Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 5
Þessi kirkja á að risa i Langholtsbyggð i Reykjavik. Hún verður að nokkru leyti i hinum þjóð- lega, gamla sveitabœjastil og skemmtileg tilbreyting. Það er athyglisverð nýjung, að félagsheimili safnaðarins verður áfast við kirkjuna (burstin til hecgri á myndinni) og innangengt á milli. Fram- stafn verður að miklu leyti úr gleri. Yfir kirkjunni er léttur sviþur, en hún þarf að vera nokkuð há til að njóta sin. Hörður Bjarnason húsameistari, hefur teiknað kirkjuna. Uþjnstaðan i teikning- unni er hið hclga form þrihyrningsins. in, úr torfi og grjóti en máttarviðir og árefti að mestu innflutt timbur. Snauðar hafa kirkjurnar verið af gripum í fyrstu, en smám saman eign- ast helga muni úr silfri og ýmsum góðmálmum, oft mjög haglega gerða. Stærstu og merkustu kirkjurnar voru snemma byggðar úr timbri, en meg- inþorri allra íslenzkra kirkna var úr torfi, með timburþili að framan. Turn- lausar voru þessar kirkjur flestar, en krossmark var upp úr framgafli. Ein- staka kirkjur urðu mjög auðugar bæði af jörðum og lausafé, en auður- inn setti ekki veruleg merki á kirkj- urnar, þar sem ekki var hægt að byggja þær úr varanlegu efni. Einnig fyrir þær sakir hafa íslenzkar kirkjur verið fremur fátækar af listaverkum. Bárujárnsklœddar timburkirkjur. Þegar kom fram á síðustu öld var bárujárn komið til sögunnar og þá tóku menn að klæða timburkirkjurn- ar með því. Kirkjubyggingarstíllinn var nú kominn í mjög fast form. Að- alkirkjan var eins og örlítið ílangur kassi með fremur bröttu þaki og lág- um turni upp úr þakinu fram við gaflinn. Þrátt fyrir þetta fasta form gátu kirkjurnar verið mismunandi stílhreinar og svipfagrar. Kom þar aðallega til greina hæð og gildleiki turnsins í hlutfalli við aðrar línur í byggingunni. Þessi kirkjubyggingar- stíll hefur unnið sér slíka helgi í aug- um landsmanna, að margir álíta hann hinn eina kirkjustíl, sem geti komið til greina. Þetta álit gildir jafnt nú á dögum, þegar annar og nýr bygg- ingarstíll hefur rutt sér til rúms í öll- um öðrum byggingum. Timbur getur ekki talizt varanlegt byggingarefni á íslandi fremur en torf. Timburkirkjurnar fúnuðu á til- tölulega fáum árum, en þetta breytt- ist til batnaðar með járnklæðning- unni. Orsjaldan var um neina upp- hitun að ræða og þessvegna heldur kaldsamt að sitja þar undir guðsþjón- ustu að vetrarlagi. Eigi að síður var kirkjan sá eini staður, þar sem fólk kom saman að staðaldri. Þaðan spurðust tíðindi og þangað sóttu menn guðsblessun, sem var fólkinu meira virði í þá daga en nú. Kirkjan var hið raunverulega fé- lagsheimili með miklu víðtækari þýð- ingu fyrir fólkið og landsbyggðina heldur en kirkian nú á dögum. Fremur sjaldan er hægt að tala um, að þessar kirkjur hafi verið listrænar byggingar og engu fremur eftir að járnið kom til sögunnar. Kirkjurnar Eiga íslendingar á 20. öld að reisa kirkjur í gömlum stíl — eða nýjum? ustu listamenn voru fengnir til að skreyta kirkjurnar með málverkum og höggmyndum. Rafael og Michel- angelo gerðu frábær málverk í hvelf- ingar Péturskirkjunnar og Sixtinsku kapellunnar í Róm. Mörg beztu verk gömlu meistaranna eru frescomyndir í kirkjum, það er að segja, málaðar í blautt kalk. Kirkjan var auðug og það var keppikefli listamanna að fá til meðferðar slíkar skreytingar. Kirkjubyggingar á íslandi fyrr á öldum. Eftir Kristnitökuna árið 1000 voru hofin rifin og víða byggðar kirkjur. Engar nákvæmar heimildir eru um hinar fyrstu kirkjur, en þær hafa þó vafalaust verið byggðar, eins og hof- Halldór Jónsson, arkitekt, hefur teiknað þessa kirkju, sem nú er ncer fullsmiðuð i Borgarnesi. Hún er með hinu venjubundna formi, sem þröngsýnir kalla „hið eina rétta". Kirkjan er fremur svipfalleg, en kinverski þakstíllinn á turninum hefði gjarna mátt vera á aðalþakinu og kvistunum. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.