Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 14
flugvél, sem notuð var til að flytja vistir til fjarlægra trúboðsstöðva á einangruðum stöðum langt inni í frumskóginum. í þetta skipti þurfti trúboðinn í Arajuno á hjálp að halda. Þegar flugmaðurinn, Nate Saint, flaug frá flugvellinum í Shell Mera við rætur Andesfjallanna, var óvana- lega bjart veður, að minnsta kosti 125 km. skyggni. Venjulega var lítið skyggni sökum misturs. Eftir hálftíma flug, renndi Saint flugvélinni niður í lítið rjóður í grænni skógarbreiðunni. Þar var trú- boðsstöðin í Arajuno. Ungur maður tók á móti honum, það var Ed McCully, trúboði. Ed McCully hafði á námsárum sínum verið framúrskar- andi íþróttamaður og efnilegur lög- fræðingur, en skyndilega tók hann á- kvörðun um að gerast trúboði í Ecua- dor. Þegar erindinu var lokið urðu þeir félagar sammála um að nota bjart- viðrið og fljúga könnunarflug inn yfir skógana. Markmiðið var raunar á- kveðið, þeir ætluðu að líta til „ná- grannanna" úr hæfilegri fjarlægð. „Nágrannarnir" voru Auca-Indí- ánarnir, þjóðflokkur, sem allir óttast og jafnvel hinir herskáu hausaveið- arar, Jivaro-Indíánarnir, hugsa sig um tvisvar, áður en þeir hætta sér of nærri yfirráðasvæði þeirra. Enginn veit um lifnaðarhætti þeirra og í bókum og blaðagreinum um þennan þjóðflokk úir og grúir af mis- sögnum. Það eina sem vitað er með vissu, er það, að þeir hata alla ókunn- uga þjóðflokka og að þeir fara stað úr stað í skóginum, drepandi og hefn- andi með eitraðar örvar og eitruð spjót, sem þeir kasta langt og af mik- illi nákvæmni. Ríkisstjórnin hefur látið Aucana eiga sig. Tilraunir til að komast í sam- band við þá, hafa þegar kostað alltof mörg mannslíf. Það eru aðeins trú- boðarnir, sem áhuga hafa fyrir, að kynni takist á bróðurlegum grund- velli. Leiðarstjarnan í lífi þeirra hef- ur verið boðskapur Jesú: „Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum mínum“. Nate og Ed flugu 75 km. í austur og síðan meðfram ýmsum ám, sem renna í Amazonfljótið. Þeir skimuðu í allar áttir og að lokum fundu þeir rjóður með fimmtán húsum. Nokkrum dögum seinna sögðu þeir tveim öðrum trúboðum frá könnun- arflugi sínu. Það var Jim Elliot á trú- boðsstöðinni í Shandia og Pete Flem- ing í Puyu Pungu. Einnig þeir höfðu mikinn áhuga á því að „vinna Auca- Indíánana". Nokkru seinna flaug Nate með nokkra Indíána af Quechua- þjóðflokknum, inn yfir frumskóginn og fann þá enn bústaði Aucanna, að- eins stundarfjórðungs flug frá Ara- juno. Hann hélt samt öllu leyndu fyr- ir Indíánunum og seinna flaug hann einn þangað til að fullvissa sig. Þann 1. október komu trúboðarnir saman í Shell Mera til skrafs og ráða- gerða. Áður en þeir skildu höfðu þeir samið ýtarlega ferðaáætlun. Þeir ætl- uðu sjálfir að sjá um kostnaðarhliðina og aðeins konur þeirra fengu að vita um ráðagerðina. En þeir vildu ekki kunngera hana, til að losna við hópa landkönnuða, ævintýramanna og blaðaljósmyndara, sem ólmir hefðu viljað slást í förina, en hefðu getað eyðilagt allt. Til að halda öllu leyndu, notuðu þeir eins konar dulmál, þegar þeir töl- uðu saman með sendistöðvum sínum. Sjálfa Aucana kölluðu þeir „nágrann- ana“ og svæði þeirra „nágrennið". Rjóðrið með kofunum nefndu þeir „endastöðina" og vatnsbakkann, þar sem þeir ætluðu að lenda flugvélinni og slá tjöldum, nefndu þeir „bað- ströndina". í fyrstu skyldu gerðar tilraunir til að ytirvmna fjandskap Aucanna. Þeir ætluðu að fljúga eins lágt og óhætt væri vegna spjótanna, kasta niður gjöfum og hrópa, að þeir kæmu sem vinir. Nate Saint var orðinn laginn við að láta meðöl og margt fleira síga nið- ur í snúru og hann gat lagt hluti nið- ur af nákvæmni. En hvernig gátu þeir gert sig skilj- anlega? Það rættist úr því. Ung stúlka, sem hét Dayuma, hafði flúið á náðir þeirra, eftir að foreldrar hennar og systkini höfðu verið drepin í fjöl- skylduóeirðum í Auca-þjóðflokknum. Stúlkan kunni líka Quechuamálið og það kunni Jim Elliot. Hún kenndi þeim nauðsynlegustu setningar. Áður en lengra er haldið skal reynt að lýsa með örfáum orðum þessum ungu mönnum, sem lögðu líf sitt í sölurnar til að útbreiða fagnaðarer- indið. Nate Saint var 32 ára og elztur þeirra. Hann var sá þeirra, sem lengst hafði verið í Ecuador: sjö ár. Hann fékk snemma áhuga fyrir flugi og var í ameríska flughernum í styrjöldinni. Nate stofnaði ásamt konu sinni, Mar- jorie, trúboðsstöðina í Shell Mera. Nate olli byltingu í trúboðsstarfinu f Ecuodor. Hann kom á neti sendi- stöðva og var ævinlega tilbúinn að fljúga með nauðsynjar og meðöl, ef á þurfti að halda, til hinna afskekktu staða. Nate var mikill trúmaður. Hann skrifaði meðal annars í dagbók sína: „Auca-Indíánarnir drepa án afláts, en einhver verður að flytja þeim fagn- aðarerindið“. Jim Elliot var 28 ára. Hann hafði fyrstur þeirra fengið áhuga fyrir Ecuador og eins og hjá hinum, beind- ist áhuginn eftir að þangað kom, aðal- lega að Auca-Indíánunum. Jim var mjög glæsilegur maður og fullur af lífsþrótti. „Gleðstu yfir hverri stund, sem guð gefur þér“, skrifaði hann. Jim var giftur Betty Howard og þau störfuðu á trúboðsstöðinni í Shandia og þaj var Jim bæði kennari, læknir og trúboði. Peter Fleming var yngstur þeirra, 27 ára. Hann var mjög trúaður frá barnæsku og innhverfari en hinir. Hann var snjall málamaður og eftir að hann tók við trúboðsstöðinni í Puyu Pungu, lærði hann strax ýmsar Quec- hua-mállýskur. Hann og kona hans 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.