengra er haldið. Um leið og við segjum skil- ið við tilbreytingarleysið og förum að byggja fegurri kirkjur, sem fólkið fæst til að sækja, þá þarf að gefa þeim þjóðleg séreinkenni eins og Guðjóni Samúelssyni hefur bezt tekizt. Arki- tektum okkar nú hættir við að apa allt eftir erlendum fyrirmyndum. Hví skyldum við ekki geta verið frum- legir og byggt í nýjum stíl á þjóðleg- um grunni? En til þess þarf lista- menn, sem hafa hugmyndaflug. Það er ekki nóg að kaupa útlend blöð um arkitektúr og byggja eins og Corbusier eða Frank Lloyd Wright. Hitt er víst, að haldið verður á- fram að byggja kirkjur í gamla stíln- um og ekkert er við því að segja, ef það er gert af smekkvísi. Til dæmis er kirkjan á Bíldudal, sem mynd er af í blaðinu, mjög formfögur, en aftur á móti er sjálf dómkirkjan í höfuð- staðnum dæmi um hið gagnstæða. Á (Framh. á bls. 37) 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.