Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 25
Vörugæði II ÞVOTTAEFNI Eftir Eiríku Friðriksdóttur í greininni um spunaefni í janúar- hefti Samvinnunnar 1956 var skýrt frá því, að ending efnanna væri undir gagnkvæmum áhrifum fimm aðalat- riða komin. Þau eru tegund spunaefn- isins, gerð vefnaðarins, fágun, notk- un og meðferð. Nú skulum við ræða um meðferð á efnum. Á okkar tímum er það sjálfsögð krafa, að fatnaður sé vel hreinn. Við liöfum yfirleitt tvo möguleika til að hreinsa fatnað. Annað er þvottur, hitt er kemisk hreinsun. Þar sem hægt er að þvo fatnaðinn heima er það ódýr- ast og því mikilvægast. Til þvottar notum við alltaf vatn (en benzín, trí- klóretýlen eða tetraklórkolefni til kemískrar hreinsunar) og einnig hjálparefni, sem við köllum „þvotta- efni“. Þvottaefnin gegna fimm hlut- verkum: (1) Að bleyta fatnaðinn. (2) Að leysa upp öll ólífræn og líf- ræn óhreinindi, sem leysast upp í vatni. (3) Að gera sýru i óhreinindunum óvirka. (4) Að dreifa óuppleysanlegum efn- um til þess að losa óhreinindin frá þráðunum. (5) Að koma í veg fyrir, að efnið, sem var leyst upp, setjist aftur fast í þræðina. Vatnið út af fyrir sig nægir ekki til að bleyta efnið. Eins og við öll vitum, rennur regnvatn af tjalddúkum, séu þeir vel spenntir. Af öllum þvottaefn- um, sem enn eru í notkun, er sápan hið elzta, en nægir samt ekki til þess að þvo vel, sé vatnið hart, þ. e. þegar mikið kalk er í vatninu. Á öllum svæðum þar sem vatnið er hart, er nauðsynlegt að leggja efnið — hér er um að ræða bómullar- og hörefni, en ekki um manngerða þræði — í bleyti. Til þess notum við smávegis sóda. Á íslandi er vatnið yfirleitt ekki mjög hart, það er aðeins tveggja gráðu vatnsharka í Gvendarbrunnarvatninu í Reykjavík, en það þýðir samt sem áður, að kalkið í 60 1 af vatni eyði- leggur fyrir okkur um það bil 12—15 g af sápuspónum. Harka hitaveitu- vatnsins í Reykjavík er aðeins 0.65, en hæsta harkan er á Hellu í Rangárvalla- sýslu, 4,9. — Bezt er að leggja efnið í bleyti næturlangt. Næst á eftir má sjóða fatnaðinn. í mörgum húsum er rafmagnspottur til þess. Sjóðandi vatn er aðeins hættu- laust fyrir hreint bómullarefni, en hörefni (hreint léreft) þolir illa hita, sem er hærri en 80°'' C. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að léreft tapar 43% styrkleika ef það er soðið 50 sinnum, en aðeins 25% styrkleikans sé 80° C. heitt vatn notað. Silki og ull má ekki þvo í heitara vatni en 40° C. Að bleyta efnið þýðir að lækka yfir- borðsspennuna, þ. e. aflið, sem held- ur sundur vatninu og loftinu. Yfir- borðsspennan er minnst, þegar 1—2 grömm af fitusýru eru- notuð fyrir hvern lítra af vatni, þegar við notum sápu. Ef við notum meiri sápu, hækk- ar yfirborðsspennan aftur, og þess vegna verður að nota magnið, sem framleiðendur leggja til að verði not- að. Hvernig yfirborðsspennan minnk- ar við notkun sápu, sést bezt á dæm- inu um Geysi í Haukadal. Líklegt er, að það sé einnig froða sápuefnisins, sem hjálpar til að lækka yfirborðs- spennuna, og froðan sýnir að virkt þvottaefni er ennþá í vatninu. Hins- vegar eru til þvottaefni, sem frevða alls ekki. Til er annað afl, sem verkar á milli vatns og olíu eða vatns og fastra hluta. Einnig er nauðsynlegt að lækka þetta afl til þess að losa óhreinindin úr fatn- aðinum. Nauðsynlegt er að fá þeytu (emulsion) af vatni og olíu og koma í veg fyrir, að óhreinindin setjist aftur í efnið. Þvottaefnið hefur hér gefið smáögnum í vatninu gagnstæða raf- magnshleðslu. Eftirfarandi sápur eða sápuefni eru til: (1) Blautsápa. Hún er gerð beint úr sápukjarna, sem kemur fram, þegar feiti er blönduð með kali- eða natron- lút. Blautsápa hefur 40% fitusýru og er ágæt til þess að þvo mjög óhrein vinnuföt. (2) Stangasápa og sápuspænir. — Stangasápa cr þurr og hefur 65—80% fitusýru. Sápuspænir er fínt möluð þurr sápa með 80—85% fitusýru. (3) Sjálfvirkt sápuduft, eins og Perla. Þau eru ágæt til allra þvotta nema hinna fínustu. Fyrir utan sápu (40% fitusýru) innihalda þau einnig vatnslausan sóda (20%) vatnsglas (3%), natríumperbórat, sem bleiki- efni (8%) og upp á síðkastið einnig ljósvirk bleikiefni og CMC. CMC, sem núna finnst t. d. í Perlu hér á • •* *• j landi, er trefjaefni. Þegar CMC leys- ist upp, þrútnar það og þrýstist inn í holrými milli þráða, með því eykur CMC styrkleika fatatfnisins. CMC (Framh. á bls. 39) 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.