Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 37
legir hlutir, sem aldrei hefðu átt sér stað, ef manneskjurnar hefðu ekki ver- ið blindar af hofmóði. Hérna hafði dauðlegt hatur og hamslausar fýsnir lagt þær gildrur fyrir ungu drottning- una, sem að lokum urðu til þess að hún var leidd á höggstokkinn. Ef til vill var aðalorsökin sú, að mann- eskjurnar áttu svo erfitt með að vera sannar, í samræmi við sitt innsta eðli. Hið hamslausa kapphlaup um frægð, auð og völd átti mestan þátt í allri óhamingju þessa fólks. Og allt þetta stafaði af því, að mennirnir vildu heldur sýnast en vera. Holyrood-höll í allri sinni dýrð var ekki meira virði en litli bærinn hans Ásgeirs í Hlíð. Það var sannleikur ,sem hún hefði átt að hafa uppgötvað fyrir löngu. Guði sé lof, að hún skildi það áður en það var of seint.... Hún stóð upp af bekknum. Henni fannst vera orðið kalt. Tíminn leið óðum, svo að henni veitti víst ekki af að fara til skips. Ef til vill voru ferða- félagarnir farnir að undrast um hana. Hún kenndi til svima yfir höfðinu og var þreytt, en glöð, hamingjusöm yfir, að hafa fundið sjálfa sig. Hin gamla saga, sem hafði gerzt innan múra hall- arinnar, hafði talað sínu máli, máli, sem ekki var unnt að misskilja: Ham- ingjan var annað en auður og völd. Hún vissi það nú og hafði þegar tekið ákvörðun, ákvörðun, sem ekki yrði breytt. Hún gat ekki breytt ákvörðun sinni, vegna þess, að þá myndi hún glata hamingjunni um leið. Og nú fannst henni, að hún væri orðin nógu sterk til þess að segja föður sínum vilja sinn. Hún ætlaði ekki að láta Ásgeir bíða svarsins lengi.... Hún lagði af stað niður eftir Leith Walk áleiðis til hafnarinnar. Það var dimmt og draugalegt, enda þótt fólk væri alls staðar á ferli. Hinar háu byggingar voru ógnþrungnar í rökkrinu, og ef maður vissi ekki bet- ur, gæti maður ímyndað sér, að þar byggju forynjur og tröll en ekki fólk. Það fór hrollur um hana. Henni fannst eins og hún væri umkringd alls konar hættum, og þó vissi hún, að bak við þessa glugga bjó fólk, sem lifði og barðist og þráði hamingjuna alveg eins og hún sjálf. Svona var ver- öldin.... „Gerið svo vel að gefa mér skiiding, frú.. . . “ Lítil, óhrein, framrétt hönd og and- lit, sem virtust vera eitt einasta eftirvæntingarfullt spurningarmerki, mætti undrandi augum hennar og brenndi sig inn í huga hennar. Hún fór niður í tösku sína eins og ósjálf- rátt og rétti litlu stúlkunni pening. Barnið varð mjög undrandi. Hún starði með opinn munn á peninginn nokkur augnablik, en svo varð andlit hennar að einu brosi. Þetta voru meiri peningar, en hana hafði nokk- urntíma dreymt um að eignast; hún gleymdi að þakka fyrir og hljóp inn í koldimma hliðargötu og hvarf. Elsa stóð dálitla stund á götuhorninu, eins og hún byggist við, að litla stúlkan kæmi aftur til hennar; svo hélt hún áfram til hafnarinnar. Holyrood Palace — dimmt og skuggalegt hliðarstrætið, þar sem litla telpan átti heima! Fljótt á litið and- stæður — en var það svo í raun og veru? Hún vissi það ekki, en eins og henni var innanbrjósts á þessu augna- bliki, hefði hún heldur kosið að vera fátæka telpan en drottningin í höll- inni. . . . Hún hætti að hugsa um það; hún var aðeins venjuleg manneskja og skildi ekki vandamál heimsins, og þess vegna fór hún sínar eigin leiðir, vék af þeim vegi, sem ættingjar henn- ar höfðu markað henni. Nú vissi hún, að rödd hjartans var rödd sannleikans. Hún greikkaði sporið. Henni fannai. leiðin langtum lengri en áður, af því að hún þurfti að flýta sér. Hún átti eftir að skrifa tvö bréf heim ann- að til föður síns og hitt til Ásgeirs í Hlíð.. .. Hún ætlaði að skýra föður sínum frá því, að hún hafði breytt áformum sínum, eða réttara sagt hans, en í stað þess að verða tízkufræðingur ætlaði hún að læra eitthvað, sem gæti komið henni að gagni í framtíðinni — framtíð hennar og Ásgeirs í Hlíð. . . . Kirkjubyggingar (Frarah. af bls. 7) Breiðabólsstað í Fljótshlíð og á Húsa- vík eru fremur sérkennilegar og mjög fallegar kirkjur, sem Rögnvaldur Ól- afsson hefur teiknað. Því miður eru þær úr timbri, en skaði var, að Rögn- valdur skyldi ekki teikna fleiri slíkar. Rögnvaldur hefur einnig teiknað Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði. Sameiginlegur ágalli. Því verður ekki á móti mælt,. að kirkjur eru yfirleitt afskaplega kald- ranaleg hús, hvað innri gerð snertir. Þær eru flestar málaðar í köldustu litum, sem völ er á, hvítum og blá- um. Þar á ofan bætist, að upphitun í þeim er víðast léleg. Listmunir eru afar fátíðir, þeir er nokkurs virði eru. Kirkjubekkirnir eru jafnan mjög ó- þægilegir. Selfosskirkja er til fyrirmyndar um marga hluti, einkum hvaO hina innri gerö snertir. LoftiÖ er i þjóðlegum stil og minnir d baöstofuloft með sþerrum og bitum. Kirkjan er þrýdd hinum dgeetustu listaverkum og heildarmyndin býöur af sér góðan þokka. Bjarni Pálsson á Selfossi, hefur teiknað kirkjuna. Það er meðal annars af þessum ástæðum, að fólk sækir illa kirkjur. Auðvelt er þó að ráða bót þar á. Það má mála í hlýlegum Iitum og nú er víðast rafmagn til upphitunar. Það má fá listamenn til að leggja að ein- hverju leyti hönd á plóginn og auð- velt er að kuma fyrir blómakerum til yndisauka. Nú er hægt að fá glugga- rúður í alls konar litum og það gefur kirkjum vissan helgisvip. 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.